Vikan - 09.06.1977, Blaðsíða 7
sg
Hér erum við með aðra gerð af
pokum, sem þið verðið áreiðan-
lega hrifin af. Hér er meira í
pokann borið og seinlegra að
sauma hann, en hann er líka
smekklegri að okkar mati.
Hér sjáið þið púðana, semliggjaí framsætisbökunum,
og virðast þeir vera þægilegir við bakið.
Hér sjáið þið pokana frá hlið. i
sumum bílum er svo gott pláss
undir sætunum, að þið getið
auðve/dlega komið þar fyrir
tösku með nauðsynlegustu föt-
um til skiptanna á börnin.
H » H
rðalögin
Nú er sumarið framundan með
öllum sínum ferðalögum, stórum
og smáum. Hér höfum við
uppskriftir af tveimur gerðum af
bílpokum, sem eru til mikils
hægðarauka á ferðalögum.
Þegar við ætlum í ökuferð eða lengri ferðalög, erum
við oft í vandræðum með að koma öllu fyrir, sem við
þörfnumst. Sérstaklega fylgir börnum mikið af alls
konar smádóti. Venjulegast stingum við öllu ofan í
poka eða smátösku í upphafi ferðar, og svo er þetta
oftast komið út um allan bíl í ferðalok.
Ef við saumum okkur svona vasapoka til að
hengja yfir framsætin í bílnum, fáum við pláss fyrir
leikföng, blöð, pappírsþurrkur og jafnvel nestisbita.
Börnin geta haldið röð og reglu hjá sér í aftursætinu,
og við sleppum við að leita sífellt fyrir þau að dótinu,
sem annars er í reiðileysi í aftursætinu.
POKI 2
Efni: Veljið gallabuxnaefni eða annað álíka þéttofið
efni. í pokann þarf tvö stykki, sem eru 39 X 74 sm, 1
stk. 24 X 45 sm + 1 stk. 24 X 60 sm í böndin og 1 stk.
22 X 35 sm í vasann. Auk þess þarf 6 X 34 sm glært
plast og net (innkaupanet). Svo eru hér notaðar tvær
þvottaklemmur, lyklahringur með segulnagla, 2 stk.
„velcroband", 10 sm hvort, tvö 35 sm löng sköft,
Kósar og 35 X 35 sm frauðplast í púðann.
Klippið vasann í sundur og fellið plastið inn í, málin
sjást á teikningunni. Saumið vasann á annað stykkið,
sem er 39 X 74 sm. Faldið hliðarnar á stykkinu og
brjótið saman með réttuna inn. Saumið stykkið
saman að neðan, snúið réttunni út og saumið ca 4
1/2 sm breiðan opinn fald fyrir sköftin. Saumið svo
hliðarnar saman á milli faldanna. Saumið velcroband
efst á bakhliðina (undir opna faldinn) sitt hvorum
megin, saumið netið á, lyklahringinn og klemmurn-
ar. Saumið böndin föst eins og sýnt er á
teikningunni. Stingið sköftunum í faldana.
Hagleiksmanneskjur þurfa
varla annað en líta á myndina
til að sjá, hvernig hann er
gerður. Þið þurfið um 2 m af
gallabuxnaefni eða öðru stífu
og sterku efni. Klippið 63 X
180 sm stórt stykki, annars er
vissara að mæla sætið í
bílnum ykkar. Faldið 1 1 /2 sm
kringum allt stykkið og sting-
ið með tveimur saumförum,
eins og sést á myndinni.
Klippið vasana í mismunandi
stærðum og saumið þá fasta
á þá hlið, sem snúa mun aftur
í bílinn. Festið böndin í,
leggið pokann yfir framsætis-
bakið og hnýtið fast.
23. TBL.VIKAN7