Vikan


Vikan - 26.05.1977, Side 12

Vikan - 26.05.1977, Side 12
----;------- Vilhjálmur Þ. Gíslason minnist gamalla skóladaga. Sú róman tík ergóð Þessa vordaga eru stúdentar víðs vegar um landið sem óðast að fá hvítu kollana sína. Reyndar er sú athöfn ekki lengur eins árstíðabundin og fyrrum, þegar allir settu upp húfurnar í kringum 17. júní. Menntaskólunum hefur fjölgað, og sumir eiga það jafnvel til að útskrifa stúdenta á miðjum vetri. En alltaf er stúdentsprófið merkur áfangi, þótt ljóminn af því hafi ef til vill eitthvað dofnað með breyttum timum. Vikan fór þess á leit við Vilhjálm Þ. Gíslason fyrrverandi útvarpsstjóra, að hann minntist liðinna daga í Menntaskólanum í Reykjavík, en Vilhjálmur og bekkjarfélagar hans eiga einmitt 60 ára stúdentsafmæli nú, og vill Vikan nota tækifærið og óska öllum stúdentum, bæði nýstúdentum og afmælisstúdentum, til hamingju með þessa daga. Nú er sú árstíð, að skólunum er að ljúka, þar á meðal Menntaskól- anum í Reykjavík, sem ég hefi fyrst og fremst verið beðinn um að segja frá. Sú var tíðin, að Menntaskólinn í Reykjavík var eini skólinn, sem útskrifaði stúdenta, og þá sungu menn ennþá þann gamla danska stúdentasöng: Herrer vi ere i ándernes rige — vi er den stamme som evigt skal stá. Og þetta var sungið með nokkru stærilæti og stundum drembilæti. Nú er þetta liðið, skólar eru nú á hverju strái, og allir eru í skólum. Stúdentsprófin eru þó ennþá með nokkuð sérstökum hætti, þó að nú stefni að vísu að því að þurrka út muninn á menntaskólum og öðrum og stúdentsprófunum og öðrum prófum. Að sumu leyti finnst mér vera eftirsjá að því gamla. Það er ekki til eintómra úrbóta að fletja allt út, þó að sjálfsagður sé og eigi að vera réttur allra manna tii þess að öðlast þá menntun og þau próf, sem best eru og best hæfa starfi þeirra og óskum þeirra. Ég man stúdentsprófin úr Menntaskólanum í kringum 66 ár að meira eða minna leyti, eða frá því að ég kom í skólann. Við félagamir eigum 60 óra stúdentsafmæli núna í vor. Við komum í skólann 1911 og útskrifuðumst 1917 og vorum þá 40, en nú eru 10 á lífi: Benedikt Gröndal verkfræðingur, Lárus Jó hannesson fyrrum hæstaréttardóm- ari, Magnús Magnússon ritstjóri, Öskar Borg lögfræðingur, Sigurjón Ámason prestur, Gunnar Bene- diktsson rithöfundur, Kristján Albertsson rithöfundur, Valtýr Albertsson læknir, Sveinn Sigurðs- son og Vilhjálmur Þ. Gíslason. Það var Geir T. Zöega rektor, sem útskrifaði okkur, hann var merkur málfræðingur og orðabókar- höfundur og hafði mikil áhrif á vaxandi gengi enskrar tungu hér. Annars var — og mér finnst stundum einkennilegt að hugsa til þess — fyrsti rektor minn Stein- grímur Thorsteinsson skáld, en hans rektor var aftur Sveinbjöm Egilsson skáld og mikill fræði- maður, og man ég eftir því, að ég heyrði Steingrim Thorsteinsson segja ýmsar sögur frá sínum skólaámm og sínum viðskiptum bæði við Sveinbjöm Egilsson og Jón Sigurðsson, m.a. um Pereatið. Síðan hafa verið rektorar við Menntaskólann í Reykjavík nokkrir ágætir menn að lærdómi og að skólastjóm, og einn þeirra er ennþá meðal okkar hinn hressasti og glaðasti og ágætur skólamaður, Einar Magg, eða Einar Magnússon, guðfræðingur að mennt, ferðagarp- ur og hvetjandi til margra góðra hluta, og svo er rektorinn, sem nú er, Guðni Guðmundsson, ágætur skólamaður og hinn glaðasti söng- maður. Elsti stúdentinn, sem nú er uppi- standandi í hópi okkar, er Þorsteinn Þorsteinsson hagstofustjóri, en hann varð stúdent 1902 og er eiginlega furðulegt að hugsa til þess að vera 75 ára stúdent. Næstir koma svo í röðinni Helgi læknir Skúlason og Skúli ritstjóri Skúlson, sem urðu stúdentar 1910, og svo Páll Pálmason ráðuneytisstjóri, sem varð stúdent 1911, eða það ár, sem við gengum í skólann, ég og mínir félagar. Stúdentsprófið og útskrifun stúdentanna hefur alltaf verið merkileg og skemmtileg hátíð í skólanum og það var einnig í okkar tíð. Það var ýmiskonar gleðskapur í kringum þetta. Það var þá venja við brautskráningu, að flestir voru í smoking með rós í hnappagatinu og með sína nýju, hvítu stúdentshúfu. Við fómm svo í fylkingu burt á eftir, syngjandi og hinir hressustu, og hátíðarhöld vom bæði hjá okkur sameiginlega og heima á heimilum hvers og eins. Það var þá venja og hefur verið, að stúdentar hafa á afmælum sínum komið saman við uppsagnir á sal 5, 10 og 25 og 50 ámm eftir að þeir útskrifuðust og færðu skólanum þá ýmsar góðar gjafir, eins og enn helst. Tekið af handahófi frá seinustu ámnum, þá hafa skólanum tvívegis verið gefnir foriáta flyglar, eða gefið hefur verið ríflegt fé í Bræðrasjóð, eða bóka- gjafir, myndir eða málverk og brjóstmyndir af rektomm eða kennumm. Nokkrir árgangar sam- an gáfu fyrir skömmu, eða 1974 að mig minnir, hálfa milljón króna til útgáfu á skólasögunni, sem nú er komin út, og svona var þetta víðar. Við eigum öll, sem verið höfum í Menntaskólanum, margar skemmtilegar og góðar minningar úr skólanum. Þar kom oft margt skemmtilegt fyrir í samskiptum okkar og í þeim félögum, sem í skólanum voru, s.s. Framtiðinni, og gefin voru út blöð: Skinnfaxi og kvæðabókin Hulda, ritdómabók og ýmislegt fleira. Ýms öndvegisskáld þjóðarinnar birtu þar sín fyrstu kvæði, en mörg þeirra hafa verið í Menntaskólanum. Til dæmis orti Tómas Guðmundsson ágætt kvæði til skólans á aldarafmæli hans. Það er alltaf dálítil „rómantik” í kringum gamlar skólaminningar manna, og er ekkert við það að athuga í sjálfu sér. Sú rómantík er góð, og við eigum ekki að glata sjálfum okkur í hugsuninni um strit hversdagsins og áhyggjum og þaðan af síður í vonleysi og vantrú og fýlu út af öllu og öllum í kringum okkur. Menntaskólinn í Reykjavik hefur ekki einungis verið mikið heimili margra námsmanna árin á undan stúdentsprófinu, heldur hefur húsið *

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.