Vikan - 26.05.1977, Page 42
H
Þegar við vorum komnar að
innkeyrslunni heima, sagði ég: ,,ö,
Keith er kominn — það eru margir
bilar hér fyrir utan. Sennilega er
bara drykkjuveisla.”
„Sjáðu, þarna er lögreglubíll”,
sagði mamma Keiths. Ég varð enn
meira undrandi, þegar Florrie
Baxter, þjónustustúlkan okkar,
opnaði dyrnar, því undir venjuleg-
um kringumstæðum hefði hún átt
að vera löngu farin heim.
ÞEGAR GEOFF SNERI SÉR
AÐ MÉR, SÁ ÉG, AÐ HANN
HAFÐI VERIÐ AÐ GRÁTA.
,,Er allt í lagi með þig?” spurði
hún.
„Ég lenti bara í smáárekstri,”
sagði ég.
„Það getur ekki verið!” Skyndi-
lega varð hún föl og einkennileg.
Geoff stóð inni í stofu og sneri baki
við mér.
„Því ertu ekki enn farinn heim
með Florrie?” hrópaði ég.
Hann sneri sér við. Andlit hans
var rauðleitt, og ég gerði mér ljóst,
að hann hafði verið að gráta.
„Það er lögreglubill i innkeyrsl-
unni,” sagði ég. „Var reynt að
brjótast inn hérna eða eitthvað
álíka?”
„Nei, nei, nei,” sagði Florrie og
byrjaði að gráta lika. Fjórir
lögregluþjónar komu út úr eldhús-
inu. Svo kom nágranni okkar. Mér
fannst furðu mikið um að vera á
heimilinu klukkan þrjú að nóttu til!
Enn datt mér ekkert í hug. Þá kom
læknirinn inn. Hann bjó við sömu
götu.
„Halló, halló, gakktu í bæinn,”
sagði ég. Ég leit á fólkið þarna inni,
ringluð á svip, og beið eftir
útskýringu. Harry, lögregluþjónn,
bað mig að fá mér sæti.
Ég neitaði þvi. „Segið mér, hvað
gengur á.!”
Þá byrjaði lögregluþjónninn að
gráta! Læknirinn ýtti mér niður í
stól og sagði: „Hlustaðu nú... það
er Keith... vertu róleg, leyfðu mér
að segja þér þetta í rólegheitum”.
„Já, hvað um hann?” sagði ég,
en ég dofnaði öll upp, líkami minn,
fingur mínir, hendur mínar.
Þá sagði Harry: „Nei, þetta er
skylda mín, og ég skal sjá um
þetta," og hann snökti og snökti.
„Viv”, sagði hann. „Það er
Keith, hann lenti í bílslysi.”
„Hers vegna sagðirðu það ekki
strax? Farið þá með mig til hans.”
„Ekki í nótt, ekki í fyrramálið...”
Og svo ruddi hann út úr sér: „Hann
er dáinn”.
Það fór allt að ganga á
afturfótunum hjá mér eftir dauða
Keiths. Ég var óhuggandi. Ég sneri
mér að flöskunni, byrjaði á sérríi og
léttum vintegundum og fór síðan i
sterkara. Ég var í hræðilegu
ásigkomulagi, og skjálftinn vildi
ekki hverfa úr likama mínum. Ég er
mjög trúuð, og ég reyndi hvað ég
gat að gera gott úr öllu. Ég reyndi
að miðla öðrum, en frá því við
hlutum vinninginn hafði ekkert
gengið nógu vel. Ég spurði guð í
sífellu, hvers vegna hann hefði tekið
Keith.
Það er skrýtið, en Keith hafði eitt
sinn sagt við mig i gamni: „Ef ég
dey á undan þér Goldie, þá sit ég á
garðveggnum og bíð þin.”
„Nei, biddu mín heldur hjá
rólunum”, sagði ég. Þetta var
kjánalegt tal, en svona hluti segir
fólk, þegar það er ástfangið. Þegar
fólk elskast af lífi og sól, er engin
leið að flýja hvort annað, ekki einu
sinni með dauðanum.
Guð hafði gefið okkur svo mikið.
Ég trúði því, að það væri vilji hans,
að við ynnum í getraununum, og
vissi, að það hlyti að vera ástæða
fyrir því, að hann hefði tekið Keith.
Ég braut heilann um þetta í marga
mánuði, og loks taldi ég mig hafa
skilið þetta.
Sjáið til, eins og við eyddum
peningunum, hlutum við að verða
fátæk aftur. Keith hafði skammast
sín fyrir að hætta að vinna í
námunni, en niðurlægingin yfir að
þurfa að fara að vinna þar aftur
hefði orðið honum um megn. Ég
held, að guð hafi látið hann deyja til
að komast hjá þeirri þjáningu, sem
því hefði fylgt.
ÉG HAFÐI GEFIÐ STUART
MÓÐURÁST, EN FLEYGT
HONUM SVO FRÁ MÉR.
Eftir dauða Keiths breyttist allt
gott í illt. Ég gat ekki einu sinni
horft á börnin mín í sex eða sjö
mánuði. Geoff bróðir minn annaðist
þau, meðan ég grét, drakk og grét.
Það er hræðilegt að fleygja sínum
eigin börnum frá sér. Ég lokaði
meira að segja Stuart litla út úr lifi |
mínu.
Það var um jólaleytið, sem ég lét
mömmu fá hann til að annast hann.
Mig hafði langað svo til að gera
mikið fyrir þetta bam, þegar ég
ættleiddi hann. En þegar Keith dó,
virtist allt svo kjánalegt og
tilgangslaust.
Ég get enn heyrt grátandi rödd I
Stúarts litla, þegar ég skildi hann
eftir hjá mömmu: „Mamma,
marnma.” Hann kallaði mig
mömmu, og í raun og veru var hann
sem mitt eigið barn. Hann vildi
hvorki borða né sofa, þráði mig og
heimili sitt.
Hann hélt því stöðugt fram, að
hann sæi mann standa við rúmgafl
sinn. Þegar hann lýsti manninum,
var það fullkomin lýsing á Keith.
Það var þá, sem ég kom vitinu
fyrir sjálfa mig. Ég hafði veitt
honum ást móður og síðan yfirgefið
hann. Ég skammaðist mín. Hann
var þriggja ára, þegar ég tók hann
aftur.
„Þú verður að hressa þig við,
Viv,” sagði Geoff við mig. „Þú
gerir sjálfri þér verst.”
Ég gerði tilraun til að byrja að
lifa lífinu aftur, fara út og hitta fólk.
Ég átti minar góðu og slæmu
stundir aftur, en ég vissi, að ég
fyndi aldrei mann, sem jafnaðist á
við Keith. . , ..
Framhald í næsta blaöi.
Innan skamms mun Gamla bíó
sýna myndina „Ludwig," sem er
Itölsk-frönsk-þýsk framleiösla og
byggö á sögu Lúðvíks II. konungs
af Bæjaralandi.
Lúövlk II. var síðasti einvaldi kon-
ungur Bæjaralandsog kom til valda
áriö 1864, aöeins 19 ára aö aldri.
Þá var Lúðvík hár og grannur,
myndarlegur maður, sem líktist
helst Appollo eða einhverjum
öörum fornum guöi. Þegar Lúövlk
var 41 árs var honum vikiö frá
völdum, þvl hann var þá talinn
óhæfur til þess aö stjórna rlkinu,
enda oröinn brjálaöur. Þá haföi
hann misst tennurnar og var
oröinn líkamlega hrumur. Hár
hans var tekiö að þynnast mjög og
andlitiö mótaö af óhollum lifn-
aöarháttum. Eitt þaö merkilegasta
í llfi Lúövíks er svo samband hans
við tónskáldið mikla, Richard
Wagner. Eitt fyrsta verk Lúövíks
sem konungs var að senda mann
til þess að finna tónskáldiö og
bjóöa þvi aö dvelja viö hiröina.
IWagner var þá 51 árs. Hann var á
flótta undan lánadrottnum ( V(n
og Zúrich og hafði leitaö hælis (
Stuttgart, þegar honum barst boð
konungsins. Þegar Wagner kom
til Munchen, hitti hann konunginn
( fyrsta skipti, og þeir töluöust þá
viö í fjórar klukkustundir. Tón-
skáldiö varð þess fullvisst, að
Lúðvlk væri hans maöur, og hinir
erfiöu tímar væru á enda. Þaö
: reyndist l(ka rétt, því aö Lúövfk
gerði allt, sem hann gat, til þess
aö Wagner liði sem best. Blööin
skrifuöu um þetta makalausa
samband konungsins og tón-
skáldsins, og Lúðvík varö æfa-
reiður. Hann skrifaði Wagner:
I ,,....nærsýnir, vesælir aumingjar
— Þeir hafa ekki hugmynd um ást
okkar. Þeir vita ekki, hvers virði
hún er mér, sú ást, sem ein er mér
gefin og mun endast mér fram (
dauðann. Ég elskaöi þig, áður en
ég sá þig. Með ódauðlegri ást, L."
Síðar rofnaöi samband þeirra
vegna Cosimu Von Bulow, sem
Wagner átti vingott viö, og tón-
skáldið fór frá hiröinni. Þótt
Lúövík væri sorgmæddur, trúði
hann því, að þetta væri aöeins
i tlmabundið ástand. Hann gaf
Wagner „Triebschen," glæsilegt
sumarhús f Sviss. Á kostnaö
Lúðvíks lét Cosima lagfæra húsiö,
og þar haföi tónskáldið s(ðan
dálitla hirö út af fyrir sig.
Wagner þáði stööugt fé af
42VIKAN 21. TBL.