Vikan - 26.05.1977, Qupperneq 39
einbýlishúsi. Ég átti fataskáp,
fullan af dýrum fatnaði og skart-
gripum, og Keith hafði breyst úr
námuverkamanni, sem hafði sjö
pund á viku, í iðjulausan, ríkan
veiðimann, sem lék golf og keypti
veðreiðahesta fyrir 1000 pund
hvern.
Ég átti nýjan Chevrolet (annan í
röðinni — fallega bláan). Keith átti
Jaguar, og börnin okkar áttu svo
mikið af stórkostlegum leikföngum,
að þau komust ekki yfir að leika sér
að þeim öllum. Eina tómstunda-
áhugamól mitt var að eyða pening-
um; ég naut þess að ganga inn í
verslun og kaupa mér föt fyrir 200
pund á einu bretti.
Samt sem áður get ég ekki sagt,
að þetta hafi verið hamingjuríkt
timabil. Fólki var illa við okkur, af
því að við höfðum unnið í getraun-
unum, og ég held ekki, að Keith hafi
notið getraunapeninganna. Hann
umgekkst peningana kæruleysis-
lega og gleymdi stöðugt að milli-
Keith vantaði peninga, skipti hann
ávisun á kránni.
Bankastjórinn var sá, sem ég
hataði mest. Mér fannst hann algjör
broddborgari. Dag einn ákvað ég að
sýna honum, hvar Davíð keypti
ölið, og ég ákvað að halda
stórkostlega veislu til heiðurs
honum. Ég ætlaði að sýna honum í
tvo heimana. Ég ætlaði að fylla
hann, koma honum til við mig, gera
hann að fífli á einhvern hátt. Ég var
mjög kvikindisleg.
vín bleiklitað. Ég varð að hafa allt
fullkomið, þó ég hataði þetta fólk
innst inni. /
Ég var klædd ótrúlega fallegpm,
svörtum flauelskjól en skreytti mig
ódýrum perlum frá Woolworths. Ég
gerði það af ásettu ráði, til þess að
sjá hvort bankastjórinn gæti séð
muninn.
Ég keypti meira að segja
framleiðsluborð á hjólum, svo ég
gæti fullkomnað hlutverkið með því
að þjóna honum persónulega. Ég
versta
færa, þegar hann hafði eytt
einhverju.
Þetta var fáránlegt. Við áttum
enn eftir rúmlega 100.000 pund, og
samt vorum við stöðugt ónáðuð af
bankastjórum, lögfræðingum og af
forráðamönnum getraunanna,
sem voru farnir að hafa áhyggjur af
hinu slæma orði, sem við vorum að
fá á okkur. Þetta voru okkar
peningar, en samt lét bankinn Keith
finnast hann í órétti að eyða þeim.
Meinið var, að þar eð við vorum
venjulegt fólk frá námuþorpi í
Yorkshire, ætlaði þetta fólk að
stjórna lífi okkar. Keith fékk stór
eyðublöð frá skattayfirvöldunum,
en hann bara brenndi þau. Ég sá
hann heldur aldrei opna yfirlit frá
bankanum. Forráðamenn getraun-
anna sögðu sífellt við mig; ,,Þér
verðið að sjá til þess, að hann fari i
bankann, frú Nicholson”. En þegar
BLEIKT KAMPAVlN OG
GRÆNIR LlKJÖRAR - REIKN-
INGURINN VARÐ 1.900 PUND.
Veislan varð öll eins og lygasaga
— hin fræga veisla min með öllu
,,fína fólkinu”. Enginn af okkar
gömlu vinum kom, eða nokkur úr
fjölskyldu okkar. Bara bankastjór-
inn, lögfræðingurinn, fólk frá
Littlewoods, hinir svokölluðu fínu,
nýju vinir okkar.
Þetta varð sem drottningardans-
leikur! Ég eyddi 700 pundum bara í
mismunandi víntegundir — Green
Goddesses og vintegundir, sem ég
hafði aldrei fyrr heyrt nefndar.
Afgangurinn af vínreikningnum
hljóðaði upp á 1.200 pund og ég
eyddi 180 pundum i mat. Ég gerði
mér það ómak að spyrjast fyrir um.
hvernig hægt væri að gera kampa-
snerist í kringum hann allt kvöldið,
var eins elskuleg og aðlaðandi við
hann, sem mér framast var unnt.
En ég hlýt að hafa ofleikið, því
Keith var alltaf að reyna að draga
mig frá honum.
Ég sá til þess. að hann hefði
aldrei tómt glas og hugsaði með
mér: ,.Á hverri stundu verður hann
ofurölvi og gerir sjálfan sig að fífli,
og þó verð ég ánægð og allt verður
þetta peninganna og fyrirhafnar-
innar virði”.
En vitið þið bara hvað, hann stóð
sig alveg með prýði. Ég ætlaðist að
minnsta kosti til, að hann hellti
ofan á sig, — en því var nú ekki að
heilsa. Þetta var hlægilegt, ég hafði
ætlað að kenna honum lexíu. en það
var hann sem kenndi mér! Allir
höguðu sér, eins og best varð á
kosið.
Yfirleitt, þegar við höfðum haldið
21. TBL. VIKAN 39
Mánuðum saman eftir dauða Keiths
langaði mig ekki til að lifa lengur.
En börnin þörfnuðust mín enn sem
fyrr. Hér erum við saman, talið frá
vinstri: Howard, Stuart (fósturson-
ur minn), Susan, Stephen og
Timmy.
Besta stundin
Við Keith nutum þess að gefa
börnunum okkar ný leikföng og föt
— til þess voru peningarnir. En
þegar Keith lenti í bilslysi á þessum
vegi (sjó neðri mynd) — virtist allt
— líka peningarnir og það, sem þeir
gátu veitt, tilgangslaust.