Vikan


Vikan - 11.08.1977, Qupperneq 9

Vikan - 11.08.1977, Qupperneq 9
/" 1 — Helmingurinn af þeim lyga- sögum, sem ganga um mig, eru ósannar. synlegt, aö maðurinn minn taki lyfið inn í köldu vatni? eftir! — Ég vissi, að þetta myndi gerast einhvern daginn. I NÆSTU VIKU PALL HELGASON I FORSÍÐUVIÐTALI Hann heitir Páll Helgason og er Vestmannaeyingur í húð og hár. Hann er sonur hins kunna athafnamanns Helga Ben. og ekki hefur eplið fallið langt frá eikinni, því athafnasemi er Páli í blóð borin. Hann ræðir lífshlaup sitt við blaðamann Vikunnar, opinskátt og fjörlega. ,,Hver er þessi maður,” spyr ókunnugt fólk, þegar það er búið að aka með honum í kynnisferð um Vestmannaeyjar og hlusta á fjörlegar og umfram allt fróðlegar lýsingar hans á Eyjum fyrir og eftir gos. Vikan segir ykkur margt um Pál Helgason í næsta blaði. MEST UM PRINSA I þættinum Mest um fólk verður fjallað um alla hina ógiftu og myndarlegu prinsa í Evrópu. Það hefur færst í aukana á undanförnum árum að kóngafólk giftist bara venjulegu fólki og yfirleitt bíður almenningur spenntur eftir þvi hver verði sá lukkulegi eða sú lukkulega. Það er talsvert um ógifta prinsa í Evrópu og spurningin er svo hver verður sú lukkulega, þegar þeir fara á stúfana? DAGUR MEÐ BÖRN- UNUM í BÚSTÖÐUM Hvað verður um böm á skólaaldri, sem ekki komast i sveit á sumrin, og eiga foreldra sem vinna úti? — Flest þeirra sjá um sig sjálf og eyða deginum við leiki úti við. En það getur verið ósköp einmanalegt að koma alltaf aleinn heim i hádeginu og fá sér að borða, eða dvelja einn inni við, ef veður er slæmt. — Hermann Ragnar Stefánsson er mörgum kunnur fyrir danskennslu og hann hefur kennt börnum allt frá fjögurra ára aldri um margra ára skeið. Nú hefur hann tekið sig til, og í samráði. við Æskulýðsráð Reykjavikur og Bústaða- sókn, annast hann gæslu þessara barna á daginn. Vikan fylgdist með Hermanni og börnunum hans 64 á ferðalagi um Kjalarnes. VIKAN Útgefandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Kristin Halldórsdóttir. Blaðamenn: Aðalsteinn Ásb. Sigurðsson, Anna Kristine Magnúsdóttir, Sigurjón Jóhannsson. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing í Síðumúla 12. Símar 35320___35323. Pósthólf 533. Verð í lausasölu kr. 350. Áskriftarverð kr. 3.900 fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, eða kr. 7.370 fyrir 26 tölubiöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram. Gjalddagar: Nóvember, febrúar, maí, ágúst. 32. TBL. VIKAN 9

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.