Vikan - 26.05.1977, Side 17
— Ég veit ekki, hvort ég geri rétt
í því að reyna að útskýra það. Mér
finnst réttara, að hver og einn finni
það út sjálfur. Rithöfundar gefa
yfirleitt ekki út skýrslu með bókum
sínum til að segja lesendum,
hvernig skilja beri hlutina. En nafn
plötunnar gefur nokkuð til kynna,
hvað ég er að fara. Það má segja, að
ég fjalli um mannleg samskipti, og
þá aðallega samskipti kynjanna. Ég
er sammála Freud, að kynhvötin sé
grunntónn mannlífsins.
— Ekki vilja liklega allir taka
undir það.
— Éger sannfærður um þetta, og
ég er lika viss um, að ýmislegt
gengi betur, ef menn þyrðu að
viðurkenna þetta. Það er mér til
dæmis oft umhugsunarefni, hvers
vegna svokallaðir athafnamenn eru,
eins og þeir eru, hvaða tómarúm
þeir eru að reyna að fylla upp í. Það
er ekki síst þetta, sem ég er ögn að
velta fvrir mér á „Mannlífi”.
Og til áréttingar hlustum við á
eitt lagið á plötunni.
,,Ég hef unnið þindarlaust /
vetur sumar vor og haust / þannig
þrælað ár eftir ár / af of mikilli
vinnu ég gerist nú fölur og fár / Já
— ég hef safnað eins og maur í bú /
alls konar drasli sem einskis virði er
mér nú / og óljós vissa um ég hafi
farið einhvers á mis / kvelur mig —
mér finnst sem lífið geri að mér gys
/ og ég er engu nær / engu nær /
hvað það er sem gefur lífinu gildi /
nei — ég er engu nær / engu nær /
samt var það eitthvað annaðsem ég
vildi / Tíminn líður ár eftir ár / að
lokum gerist ég gamall og grár /
samt varla nokkuð ég upplifað hef /
sem könguló hef ég spunnið minn
lífsvef / og ég er engu nær....”
BANNAÐ AÐ DANSA
— Nú hefur þú dvalist nokkuð
erlendis og kynnst öðrum þjóðum.
Finnst þér íslendingar eitthvað verr
settir á sviði mannlegra samskipta,
eða telurðu þetta alheimsböl?
— Ég veit ekki, hvort íslendingar
eru nokkuð verr settir en aðrir. En á
sviði mannlegra samskipta skiptir
tónlist, söngur og dans miklu máli.
Þú hlýtur sjálf að hafa reynt það,
þegar þú ert með fólki að lyfta þér
upp, á ferð í rútu eða einhvers
staðar i hópi. Það er söngurinn, sem
best tengir hópinn saman. Og
dansinn. Einu sinni var íslending-
um bannað að dansa. Þá kváðu þeir
rímur og reru fram i gráðið. Ég veit
ekki, hvort þeir eru búnir að ná sér
eftir það.
— Lestu mikið sálfræði?
— Ekki vil ég nú segja það. Ég
hef lesið t.d. Freud. En eftirlætis-
bókin mín er „Listin að elska” eftir
Erich Fromm. Þegar ég hafði lesið
hana, keypti ég nokkur eintök og
dreifði meðal kunningja. Hana ættu
allir að lesa.
— Er hægt að kenna fólki að
elska?
— Erich Fromm kennir okkur
eiginlega fremur að skilja, hvað er
ekki ást. Fólk veit sjaldnast, hvað
ást er, gerir sér alls konar heimsku-
legar hugmyndir og verður svo fyrir
vonbrigðum. Kynþörfin knýr
manninn áfram í leitinni að ást og
hamingju, en það þarf mikinn
þroska til að elska.
FRELSI VERÐUR AÐ FYLGJA
ÁBYRGÐ
— Viltu meira frelsi?
— Frelsið verður að koma innan
frá. Sko, ég upplifði blómatima-
bilið, þegar allir áttu að elska alla
og allir sváfu hjá öllum, og ég
kynntist því, hvað það gat haft
mikið illt í för með sér. Slikt frelsi
veitir enga hamingju. Frelsi verður
að fylgja ábyrgð.
— Mér var sagt, að þú værir
kominn i umferð úti í hinum stóra
heimi. „Don’t try to fool me” á að
vera komið á vinsældalista i
Kanada.
— Nei, heldurðu það? Ég hef ekki
heyrt það. Annars hefur þetta lag
orðið vinsælt, ég hef frétt af þvi á
Spáni og víðar. Það er svolítil saga
á bak við þetta lag. Ég settist einu
sinni niður í viðurvist vinkonu
minnar ogbróður og sagði: Nú ætla
ég að semja dæmigert vinsældalag
— og samdi „Don’t try to fool me”.
Svo ætlaði ég bara að gleyma því,
en þau vildu, að ég hirti það.
— Hvað tekur nú við hjá þér?
— Ég er nú svona að jafna mig
eftir „Mannlif”. En vonandi geri ég
aðra plötu, áður en langt um líður.
Ég á nóg efni. Einu sinni var mér
sárt um að láta aðra fá lögin min, en
nú geri ég dálítið af því og
Fiskurinn hennar Stínu hefur
hleypt fjöri í þetta. Um daginn var
ég að láta frá mér anti-reykingalag
sem heitir „Tóm tjara”. Ég á svo
mikið til á bandi, að ég kemst aldrei
yfir að nota það allt sjálfur. Nú —
svo hef ég verið að mála töluvert.
— Hvert er framtíðarmarkmiðið?
— Ég var einu sinni spurður að
því í blaðaviðtali og ég svaraði því
þá svo, að það væri að komast á
forsíðu Vikunnar. Það má þá víst
segja, að það sé að rætast!
LEIT AÐ ÞROSKA
— Ég hef stundum velt þvi fyrir
mér, hvað verði um popptónlistar-
menn, þegar þeir gamlast. Áttu von
á því, að þú sitjir enn með gítar í
kjöltu og semjir og syngir, þegar þú
ert kominn yfir sextugt?
— Ég þarf nú varla að hafa
áhyggjur af því. Samkvæmt rann -
sóknum er hvergi lægri dánaraldur
en meðal poppara, þeir deyja
jafnvel yngri en blaðamenn! En að
öllu gamni slepptu, þá hef ég ekki
minnstu áhyggjur út af þessu. Líf
mitt gengur ekki bara út á tónlist,
að semja og syngja. heldur miðast
það við leit að þroska, og það má
öðlast þroska á svo margan hátt.
— Að lokum: Hvað er það versta,
sem fyrir þig gæti komið?
— Að missa trúna á sjálfan mig.
K.H.
Öðmenn upp á sitt besta: Reynir
Harðarson, Finnur Torfi Stefánsson
og Jóhann G. Jóhannsson.
21. TBL. VIKAN 17