Vikan - 09.06.1977, Blaðsíða 48
OLiUBORIN PRINSESSA
Kæri draumráðandi!
Mig langartil að biðja þig um að
ráða þennan draum fyrir mig. Á
jólanótt dreymdi mig að ég væri
orðin prinsessa og jólatréð stóð
úti í horni, eins og heima. Kom þá
maður með pakka, sem var
merkturtil mín, frá sumri og síðan
kom hann með annan pakka, sem
var merktur til mín, frá vetri og að
lokum kom hann með pakka frá
sér, en ég man ekki hvað
maðurinn hét. Ég tók pakkana
ekki upp. Svo átti að láta mig
verða að heilagri prinsessu og var
þá sett einhver olía með fiski á
mig. Hlakkaði ég mjög mikið til að
sjá inn í herbergi mitt og var að
opna hurðina að því, þegar ég
vaknaði og draumurinn varð ekki
lengri.
S.G.
Þú munt eignast nýjan og
traustan vin á næstunni, ef þú ert
þá ekki nú þegar búin að kynnast
honum. Einnig muntu fá gjöf, sem
kemurþér mjög á óvart. Þú verður
fyrir happi í ástamá/um eða
atvinnumálum og mun mikil
heppni fytgja þér i framkvæmd-
um. Olian boðar hins vegar
einhvers konar undirferli.
Á DANSLEIK O. FL.
Kæri draumráðandi!
Ég vil biðja þig að ráða fyrir mig
eftirfarandi draum, ef þú heldur að
hann tákni eitthvað. Mig dreymdi
að ég væri stödd á balli. Með mér
var vinkona mín og hittum við tvo
stráka, sem hún virtist þekkja, en
ég hafði aldrei séð þá áður. Þeir
voru ferlega hallærislegir, sérstak-
lega annar þeirra, en hann var
alltaf að reyna við mig. Svo fannst
mér ballið vera búið og við vorum
öll komin á Hallærisplanið. Þar
voru einhverjir leiðinlegir krakkar
og voru þau öll að gera at í mér.
,,Þú ert blindfull," öskruðu allir og
bentu á mig. En ég var gráti næst
því mér þótti þetta svo leiðinlegt.
Mig
dreymdi
(i sannleika sagt, bragða ég aldrei
áfengi.) Allt í einu fannst mér vera
komið stórt og fallegt hótel þar
sem Hótel Vík er, og hugsaði ég
með mér, að nú færi ég þangað
inn og hringdi heim til mín og léti
sækja mig. Þegar ég kom inn á
hótelið, kom ég fyrst í stóran sal
sem var allur í speglum. i loftinu
hengu kristalsljósakrónur í tugatali
og voru þykk Ijósrauð teppi á öllu
gólfinu. Þegar ég ætlaði að biðja
um að fá að hringja þarna kom ég
ekki upp nokkru hljóði og þá
vaknaði ég.
Með þakklæti fyrir birtinguna,
Sóley B.
Þú munt veröa fyrir óvæntu
happi, og ekki er ólíklegt að þú
farir í /angt ferðalag. Barnsfæðing
mun verða innan fjölskyldu þinn-
ar, mjög sennilega átt þú sjálf þar
h/ut að máli. Ljósrauður /itur er
talinn vera allra lita heillavæn-
legastur í draumi og táknar að þú
verðir ástfangin innan tíðar.
HREIÐUR MEÐ EGGJUM i
Kæri draumráðandi!
Nýlega dreymdi mig draum,
sem mig langar til að biðja þig að
ráða fyrir mig. Mér fannst ég og
strákur, sem ég var trúlofuð (V),
vera að ganga í stórum garði, sem
var alþakinn fallegum blómum og
laufguðum trjám. V bað mig að
koma með sér inn í lítið hús, sem
var þarna, og ætlaði ég ekki að
fást til þess, en fór þó að lokum. V
bað mig um að loka augunum í
smástund, sem ég gerði, en þegar
ég opnaði þau aftur stóð hann
fyrir framan mig með hreiður með
9 stórum eggjum í, og sagðist
ætla að gefa mér þau. Ég sagðist
ekki hafa neitt við hreiður að gera,
en hann bað mig þá um að hugsa
mig vel um, því ég mundi sjá eftir
því að þiggja ekki hreiðrið. Ég stóð
upp og gekk út og eftir litlum stíg,
en allt í einu fannst mér að ég yrði
að eignast hreiðrið og sneri því
aftur við og fór inn í húsið. V beið
mín þar og sagði um leið og hann
rétti mér hreiðrið, að hann vissi að
ég gæti ekki án þess verið. Fannst
mér þetta skrýtinn draumur og
vonast til að fá ráðningu á honum
sem fyrst.
Ásta.
Þessi draumur boðar þér snögg
umskipti sem munu verða á llfi
þínu innan skamms. Aö sjá
hreiður með eggjum i boðar
giftingu og vellíöan, svo ekki er
ósennilegt að samband ykkar V
eigi eftir að endurnýjast.
Á SIGLINGU
Kæri draumráðandi!
Mig langar til að fá ráðningu á
eftirfarandi draumi: Mér fannst ég
vera að fara með skipi eitthvað út
á land og með mér í ferðinni var
strákur sem vinnur með mér, sem
við skulum kalla A. Sjórinn var
alveg spegilsléttur lengi framan af,
en þegar við vorum hálfnuð á
leiðinni, stansaði skipið allt í einu
og sjórinn gekk yfir skipið. Ég varð
mjög hrædd, en A hló og hló eins
og hann væri orðinn vitskertur og
virtist njóta þess að sjá hvað ég
var ofsalega hrædd. Allt í einu
hætti A að hlæja og fór þess í stað
að hágráta og þegar ég spurði
hann hvað væri að, sagði hann að
við værum að drukkna. Ég reyndi
aö sannfæra hann um, aö svo
væri ekki, en í því varð allt kosvart
inni og ég sá ekki handa minna
skil. Ég ætlaði að öskra, en þá
vaknaði ég. Með kærum þökkum.
S.L.Þ.
Þessi draumur boðar þér upp-
fyl/ingu heitra óska og góöa
framtíð. Þó eru ýmis atvik I
draumnum sem boða þér ein-
hverja örðugleika, t.d. öldugang-
urinn. Hætta er á að vinátta ykkur
A verði ekki langlíf og máttu vara
þig á þeim pilti, er þú þarft að taka
ákvörðun i miki/vægu máli varö-
andi starf þitt.
MEÐ KÓRÓNU Á HÖFÐI
Kæri þáttur!
Viltu vera svo vænn að ráða
þennan draum: Mér fannst systir
míneigafulltafakartgripum og hún
vildi endilega lana mér eitthvað af
þeim. Hún sagði mér að þeir væru
allir úr ekta gulli og þeir voru með
rauðumsteinum. Égmanekkihvort
ég mátaði einhvern þeirra, en
sérstaklega man ég eftir setti, sem
var armband, hringur og einhvers
konar kóróna, allt með rauöum
steinum. Mér leist ekkert á
hringinn og því síöur á armbandiö,
en ég mátaði kórónuna, tók hana
svo af mér og hugsaði: ,,Æ, ég
held ég sleppi þessu alveg. Ég er
ekkert fyrir skartgripi." — Hvaö
merkir nafnið Atli? Mér fannst ég
vera komin í skóla aftur, sama
skóla og ég var í fyrir sex árum og
ég sat hjá þessum strák. Hann bað
mig um það. Hann var miklu
myndarlegri í draumnum en hann
er í raun og veru.
Kærar þakkir.
Draumadís.
Systir þín á eftir að reynast
þýðingarmiki/ fyrir þig og llf þitt.
Að skreyta sig með skartgripum
boðar ógiftum giftingu, en giftum
heimi/isófrið. Kórónan boðar þér
velgengni og er ennfremur fyrir-
boði ágætrar giftingar. Þér mun
hlotnast mikil upphefö og gæfu-
ríkt lif, en þó er hætt við að þú
eigir eftir að eyði/eggja eitthvað
fyrir sjálfri þér með fljótfærnis-
legum ákvörðunum. Nafnið At/i
merkir grimmur maður.
4SVIKAN 23. TBL.