Vikan


Vikan - 26.05.1977, Side 21

Vikan - 26.05.1977, Side 21
vegnað vel. Já, ég sé. að starfið á aldeilis vel við þig. Ég geri ráð fyrir, að heimilishaldið hér virðist heldur fátæklegt miðað við það, sem þú ert vön.” Hvert orð virtist nákvæmlega valið til þess að endurvekja gamla spennu, ýfa upp gömul sá. Caroline leit á Nick. Varir hans voru samanbitnar, svipur hans óráðinn. Hvernig gat hann þolað þetta, dag eftir dag? „Bækurnar hans Nicks seljast vel," sagði Caroline. ,,Ég sá þær hjá bóksölum á ítalíu og líka i Ameríku.” Suzanne spurði áköf: , .Hefurðu komið til Ameriku? Kaliforniu? Fórstu þangað?” ,,Ég var eina viku í San Francisco,” svaraði Caroline. Andlit Suzanne ljómaði. „Égveit ekki, hvað ég myndi ekki vilja gera til að komast til San Francisco. Hvernig var þar? Var gaman þar?” Laurel sagði ólundarlega: „Góða barn, leyfðu Caroline að ná andanum. Hún er ekki búin að ná sér almennilega eftir að hafa klifrað upp alla þessa stiga.” Suzanne flissaði. „Ég held það hafi nú verið annað en stigarnir, sem gerðu hana móða, mamma.” Hún horfði á munninn á Nick og siðan aftur á móður sina. Nick sagði kuldalega: „Ég ætla að ná i sérríglas handa þér, Caro.” Gamla nafnið slapp af vörum hans. Það fór ekki fram hjá Laurel. „Ekki stytta fallega nafnið hennar, Nick. Það hljómar svo karlmannlega.....eins og hún værí strákur.” Kvöldið leið áfram álika ó- skemmtilega. Caroline reyndi að láta ekki æsa sig upp og tókst það nokkuð bærilega. Maturinn var virkilega góður, og hún lofaði hann mjög. „Mikið er égánægð, að þér finnst hann góður,” sagði Laurel. „Elsku Nick, lagaðu nú kaffi handa okkur.” Ifúnbrosti. „Á meðan sitjum við þrjár hér og röbbum saman.” Þegar þær voru orðnar einar sneri hún sér að Caroline og sagði i 'trúnaði: „Segðu mér nú hreinskiln- islega, hvernig finnst þér Nick líta út?” „Bara alveg ágætlega,” svaraði Caroline furðu lostin og án þess að vita, hverju hún ætti annars að svara. „Hann hefur komið sér svo vel fyrir hérna. Auðvitað hefur hann líka alltaf verið mjög hrifinn af bókum. Hann hefur líka eignast fullt af vinum hér. Alls kyns vini. 0, já. En Nick er enginn munkur, Caroline, eins og þú líklega veist.” Suzanne flissaði opinskátt. „Að heyra.” Laurel sagði: „Suzanne! Caroline finnst þú ábyggilega mjög dóna- leg.” ^lAROLINE tókst að brosa. Þó hún væri tilbúin að mæta hinum venjulegu aðferðum hennar, brá henni nokkuð við þessar ósvífnu dylgjur. En henni tókst svo sannarlega að hitta í mark. Hún hitti beint í hjartastað. Siðan þau Nick kvöddust fyrir tveim árum, hafði hann auðvitað átt vingott við aðrar konur, en henni hafði hingað tii tekist að leiða hugann frá því. En auðvitað gat Laurel ekki látið hjá líða að minna hana á það.... Nick kom til baka með kaffið. Þau drukku það og röbbuðu saman um allt og ekki neitt. Siðan batt Nick ákveðið enda á samræð- urnar, og brátt voru þau á leið heim eftir dimmum götunum. „Nick,” sagði Caroline," má ég spyrja þig um dálítið?" „Ilvað er það?" „Hvers vegna heldurðu áfram að húa með Laurel?” Hann hugsaði sig um góða stund. Loks sagði hann: „Vegna þess að hún er systir mín og vegna þess að ég held, að hún gæti ekki búið ein. Hún er alls ekki frísk, þú veist það Caro. Hún er ekki í ...jafnvægi.” „Ég veit það. En Nick, þetta hefur svo vond áhrif á ykkur öll. Suzanne, hún er svo ung og áhrifagjörn, og öll þessi spenna og rifrildi.” „Heldurðu, að ég geri mér ekki grein fyrir þessu, Caroline.” Hann sneri grannleitu, alvörugefnu and- litinu að henni. „En hvað get ég gert?” Þau þögðu bæði. Síðan spurði Nick: „Hvað sagði Laurel við þig, meðan ég var að laga kaffið? Ég veit það var eitthvað.” Caroline yppti öxlum þreytulega. „O, hún gaf ýmislegt i skyn um aðrar vinkonur þínar, það var nú allt og sumt.” „Ertu afbrýðisöm Caro?” Það var stríðni í rödd hans. Hún svaraði ekki strax. Fótatak þeirra glumdi á auðum götunum. „Eða ertu farin að sjá eftir að hafa hent mér frá þér til þess að helga þig starfinu?” sagði hann. JJjÚN leit reiðilega á hann. „Þú veist ósköp vel, að ég hugsaði mig um vel og lengi áður en ég tók þessa ákvörðun. Ég veit ég gerði rétt, og ég sé ekki eftir því. Við vorum búin að ræða þetta allt áður Nick, aftur og aftur. Já, ég vildi þig, en ég hafði líka hæfileika, sem ég vildi nota. Og ef þú hefðir virkilega elskað mig og skilið mig Nick, hefðirðu aldrei beðið mig að fórna öðru fyrir hitt.” Þau voru komin að klausturgarð- inum. Þau stóðu við hliðið og horfðu hvort á annað í tungls- ljósinu. Nick sagði mjög lágt: „Nei Caro,. ef til vill hefði ég ekki gert það.” Áðuren hún gat nokkuð sagt, var hann farinn. Vörðurinn hleypti henni inn hálf önugur, og hún gekk af stað yfir klausturgarðinn í átt að bústað djáknans. Hugsanir hennar voru á slikri ringulreið. að hún vissi varla, hvert hún var að fara. Ösjálfrátt velti hún fyrir sér hverju atriði. Nick, hvað hafði hann átt við...? Það var ljós hjá Launceton. hann var sennilega niðursokkinn í eitt- hvert andritið. Framhald í næsta blaði. Hárlagningarvökvinn €) fyrir blástur: lllíoi’lll Inform í litlu, fjólubláu og grænu glösunum.fær hárið til að sitja alveg eins og þú vilt hafa það,- eðlilega og með lyftingu. Inform - fyrir dömur og herra. HALLDÓR JÓNSSON HF. Dugguvogi 8 21. TBL.VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.