Vikan


Vikan - 26.05.1977, Qupperneq 46

Vikan - 26.05.1977, Qupperneq 46
Frú Williard J. Peters hafði eiginlega engan áhuga ó Hellas, og á Delfi hafði hún yfirleitt alls enga skoðun. Frú Peters féll ólíkt betur að dveljast í París, London og á Rivierunni. Hún elskaði hótel, en hún gerði þær kröfur, að þar væru teppi út í horn, stór rúm, mild lýsing, glæsilég baðherbergi og síðast, en ekki síst, simi á náttborðinu. Hótelið í Delfi bauð ekki upp ó neinn þessara kosta. Það var fagurt útsýni úr glugganum, rúmfötin voru hrein og herbergið hvítt og nýkalkað. Inni var einn stóll, borð með þvottaskál og kommóða. Eina baðherbergið ó hótelinu var í forstofunni, og það varð að panta með fyrirvara. Frú Peters fannst, að skemmti- legt gæti verið að segja vinum og kunningjum frá því, að hún hefði komið til Delfi, og þess vegna reyndi hún að beina athyglinni að grískri sögu og sígildri grrískri list. En í rauninni var hún hér vegna Willards sonar síns. Hans vegna bjó hún í þessu hálfkalda og óþægilega herbergi og varð að þola önuga þjónustustúlku og vægast sagt óþolandi bílstjóra, sem var til þjónustu reiðubúinn með leigubíl sinn standandi fyrir utan hótelið. Willard var einkabarn frú Peters. Hann var átján ára, og hún dýrkaði hann. Það var hann, sem hafði þessa undarlegu aðdáun á lista- verkum liðinna alda. Þessi granni, magaveiki og sjóndaufi drengur átti sökina á þessu ferðalagi þeirra hingað og það meira að segja utan hins venjulega ferðamannatíma. Hann hafði dregið móður sina hingað, hann Willard. Þau höfðu verið i Ölympíu, og þar hafði frú Peters leiðst alveg skelfi- lega. Hún hafði kunnað vel við sig í Parthenon, en Aþena var vonlaus borg að hennar dómi. Ferðin til Korintu og Mykenu hafði verið hreint kvalræði bæði fyir hana og bílstjórann. Og Delfi var sannarlega síðasta sort. Bókstaflega ekkert þar að gera annað en að þvælast um og skoða gamlar rústir. Willard gat legið tímunum saman á fjórum fótum og rannsakað fomgrískar áletranir, og af og til hrópaði hann: — Mamma, þetta verðurðu að heyra! Er þetta ekki stórkostlegt! Einn morguninn fór Willard snemma á fætur, hann ætlaði að rannsaka frægt býsanskt mósaik- gólf. Frú Peters hafði það á tilfinn- ingunni, að býsönsk mósaík væri drepleiðinleg og bað hann að hafa sig afsakaða. Þegar hún kom niður í borðsali- inn, var hann næstum mannlaus. Þar voru aðeins fjórar persónur, mæðgur, sem rökræddu um dans, feitur, miðaldra herra, sem hafði hjálpað frú Peters með töskumar á stöðinni, og sköllóttur herramaður, sem hafði komið kvöldið áður. Herrann, sem hafði hjólpað henni, hét Thompson, en hann var ekki sérlega skrafhreifinn, og þess vegna snéri hún sér að nýkomna herran- um. Frú Peters var vingjamleg kona, sem átti auðvelt með að blanda geði við fólk. Það kom í ljós, að sá nýkomni var reglulega þægilegur og viðræðugóður. Hann átti í fómm sínum skemmtilegar frásögur og upplýsingar um grikki og lifnaðarvenjur þeirra, og frú Peters fékk nú allt aðra mynd af Hellas, en hún hafði haft. Þetta var annað en þurrar staðreyndir mann- kynssögunnar. Auðvitað sagði frú Peters hinum nýja vini sínum frá Willard og áhuga hans á grískri menningu. Það var eitthvað við þennan mann, hann var alúðlegur, og það var auðvelt og þægilegt að tala við hann. Það kom samt ekki til þess, að hann kynnti sig, og frú Peters tókst ekki að komast að því, hvað hann starfaði né hvaðan hann kæmi. Það kom fram, að hann væri á ferðalagi til að hvílast frá viðskiptum sínum. Hverskonar viðskiptum? spurði frú Peters, en það vildi hann ekki ræða. Dagurinn var fljótari að líða en frú Peters hafði búist við. Hinir gestimir á hótelinu, sérstaklega herra Thompson, vom alltaf á næstu grösum við þau. Þau rákust á hann fyrir utan safnið, en hann snéri sér undan og lést ekki sjó þau. Vinur frú Peters horfði hugsandi ó eftir honum. — Hver skyldi þetta vera? sagði hann, eins og við sjálfan sig frekar en hana. Frú Peters gat sagt honum nafn hans, en ekkert meira. Seinnihluta dagsins lét frú Peters fara vel um sig í skuggsælum garði. Bókin, sem hún tók með sér, var ekki um gríska menningu, heldur dásamleg sakamálasaga, þar sem fjögur morð vom framin. Mikið var gott, að sonur hennar var hvergi nærri. Klukkan fjögur kom hún aftur til hótelsins og var þó viss um, að sonur sinn væri löngu kominn til baka. Það var svo íjarri henni að eiga von á nokkrom óþægindum, að hún gleymdi næstum þvi að opna bréf, sem dyravörðurinn fékk henni. Ókunnugur maður hafði komið með það fyrri hluta dagsins. Þetta var sérstaklega sóðalegt bréf. Hún opnaði það með hálfum hug og fór að lesa. Hún hafði varla lesið nema tvær línur, þá varð hún náföl og tók um ennið á sér. Skriftin var ókunnugleg, en bréfið var skrífað á ensku, sem betur fer. Skjálfandi las hún: „Frú, Hér með tilkynni ég yður, að sonur yðar hefur verið tekinn til fanga og við höldum' honum á ókunnum stað. Ekkert illt mun henda hann, ef þér farið að fyrirmælum okkar. Við krefjumst tíu þúsund enskra punda í lausnar- gjald fyrir hann.Ef þér nefnið þetta við hótelstjórann, lögregluna eða nokkum annan, mun sonur yðar verða myrtur. Þetta skuluð þér hugleiða vandlega. Á morgun munið þér fá nánarí fyrirmæli um, hvemig gjaldið verði greitt. Ef þér hlýðið ekki, munum við skera eym sonar yðar af honum og senda yður. Ef þér þverskallist enn, verður hann drepinn. Þetta em ekki innantómar hótanir. Kyria, hugsaðu málið og fyrsta boðorðið er: Vertu þögul sem gröfin. Demetrios Svartskeggur” Það væri kjánalegt að reyna að lýsa tilfinningum aumingja frú Peters eftir lestur þessa bréfs. Bréfið var kannski bamalegt og tilgerðarlegt, en henni var ljóst, að það var alvara að baki hvers einasta orðs. Það fyrsta, sem henni datt í hug, var að fara samstundis til lögregl- unnar. Hún ætlaði að setja himinn og jörð á annan endann! Eða — kannski ekki. Því að þá myndi.... Það setti að henni hroll. Að lokum tók hún ó sig rögg og fór niður til að tala við hótelstjór- ann. Hann var sá eini á hótelinu, sem gat talað ensku. — Það er orðið nokkuð framorðið, sagði hún varfærin. — Sonur minn hefur enn ekki komið til baka. Litli maðurinn brosti. — Rétt, alveg rétt. Herrann sendi asnana til baka. Hann vildi koma gangandi. Hann ætti að koma fljótlega. — Segið mér, sagði frú Peters og dró djúpt andann, — er eitthvað um skuggalegar persónur hér í ná- grenninu? Litli maðurínn skildi hana ekki. Frú Peters skýrði nánar, hvað hún ætti við, og hótelstjórinn fullvissaði hana um, að hér byggi einungis heiðarlegt fólk, friðsamt og vant að virðingu sinni og vinsamlegt við útlendinga. Hún brann í skinninu að trúa honum fyrir vandamáli sinu, en tókst að þegja. Þessi hræðilega hótun gerði hana mállausa. Kannski var þetta bara gabb. En ef svo væri nú ekki? Henni fannst hún vera að verða vitlaus. Hvað átti hún að gera? Tíu þúsund pund — hvað var það i samanburði við líf og öryggi Smásaga eftir Agöthu Christie Véfréttin í Delfí Það er sannarlega óvenjulegt að rekast á smásögu án morðs eftir Agöthu Christie. Reyndar er mannrán í þessari sögu — en kímnin er aðall sögunnar og hinn sérstæði hæfileiki skáldkonunnar að skrifa um vissar manngerðir. 46VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.