Vikan


Vikan - 26.05.1977, Page 15

Vikan - 26.05.1977, Page 15
Einu sinni var mér sárt um að láta aðra fá lögin min, en nú geri ég dálitið af þvi. Fiskurinn hennar Stinu hefúr hleypt fjöri i þetta. markið hátt, gerast atvinnumenn og spila þróaða tónlist. Og við vorum þeirri stefnu trúir, ó hverju sem gekk. Þetta var óneitanlega oft erfitt. Ég man til dæmis einu sinni eftir því, að við höfðum ekkert fengið að gera í hálfan annan mánuð og vorum orðnir ansi aðþrengdir, átum ekkert annað en heilhveiti- brauð og marmilaði undir lokin. Þá hringdi Jónas R. til okkar og bað okkur að spila á balli fyrir sig, því hann hafði skyndilega orðið hás. Við urðum afskaplega ánægðir. — Ef ég man rétt voruð þið viðriðnir poppleikinn Öla, þegar hann var færður upp. — Já, það var skemmtilegt verk. Leikhópurinn, sem stóð að Öla, fékk einhvem ágætan mann, Ólaf að nafni, til að leggja drög að þessu verki. En Ölafur þessi sást ekki meir, leikhópurinn annaðist sjálfur samningu verksins, og nafnið Óli, var til heiðurs höfundinum, sem aldrei sóst. Leikurinn fjallaði um göngu mannsins gegnum kerfið, og Öla var vel tekið, en aðstæðumar vom erfiðar, og nágrannar kvört- uðu yfir hóvaða. Ég er viss um, að Óli hefði getað gengið miklu lengur við betri aðstæður, það hefði jafnvel verið ágætt að fara með hann inn í skólana. ÞURRASTA BANDIÐ I BRANSANUM — Það er kannski úrelt og margþvælt að spyrja þig um sukkið og brennivínið í sambandi við hlj óms veitarbransann? — Ég hef ekkert á móti því að ræða það. Þetta er vandamál hjá mörgum hljómsveitum, þó við i Öðmönnum fyndum ekki mikið fyrir því. Við vomm hugsjónamenn, höfðum svo gaman af að spila, að við þurftum ekki hjálparlyf. Auð- vitað kom það fyrir, að við dmkkum, meðan við vomm að spila, en gerði einhver það þannig, að það kæmi niður á spilamennsk- unni, var það ekki vinsælt. Strax þegar Öðmenn I urðu til, stakk Engilbert Jensen upp á því, að við settum lög um það, að só, sem drykki, meðan hann væri að spila, yrði kauplaus það kvöldið! Ég held það sé engin lygi, að Óðmenn hafi verið eitt þurrasta bandið í brans- anum. Hvað menn gerðu svo eftir ball, var annað mál. Persónulega er ég á móti neyslu eiturlyfja, hvort sem það er tóbak, brennivín, hass eða eitthvað annað. Ég þekki, hversu illa þetta getur farið með fólk, og þegar ég gerði mér grein fyrir því, ákvað ég að sleppa öllu sliku, nema ég fæ mér stundum létt vín. HLJÓMSVEITARSTARFIÐ MINNIR Á HJÓNABAND — Nú vinnurðu mest einn i tónlistinni. Saknarðu ekki þessara daga, þegar Óðmenn vom og hétu? — Nei alls ekki. Það var sórt. 21.TBL.VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.