Vikan


Vikan - 09.06.1977, Blaðsíða 11

Vikan - 09.06.1977, Blaðsíða 11
HEIMAVISTARSKÓLI Við erum hérna tvær stelpur sem langar að spurja þig nokkurra spurninga: 1. Hvað eru margir heimavistar- skólar á íslandi? 2. Er hættulegt að nota Tannpax? 3. Hvað þýðir nafnið Erla Björk? En Margrét? 4. Verður maður að vera með einhverja sérstaka einkunn til að fara á heimavistarskóla? (sko úr gagnfræðaskóla). 5. Hvaða merki fer best við meyju (stelpu) og bogmann (stelpu)? Og ekki síst, hvernig er skriftin og hvað heldurðu að við séum gamlar? (Við höfum aldrei skrifað Póstinum áður og við vonum að bréfið lendi ekki í ruslakörfunni.) Tvær forvitnar 1. Heimavistarskólar á islandi eru fjölmargir og eru til á öllum skólastigum, en þar sem ég reikna helst með að þú sért að ta/a um menntaskóla, þá eru þeir 3, einn á Ísafirði, einn á Akureyri og einn á Laugarvatni. 2. Hvað er Tannpax?? Ef þið eruð aö tala um Tampax, veit ég ekki til að það sé hættu/egt að notaþað. Annarsferþað auðvitaö eftirþvíhvernig þaö er notað, það getur t. d. verið mjög hættulegt að gleypa það... 3. Ég hef bara ekki minnstu hugmynd um hvað Erla Björk þýðir, en Margrét þýðir ,,Perla." 4. Eftirfarandi upplýsingar varð- andi lágmarkseinkunn í framhalds- skó/a fékk Pósturinn hjá Mennta- málaráðuneytinu: Nemandi sem /okið hefur gagnfræöaprófi með einkunninni 4 eða hærra, bæöi í samræmdum- og skólaprófsgrein- um, hefur /eyfi til að hefja nám viö framhaldsskóla. Eftirfarandi frávik eru þó heimil: A. Einkunnin 3 i tveimur samræmdum greinum, en eingin skólaeinkunn lægri en 4. B. Einkunnin 3 í samræmdum greinum og ein skólaeinkunn lægri en 4. C. Engin einkunn i samræmdum greinum lægri en 4, en tvær skólaeinkunnir lægri en 4. 5. Nautið eða steingeitin passa best við meyjarstelpu, en hrútur- inn eða krabbinn við bogmanns- stelpu. Skriftin er heldur ósnyrtileg og mikið vantar á stafsetningarkunn- áttuna. Þið eruð ungar að árum. Pennavinir Guðrún Gísladóttir, Só/vö/lum 19, Akureyri og Hafdís Vigfúsdóttir, Fjólugötu 13, Akureyri, óska eftir að skrifast á við stúlkur og pilta á aldrinum 11-13 ára. Æskilegt að mynd fylgi fyrsta bréfi. Þær svara öllum bréfum. Jónina K. Sigurðardóttir, Brekku- götu 44, Þingeyri, Dýrafirði, óskar eftir bréfaviðskiptum við stráka og stelpur á aldrinum 10-12 ára. Va/borg Halldóra Gestsdóttir, Fjarðargötu 64, Þingeyri, Dýra- firði, óskar eftir pennavinum á aldrinum 10-12ára. Er sjálf 10ára. Þurlður Andrésdóttir, Brekkugötu 22, Þingeyri, Dýrafirði, óskar eftir pennavinum á aldrinum 10-12 ára. Er sjálf að verða 10 ára. Sigrún Sigurðardóttir, Brekku- götu 44, Þingeyri, Dýrafirði, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 8-10 ára. Sigrún er sjálf 8 ára og svarar öllum bréfum. Bjarney Úlafsdóttir, Heiðarvegi 41, Vestmannaeyjum, óskar eftir bréfaskiptum við strák á aldrinum 13-14 ára. Helstu áhugamál eru diskótek, popptónlist og strákar. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Kristin Harðardóttir, Lyngási, Biskupstungum, Árnessýs/u, ósk- ar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 12-14 ára. Svarar öllum bréfum. Kristín Sigursteinsdóttir, Hraun- túni 9, Vestmannaeyjum, óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 13-14 ára. Áhugamál eru íþróttir, hestar, diskótek, popptónlist og strákar. Mynd fylgi fyrsta bréfi, ef hægt er. Guðbjörg Grétarsdóttir, Boðaslóð 13, Vestmannaeyjum, óskar eftir að skrifast á við stráka á aldrinum 13-14 ára. Hún er sjálf 13 ára. Helstu áhugamál eru hestar, strákar, popptónlist og diskótek. Mynd fylgi fyrsta bréfi. Fullar verzlanir af nýjum stórglæsilegum sumarfatnaði TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS %SfrKARNABÆR AUSTURSTRÆfr 22 LAUGAVt G ;>t> LAUGAVEG 20a Simi Ira sh.ptihorð. 2B1SS 23. TBL.VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.