Vikan


Vikan - 26.05.1977, Qupperneq 48

Vikan - 26.05.1977, Qupperneq 48
séuð með mjög verðmætt demants- hálsmen meðferðis. Dýrðlega gim- steina. Við tökum gjarna demanta i staðinn fyrir peninga. Hér eru fyrirmæli tii yðar: Farið til iþrótta- miðstöðvarinnar og hafið hálsmenið með yður. Þaðan getið þér séð tré, sem stendur við stóran klett. Farið þangað. Það verður fylgst með yður eða sendimanni yðar, og aðeins ein manneskja má koma. Syni yðar verður sleppt í skiptum fyrir hálsmenið. Þetta verður að gerast klukkan sex árdegis, rétt eftir sólaruppkomu. Ef þér sendið lög- regluna á hæla okkar, mun sonur yðar verða myrtur, áður en hann yfirgefur landið. Þetta eru okkar síðustu orð. Með virðingu, Demetrios”. Frú Peters hraðaði sér á fund hr. Parkers Pyne. Hann las bréfið með athygli. — Er það satt, sem hér stendur, spurði hann — að þér eigið demantshálsmen? — Vissulega! Maðurinn minn greiddi hundrað þúsund dollara fyrir það. — Kæra frú Peters, þér viljið nú líklega komast hjá því að greiða ræningjunum lausnargjaldið, eða hvað? Yður gest nú varla að tilhugsuninni að þurfa að afhenda þessum bófum demantshálsmenið yðar? — Nei, þegarþér segiðþað, þá.... 0, mikið skyldi ég njóta þess að hefna mín! Þegar ég hefi fengið drenginn minn til mín aftur, siga ég svo sannarlega lögreglunni ó þá! Ef nauðsyn krefur, panta ég brynvar- inn bii til að flytja okkur Willard úr landi. Frú Peters var í töluverðu uppnámi. — Já, sagði hr. Parker Pyne, við verðum að reikna með, að ræningj- amir séu viðbúnir einhverju sliku. Þeir vita vel, að um leið og þér fáið Willard aftur tii yðar, munið þér setja himin og jörð á annan endann til að ná yður niður á þeim. Þeir eru því sennilega við ýmsu búnir, þessir skúrkar. — Já en, hvað er þá til bragðs að taka? Hr. Parker Pyne brosti drýginda- lega. — Ég ætla að leggja svolitla giidru, sagði hann. Hann leit íbygginn í kringum sig. Borðsalur- inn var mannlaus. — Takið nú eftir, frú, sagði hr. Parker Pyne. — Ég á góðan vin í Aþenu. Hann er gullsmiður og er reyndar sérfræðingur í að faisa demanta — fyrsta flokks vinna að sjálfsögðu. Hann laut nær henni og hvíslaði: — Ég get hringt til hans núna á stundinni. Hann gæti komið hingað í kvöld með steina. Hvað segið þér? — Þér meinið með öðrum orðum, að.... — Að hann geti gert eftirlíkingu af yðar meni. Þér skiljið? Er ekki allt í lagi? — Þetta er það sniðugasta, sem ég hefi lengi heyrt! Frú Peters var full aðdáunar. — Uss, hafið ekki hátt. Viljið þér gera mér greiða? — Að sjálfsögðu. — Gætið þess, að enginn komi nálægt símanum, meðan ég hringi í vin minn. Það var bara einn sími á hótelinu, og hann var á skrifstofu hótelstjór- ans. Hótelstjórinn aðstoðaði hr. Parker Pyne við að fá samband og yfirgaf svo skrifstofuna. Frú Peters var á vakt frammi á ganginum. — Ég er bara að doka við eftir hr. Parker Pyne, sagði hún við hótelstjórann til skýringar. — Við ætlum að fá okkur göngu saman á eftir. Hr. Thompson var líka í anddyr- inu. Alveg óvænt hóf hann ákafar samræður við hótelstjórann. Var hægt að taka hús á leigu? — Ja, það er eitt, sem er i eigu ameriskrar frúar. Það er í hinum hluta bæjarins. Einnig er annað, sem enskur listamaður á — það er uppi í klettunum ofan við Iteu. Frú Peters blandaði sér í sam- ræðurnar. Henni lá hátt rómur, og nú talaði hún jafnvel ennþá hærra og skrækar en henni var eðlilegt: — 0, hve yndislegt það væri að eiga hér hús, sagði hún. — Hér er svo frjálst, og óspillt náttúran heillar mann. Hún lét móðann mása, þar til hr. Parker Pyne kom aftur út af skrifstofunni. Hann brosti til henn- ar í viðurkenningarskyni. Allt gekk samkvæmt áætlun. Þegar nokkuð var liðið á kvöld, kom gullsmiðurinn frá Aþenu. Hann kom með áætlunarbíl til að vekja ekki tortryggni. Frú Peters sýndi honum demantana. Hann kinkaði kolli ánægður á svip. — Frúin getur verið alveg róleg, sagði hann. Hann tók upp verkfæri ofr hóf vinnu sina. Frú Peters lét hann einan við verkið. Klukkan ellefu knúði hr. Parker Pyne dyra hjá henni. — Gjörðu svo vel! sagði hann, og rétti henni litinn skinnpung. Hún opnaði hann og leit á innihaldið. — Demantarnir mínir! — Hvað sýnistþér! Littu á, þetta er hálsmenið með fölsuðu stein- unum. Snoturt handbragð, ekki satt? — Ég trúi þessu varla! — Aristopoulos er mjög snjall. — Svo sannarlega virðist manni svo, þetta er að minnsta kosti alveg ótrúlegt, sagði frú Peters og rétti honum menið aftur. — Þér viljið kannski taka að yður að hafa samband við mannræningjana? — Með mestu ánægju. Þér skulið bara taka það rólega, frú. Látið mig alveg um að annast þetta mál. Frú Peters svaf ekki vel um nóttina. Hún fékk skelfilega mar- tröð, þama voru ræningjamir, Willard hennar, brynvarðir bílar, hellar uppi í fjöllunum og skotvopn. Hún var afar fegin, þegar dagaði og tími til kominn að fara á fætur. Hún klæddi sig í flýti og settist svo niður og beið þess með óþreyju, sem koma skyldi. Umsjö leytið varbarið að dyrum. Hún var svo þurr í kverkunum, að hún stundi upp með herkjum. — Kom inn. Dyrnar opnuðust — og hr. Thompson kom inn. Hún starði á hann i forundran og kom ekki upp einu orði. Hún hafði það á tilfinningunni, að eitthvað skelfi- legt hefði átt sér stað. En hr. Thompson var samt algjörlega rólegur og blátt áfram. — Góðan daginn, frú Peters, sagði hann. — Hvernig vogið þér yður! Hvað viljið þér hingað.. — Þér verðið að fyrirgefa þessa óformlegu heimsókn svona snemma morguns, frú, sagði hr. Thompson. — En það er um mikilvægt mál að ræða og þolir enga bið, ef þér skiljið mig? Frú Peters horfði ásakandi á hann. — Svo þér rænduð syni mínum! Það voru þá engir stigamenn i spilinu? — Það voru engir venjulegir ræningjar, satt að segja. Það var ekki mjög sannfærandi þetta með mannræningjana. Heldur viðvan- ingslegt allt saman. Frú Peters hlustaði ekki á hann. — Hvar er sonur minn? spurði hún. — Hann stendur reyndar hér fyrir framan dyrnar, sagði hr. Thompson. — Willard! Dyrnar opnuðust — og þarna stóð Willard, fölur og fár. Frú Peters faðmaði ástkæran son sinn að sér, og hr. Thompson virti þau fyrir sér með vingjarnlegu brosi. Eftir litla stund tók frú Peters á sig rögg og sagði valdsmannslega. — Ég skal láta handtaka yður fýrir tiltækið, sagði hún. — Þér skuluð i fangelsið! — Nei, heyrðu nú mamma, sagði Willard — þú tekur misgrip. Það var þessi herramaður, sem bjargaði mér. — Hvar hefur þú verið? — I húsi í klettunum rétt utan við borgina. — Og, kæra frú, sagði hr. Thompson. — Leyfið mér að afhenda þetta aftur. Hann fékk henni lítinn böggul. Umbúðirnar duttu utan af honum — og þarna var demantshálsmenið. — Þér þurfið ekki að hugsa neitt um skinnpunginn með steinunum, frú Peters, sagði hr. Thompson. — Ekta steinarnir eru ennþá á keðjunni. Steinarnir í pokanum eru eftirliking. Artisopoulos er mjög snjall, eins og vinur yðar komst að orði. — Ég botna hvorki upp né niður i þessu öllu saman, sagði frú Peters örvingluð. — Nú skulum við skýra hlutina ögn, sagði hr. Thompson. — Áhugi minn vaknaði satt að segja, þegar ég heyrði ákveðið nafn nefnt. Ég tók mér bessaleyfi og njósnaði um yður og vin yðar i gær. Ég verð að viðurkenna, að samtal ykkar var einkar óhugavert fró mínum bæjar- dyrum séð. Já, svo áhugavert, að ég fékk hótelstjórann til liðs við mig og bað hann að leggja á minnið símanúmerið, sem hinn vafasami félagi yðar hringdi í, og ég fékk líka þjóninn til að hlera samræður ykkar iborðsalnum. Égsá strax, hvað hér var á seyði. Þér voruð fórnarlamb tveggja mjög slunginna gimsteina- þjófa. Annar höfuðpaurinn bauð yður svo aðstoð sína. — Það er ekki mikið meira um þetta að segja. Maðurinn lætur yður fá poka með fölsuðum demöntum og stingur af með samsærismanni sínum. Sennilega ætluðust þeir til, að þér hélduð, að honum hefði einnig verið rænt. — Hvar eru óþokkarnir núna?, spurði frú Peters. — O, þeir eru komnir á bak við lás og slá. Það só ég um. — ö, þessi svindlari, þessi skúrkur! sagði frú Peters. — Ég blygðast mín svo, þegar ég hugsa til þess, að ég skyldi reiða mig á hann! — Já, svona, takið það rólega, sagði hr. Thompson, — annars var þetta ekki sérlega ánægjulegur maður. — Em ég skil ekki, hvernig þú áttaðir þig á, hvað hér var á ferðinni, sagði Willard fullur aðdá- unar. — Mjög snjallt. Hr. Thompson hristi höfuðið og svaraði af litillæti. — Það er nú svo, þegar maður ferðast undir dulnefni og heyrir svo annan mann nota nafnið sitt, þó fer ekki hjá því, að..... Frú Peters starði á hann alveg steinhissa. — Hver eruð þér eiginlega? spurði hún snögg upp á lagið. — Ég er hr. Parker Pyne, sagði hr. Parker Pyne. * 48VIKAN 21. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.