Vikan - 26.05.1977, Qupperneq 18
HROLLVEKJANDINÝ FRAMHALDSSAGA
EFTIR SHEILU HOLLAND
3. HLUTI
Kölski
& Caroline
Þau hrukku við, er eitthvert þrusk
heyrðist. Frá eikarstiganum í hominu barst hljóð af
hægu og varfæmu fótataki.
Fætur komu í ljós.
Hún hafði háð erfiða
baráttu við að útrýma Nick úr huga
sér, reynt að slíta öll tilfinninga-
tengsl við hann. Hvernig dirfðist
hann að hertaka svona hug hennar
aftur? Og hvernig gat hún verið
svona heimsk að leyfa honum það.
Hún bylti sér fram og aftur í
rúminu. En það var fleira, sem
hvíldi á hug hennar. Þessi heimsku-
lega ímyndun hennar með munkana
í klausturgarðinum, einhvern veg-
inn skaut hugsuninni um þá aftur
og aftur. Af hverju höfðu bæði
djákninn og Tony brugðist
svona einkennilega við þessu?
Og hvað var allt þetta með
Guillaume ábóta og djöflatrúna?
Hún hafði lesið allt, sem hún hafði
getað náð í um Haidansbury, og
hvergi var minnst á neitt slikt. En
samt hafði Tony fundið það
einhvers staðar. Hún ætlaði að
athuga á morgun, hvort Nick hefði
nokkra bók með sögusögnum frá
Haidansbury.
Næsta morgun var hún önnum
kafin við vinnu sína i dómkirkjunni.
Eftir hádegisverð gekk hún ósjálf-
rátt í átt að bókabúð Nicks.
Framherbergi búðarinnar var
mannlaust. Hillurnar voru fullar af
gömlum klassiskum verkum í
leðurbindum. það glampaði á gljá-
fægt gólfið i sólinni. Það lyktaði af
ryki. Hún gekk áfram inn i litið
innra herbergi, og þar var hann.
,,Nick,” sagði hún lágt. ,,Nick,
mig vantar bók um sögu dómkirkj-
unnar. Ekki samt neitt svona
formlegt, heldur eitthvað um sögu-
sagnir frá Haidansbury, eða eigin-
lega kjaftasögur frá gamalli tíð.
Heldurðu, að þú hafir eitthvað
svoleiðis?”
,,Við skulum sjá,” sagði hann í
sínum viðskiptatóni. Hann gekk að
einni hillunni, og eftir dálitla
íhugun kom hann með nokkur
gömul bindi. „Þetta er saga Henrys
Campion, Útgefin 1800. Það gæti
verið eitthvað þar.”
Hún tók eitt bindið og leit yfir
efnisyfirlitið. Hann sagði lágum
rómi: ,,Svo þú ætlar að koma í
kvöld.”
,,Já.”
,,Þú sýnir mikið hugrekki.”
,,Það er fallega gert af Laurel að
bjóða mér.” Hún leit á hann, sá
háðslegt bros hans og sagði
fljótmælt: „Hvað segirðu mér af
Suzanne? Mig minnir, að hún hafi
verið í heimavistarskóla, þegar..”
Augu þeirra mættust.
„Já,” sagði hann. „Haltu áfram.
Þegar hvað?”
Andstutt sagði hún: „Hvað er
Suzanne orðin gömul?”
N ICK hló. „Þú ert huglaus.”
Síðan bætti hann við:
„Suzanne er orðin sextán ára. Hún
var rekin úr heimavistarskólanum
fyrir að strjúka þaðan í sífellu. Hún
vinnur núna í gestamóttöku á
hóteli.”
„Og bara sextán ára? Er hún ekki
full ung?”
„O, hún vinnur ekki ein. Hótel-
stjórinn hefur eftirlit með henni.”
Hann nuddaði hugsandi hökuna.
„Suzanne er ekki sú manngerð, sem
vinnuveitendur eru áfjáðir í að
ráða.”
„Nú, hvers vegna ekki?”
„Þú sérð það ef til vill sjálf í
kvöld.”
Caroline fór aftur að blaða i sögu
Campions. Textinn var prentaður
með smáu letri, og hingað og
þangað voru fallegar teikningar.
Hún tók sérstaklega eftir einni.
Hún leit á hana aftur og saup
hveljur.
„Hvað fannstu?”
„Bara teikningu af einum af
iðrunartáknunum úr dómkirkjunni.
Þú veist, þau eru á litlu syllunum
aftan á bekkjunum, sem munkarnir
krupu á við guðsþjónustur.”
„Já, min kæra, ég er ekki
algjörlega úti að aka, hvað við-
kemur kirkjubyggingum.”
Hin óvænta bliða í rödd hans fór
ekki fram hjá henni.
„Jæja, þú veist þá, að bekkirnir
voru oft útskornir með smámynd-
um af dýrum og atvikum úr
sveitalifinu, og vegna þess hve
myndir þessar sáust lítið, gætti oft
mikils hugmyndaflugs hjá lista-
mönnunum. Ég hef að sjálfsögðu
kynnt mér þessa útskurði af
bókum, en er ekki búin að skoða þá i
sjálfri kirkjunni. En þessi... ég
hafði bara ekki gert mér grein fyrir,
hve mjög hann minnir mig á....á..”
„Á hvað? Leyfðu mér að sjá.”
„Þegar ég var ein i klausturgarð-
inum, kvöldið sem ég kom,” sagði
Caroline hraðmælt, „fannst mér ég
sjá fylkingu munka i bogagöngun-
um. Þetta var auðvitað bara
ímyndun min, en þetta er svo likt
því...”
N ICK horfði á teikninguna. Hún
sýndi útskorna röð munka. Sá
fremsti bar kross. Krossinn var á
hvolfi.
„Hefurðu tekið eftir krossinum?”
spurði hann.
„Já.”
„Var líka kross í þessari sýn
þinni?”
„Já, en —
„Á hvolfi?”
„Nei, nei. Ég er alveg viss um, að
hann sneri rétt. Ég hlyti að hafa
tekið eftir því, ef svo hefði ekki
verið.”
„Þú veist, hvað kross á hvolfi
táknar, er það ekki? Þú veist, að
það mundi þýða, að þeir stunduðu
svartagaldur.”
„Auðvitað veit ég það.” Hinn
skyndilegi taugaóstyrkur hennar
gerði hana snögga upp á lagið.
18VIKAN 21. TBL.