Vikan - 09.06.1977, Blaðsíða 52
Eldhús
Vikunnar
UMSJÖN:
DRÖFN
FARESTVEIT
SÖSUfí i SÉRFLOKKI
Sósan ræður oft mik/u um það,
hvort aðalréttur má/tíðarinnar er
vei heppnaður, og það er gagnlegt
að kunna þá /ist tii hlítar að gera
góða og kannski nýstárlega sósu.
Sýrði rjóminn gegnir mikilvægu
h/utverki í mörgum eftirfarandi
uppskriftum, og slíkar sósur
bragðast vel með fisk- og
kjötréttum. En þær eru einnig
ágætar í salöt, og má þá þynna
þær með súrmjó/k.
SÝRÐUR RJÖMI MEÐ PAPRIKU
O.FL.
1 dl. rjómi
1 /2 dl. jógúrt
4 msk. söxuð rauð paprika
5 msk. söxuð agúrka
1 1/2 msk. fíntsaxaður hrár
laukur.
Takið dálítið frá til að skreyta
sósuna á skálinni. Blandið nú öllu
saman og látið standa á köldum
stað í 1 klst.
SÝRÐUR RJÓMI MEÐ KARRI
EPLI OG SELLERÍI
1 1/2 dl sýrður rjómi
1 1/2 dl jógúrt
salt, karrí
1 1/2 dl saxað epli, frekar súrt
1 dl saxað sellerí (stöngull eða rót,
fæst einnig þurrkað: Celery stalks)
Hrærið saman rjóma og jógúrt,
kryddið með salti og karrfi,
blandið þá saman við eplum og
selleríi, en takið frá til að skreyta
með. Berið fram kalt.