Vikan - 26.05.1977, Síða 14
Kynhvötin
er
gmnntónn
mannlífsins
, ,Hvenær / sem mér finnst að syrti að
/ nálægð þín lagar það / þannig ert þú
og hvenær / sem ég gleðst og uni mér
þá er ég nálægt þér / þannig ert þú/’
Ég fann þessar línur í lítilli textabók,
sem fylgir plötunni, ,Mannlíf,” sem
Jóhann G. Jóhannsson gaf út seint á
síðasta ári. Og því set ég þær hér, að
mér finnst þær geta staðið sem
einkunnarorð fyrir það, sem Jóhann
G. vill gjama segja með lögum sínum
og ljóðum. Mannleg samskipti eru
honum hugleikið umhugsunarefni, og
hann vill gjama leggja sitt af mörkum
til betri samskipta mannanna.
Ég heimsótti Jóhann G., þar sem
hann býr í Kópavoginum, þar sem
hann semur lögin sín og Ijóðin og
þar sem hann festir liti á léreft —
stundum gerir hann þetta allt í
einu.
Hann tekur á móti mér í
gallabuxum, bol og gallaskyrtu —
auðvitað. Og fyrstu áhrifin, sem ég
verð fyrir, endast út þessa sam-
verustund. Frá Jóhanni stafar innri
gleði og rósemi, sambland af öryggi
og feimni, samblandi af kímni og
alvöru, samblandi af hœglæti og
eldmóði.
Ég byrja á að játa hreinskilnis-
lega, að ég viti harla lítið um hann,
svo við verðum að byrja á
byrjuninni.
-Fæddur í Keflavík — alinn upp í
Ytri-Njarðvík, faðir minn ættaður
úr Húnavatnssýslu, móðir mín úr
Keflavik.
NÁLÆGÐIN við kanann
— Hvemig stendur á því, að svo
margir popptónlistarmenn koma
sunnan með sjó?
— Ætli það sé ekki nálægðin við
kanann. Það verður enginn popp-
tónlistarmaður af því að hlusta á
ríkisútvarpið. Hlustar þú nokkum
tíma á ríkisútvarpið?
— Lítið. En aldrei á kanann
heldur.
— Ég þurfti nýlega að koma við á
ansi mörgum vinnustöðum einn
daginn. Víðast var útvarp í gangi,
og alls staðar var það kaninn.
Jafnvel á Tímanum.
— Er það rétt skilið, að þú sért
heldur lítið hrifinn af ríkisútvarp-
inu?
— Já. það er rétt, og ég er ekki
einn um það. Mér finnst hart, að við
skulum þurfa að vera upp á kanann
komin með músik í útvarpi.
— Er nú ekki alltaf dálítið um
poppmúsik í útvarpinu okkar?
— Það er talsvert um poppmúsik,
en stefnuleysið í tónlistinni er
algjört. Hlustaðu ó morgunútvarp-
ið, þar ægir öllu saman, og fólk,
sem hefur einhvem tónlistarsmekk,
þarf helst að slökkva og kveikja til
skiptis til að afbera þetta. Fólk
hefur ákaflega misjafnan smekk
sem betur fer. Ég hefði ekki ó móti
því, að til dæmis unnendur
harmoníkutónlistar fengju þriggja
klukkutíma þátt, bara að hægt væri
að treysta því, að ekki sé sífellt
verið að hræra öllu saman í einn
graut.
ÞRJÚ GRIP DUGÐU
— Hvenær byrjaðirðu að spila?
— Það var orgel heima, og ég
byrjaði mjög ungur að reyna að
spila. En fyrsta hljómsveitin, sem
ég lék í, var skólahljómsveit ó
Bifröst, þar sem ég var við nóm í
tvo vetur. Það var merkileg hljóm-
sveit, einn kennaranna spilaði með
okkur, og við vomm mjög virðuleg-
ir, sótum allir við að spila. Ég kunni
þrjú grip á gítar og slapp með það
inn í hljómsveitina, því enginn af
þeim, sem þeir prófuðu, kunni
meira. Ég var reyndar ekki öfunds-
verður af gítarnum, hann var
dálitið erfiður, það þurfti naglbít
við að stilla hann.
— Svo brá ég mér eitt sinn suður,
og þegar ég kom aftur, gerði ég
byltingu, heimtaði, að við stæðum,
meðan við spiluðum, og tækjum
fyrir allt aðra músík. Þá vom
Bítlarnir að byrja. Byltingin tókst,
og ég fékk nýjan gítar.
— Nú, ég veit ekki, hvort ég á að
rekja allan ferilinn rækilega, það
hefur verið gert í blöðum áður. En
við spiluðum saman eftir skólann,
kjaminn úr skólahljómsveitinni
ágætu, hétum Straumar. Svo komu
Óðmenn I. og Oðmenn II.
HEILHVEITIBRAUÐ OG
MARMILAÐI
— Óðmenn nutu meiri virðingar
en vinsælda, var það ekki?
— Jú, það má víst segja það. Við
vomm þrír: Ég, Finnur T. Stefóns-
son á gítar og Ólafur Garðarsson á
trommur, en síðar tók Reynir
Harðarson við af honum. Við vomm
frá upphafi ákveðnir í því að setja
14V1KAN 21. TBL.