Vikan


Vikan - 26.05.1977, Page 36

Vikan - 26.05.1977, Page 36
— Af því að þér er sama um mig. — Þú ruglar svo. Hún horfðist í augu við hann hiklaust og án þess að líta undan. — Mér þykir mjög vœnt um þig, sagði hún. — Ég held ekki, að mér hafi áður þótt svona vœnt um nokkum annan. Með þér lit ég hlutina björtum... — En þú elskar mig ekki? — Ég veit það ekki. Hún andvarpaði. — Ég vil fara á fætur. — Allt í lagi. Hann velti sér aftur á bakið og starði upp í loftið. Hann var hugsandi. Eftir stutta þögn sagði hann hægt. — Ég vildi óska, að við gætum ferðast eitthvert. Við þyrftum ekki að gera neina áætlun. Bara fara eitthvert út í bláinn, gista á hóteli og vera þar að eilífu. Eina viku... tvær vikur... þrjár... — Það er of kalt á þessum tíma árs, svaraði hún. Hún klæddi sig í síða kjólinn, sem honum þótti svo fallegur. Hann var úr mjúku og fallegu efni og fór henni svo vel. Ég elska þig Hún vildi ekki ræða tilfinningar sínar við hann, þorði ekki að segja honum ást sína. Eitt sinn var hún svikin, þá hélt hún, að hún mundi ganga af vitinu. Hún vildi aldrei elska aftur. En hann vildi ekki sleppa henni, hann elskaði hana og vissi, að hún þarfnaðist hans. — Ég elska þig, sagði hann. — Þú trúir mér ekki, en ég elska þig.... Hún brosti bliðlega og strauk hendinni annars hugar um axlir hans. — Því skyldi ég ekki trúa þér? sagði hún þýðlega. — Ég trúi þér.... — Ég veit, að þú trúir mér ekki, en samt meina ég það, sem ég segi. Ég elska þig. Hann snéri sér að henni og horfði djúpt í augu hennar. — Ég er þér ekki mikils virði, eða hvað? sagði hann. — Þér er sama, hvort ég kem eða ekki. Þú hugsar ekki mikið til mín, þegar við erum ekki saman. Ætli þú tækir eftir því, þó ég hætti að koma. Myndir þú grípa til aðgerða, ef ég hætti allt í einu að koma? Hún kyssti hann létt á munninn. — Ösköp getur þú ruglað mikið, sagði hún blíðlega. — Auðvitað myndi ég taka eftir því, ef þú hættir allt i einu að koma. Ég yrði óskaplega einmana og yfirgefin og hlyti að spyrja, hvað ég hefði gert rangt. Ég yrði afskaplega vonsvik- in, og timinn yrði lengi að líða, meðan ég gengi fram og aftur, liti út um gluggann og vonaðist til að sjá þig í mannmergðinni fyrir utan. — Myndir þú hringja? Heldurðu, að þú htir heim til mín? Hún horfði upp í loftið, svipbrigði hennar báru vott um óþolinmæði. — Nei, sagði hún, það held ég varla. J

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.