Vikan


Vikan - 26.05.1977, Page 47

Vikan - 26.05.1977, Page 47
Willards? En hvaðan átti hún að fá peningana? Það voru dæmalausir erfiðleikar í sambandi við yfir- færslur, meira að segja í sambandi við smáupphæðir. Myndu þeir bíða? Það var hringt til kvöldverðar, og vesalings konan fór niður í borðsal- inn. Hún borðaði hugsunarlaust, án þess að líta í kringum sig. Þegar hún var að borða eftirrétt- inn, lagði þjónninn bréf á borðið hjá henni. Þar stóð bara þetta: ,,Það er ekki lengur hægt að spyrja véfréttina í Delfi. En það er hægt að ráðfæra sig við herra Parker Pyne”. Auk þess fann hún blaðaúr- klippu, sem fest var við bréfið með bréfaklemmu og passamynd. Þessi mynd var af sköllótta vininum hennar. Frú Peters las blaðaúrklippuna tvívegis. Þetta var smáauglýsing: „Eruð þér hamingjusamur? Ef ekki, hafið þá samband við hr. Parker Pyne, ráðgjafa.” Hamingjusöm? Hamingjusöm? Hafði nokkur lifað meiri ógæfu? Þetta var eins og sending af himnum. Með skjálfandi höndum og titrandi af ákafa fann hún pappir og penna og skrifaði svar: „Verið svo góður að hjálpa mér. Viljið þér hitta mig fyrir utan hótelið eftir tíu mínútur?” Hún stakk bréfinu í umslag og bað þjóninn að fara með það til herrans, sem sæti við borðið við gluggann. Tíu mínútum siðar klæddi frú Peters sig í pelsinn — það var svalt úti — og gekk út úr hótelinu. Hr. Parker Pyne stóð fyrir utan og beið hennar. — Mikii blessum, að þér skuluð vera hér, sagði frú Peters, henni var mikið niðri fyrir. — En hvemig gátuð þér vitað, að ég ætti viB ægilegt vandamál að striða? — Eg sá það á andUti yðar, kæra frú, sagði hr. Parker Pyne þýðlága. — Eg áttaði mig strax á þvi, aB eitthvað hafði komið fyrir, en hvaB það er, verðið þér að segja mér. Og það gerði hún — orðin bókstaflega flæddu af vörum henn- ar, aUt þetta skelfilega, sem gerst hafði síðustu stundjmar. Hún lét hann hafa bréfið, og hann skoðaði það gaumgæfilega við skinið frá vasaljósinu sinu. — En hvað á ég svo eiginlega að gera? snökti frú Peters. — Biða þangað til á morgun, sagði hr. Parker Pyne. — Það er að segja, ef þér viljið þá ekki fara strax til lögreglunnar. Frú Petera greip fram i fyrir honum með angistarópi. Ef hún færi til lögreglunnar, yrði hennar ástkæri Willard myrtur. — En haldið þér, að þér getið náð Frú Peters er amerisk ekkja, sem ferðast um Evrópu með 18 ára son sinn, úttroðið peningaveski og menningarsnobbið í algleymingi. Og svo einn daginn fær hún bréf: ,,.. .Sonur yðarhefurverið tekinn til fanga... krefjumst tiu þúsund enskra punda fyrir hann...” Willard fyrir mig, án þess að hann verði fyrir skaða? — Það er enginn vafi á þvi, frú, sagði hr. Parker Pyne stillilega. — Það er bara spurningin, hvort við náum honum, án þess að punga út með tiu þúsund pund. — Mér er sama um allt nema drenginn minn. — Auðvitað, sagði hr. Parker Pyne. — Hver var það annars, sem bar þér hótunarbréfið? — Einhver maður, sem hótel- stjórinn kannaðist ekkert við. Dkunnugur maður. — Aha! Það gefur vissa mögu- leika. Það er hægt að njósna um tnanninn, sem kemur með næsta bréf. Hafið þér nokkuð talað um fjarveru sonar yðar við hótelstjór- ann? — Ekki beinlínis. ■— Látum okkur sjá, sagði hr. Parker Pyne hugsandi. — Ég held, að það saki ekki, þó að þér látið í ljósi áhyggjur. Það mætti jafnvel senda af stað leitarflokk. — En haldið þér þá ekki, að ofbeldismennirnir.... — Nei, nei. Meðan ekki er sagt frá mannráni eða lausnargjaldi. geta þeir ekkert sagt. Það er nú varla hægt að búast við þvi, að þér sitjið með hendur í skauti, þegar sonur yðar er skyndilega horfinn. — Get ég þá lagt málið i yðar hendur? — Kæra frú, þetta er atvinna mín, sagði hr. Parker Pyne. Hann tók undir handlegginn á henni og leiddi hana fullur tiUits- semi að hótelinu aftur. En þegar þau gengu upp tröppumar, munaði minnstu, að feitlaginn maður á leið út hlypi þau um koU. — Hver var þetta? spurði hr. Parker Pyne snöggt. — Ég held, að það hafi verið hr. Thompson. — Svo já, sagði hr. Parker Pyne hugsandi. — Jæja, já hr. Thomp- son? Thompson — humm.... Frú Peters var fuU trúnaðar- trausts og bjartsýni, þegar hún tók á sig náðir. Hún var ánægð með ráðagerðir hr. Parkers Pyne. Sá, sem afhenti bréfið, hlyti að vera í sambandi við ræningjana, jafnvel í slagtogi með þeim. Því varð að njósna um viðkomandi. Frú Peters svaf vel um nóttina. Þegar hún var að klæða sig morguninn eftir, veitti hún því athygli, að eitthvað lá á gólfinu við gluggann. Bréf! Hún saup hveljur af skelfingu. Þetta skituga umsiag, þessi andstyggilega skrift. Hún las: „Góðan daginn, frú. Hafiðþér nú hugsað málið? Syni yðar líður vel — enn sem komið er! En við verðum að fá peningana. Það er kannski ekki auðvelt fyrir yður að útvega svo mikið fé, en okkur er tjáð. að þér 21. TBL.VIKAN 47

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.