Vikan


Vikan - 11.08.1977, Side 12

Vikan - 11.08.1977, Side 12
Hugsunarhd ttur okkar ennþá dálítiö á apastiginu Pétur Guðjónsson heitir íslenskur maður, sem er búsettur í Bandaríkjunum og starfar í aðalskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í New York. Nánar tiltekið er hann félagsfulltrúi í deild, sem fjallar um félagsþróun og mannréttindamál. Á sínum tíma stundaði Pétur nám í Harvard-háskóla og seinna í Chile. Það var einmitt þá, sem hann lenti í frægu blaðaviðtali við Castró, forsætisráðherra Kúbu, en það vakti mikið umtal, bæði hér heima og annars staðar. Fyrir hreinustu tilviljun hafði Vikan veður af Pétri, er hann var í stuttri heimsókn hérna og náði þá tali af honum. Ætlun mín var í fyrstu að fá hann til þess að segja einhverjar frægðarsögur af sér, en ósjálfrátt beindist tal okkar inn á aðrar brautir, sem ekki eru síður spennandi. Pétur er fremur hæglátur maður og lætur ekki mikið yfir sér. Einstaklega viðkunnanlegur, málhress með afbrigðum og hefur skemmtilegar hugmyndir um ýmsa hluti. Mér finnst þó einna merkilegast, að ég er vart búinn að ná mér eftir viðtalið, svo athyglisvert þótti mér það. Vona ég að svo fari einnig fyrir ykkur, lesendur góðir! LÖGFRÆÐINGUR, LÆKNIR EÐA..._______________ — Hvernig stóð á því að þú fórst til' Bandaríkjanna í upphafi? — Upphaflega fór ég sem skiptinemi, þegar ég var í menntaskóla, og var þá í Massachusetts. Þar eru margir háskólar, sem ég kynntist, þar á meðal Harvard. Svo þegar ég kom aftur heim til islands sótti ég um nokkra skóla, eiginlega í gríni. Á þessum tíma var ódýrara fyrir mig að fara út, því að ég fékk svo góða styrki og svo er skólakerfið þannig í Bandaríkjunum, að það er hægt aö leggja stund á mörg fög í einu, en ég hafði einmitt áhuga á því. Ég ætlaði þá, eins og flestir, að verða lögfræðingur, læknir eða verkfræðingur, en hafði líka áhuga á öðrum greinum eins og mannfræði, þjóðfélagsfræði og hagfræði. Þegar ég kom út fann ég að hugurinn beindist meira að þeim greinum, heldur en því að kryfja rottur og sulla saman ýmsum efnablöndum. Ég lagði því stund á mannfræði í nokkur ár, síðan var ég í þjóðfélagsfræöi og stjórnvísindum (master), en tók æðri háskóla- gráðu í hagfræði í Chile, sem er samsvarandi doktorsgráðu í Bandaríkjunum. — Þú hlýtur að hafa gert eitthvað fleira en að læra. Vannstu ekki fyrir þér að einhverju leyti? — Jú, jú. Ég var að vísu á styrkjum, en þeir voru nú bara rétt til þess að hafa í sig og á, varla fyrir bíóum. Ég vann í öllum andskotan- um með þessu. Vann í rannsóknum og á síðustu tveim árunum byrjaði ég að mála hús. Ég kunni ekkert til þeirra verka til aö byrja með, en lærði það fljótlega. Þegar ég hafði málað hús um tíma hafði ég komist að raun um, hvernig ameríkanar gera hlutina. Það var sniðugra að eiga fyrirtæki og láta aðra vinna fyrir sig, og á síðasta ári í háskólanum átti ég orðið fyrirtæki. Þá var ég orðinn hálfgerður kapítalisti, en þetta var ágæt reynsla. Það var líka mjög skemmtilegt að vinna að rannsóknum. Ég fékk styrk á hverju ári til þess að gera einhverjar rannsóknir. T.d. kom ég hingað heim fyrsta árið og athugaði fjölskyldu- líf á Islandi. Ég held, að það hafi verið ein fyrsta þjóðfélagsrannsóknin, sem hér var gerð. Ein þeirra spurninga, sem ég lagði fyrir karlmenn- ina hér var ósköp típisk af þjóðfélagsfræðing- um, en hún hljóðaði svo: „Viltu að konan þín sé hrein mey, þegar þú giftist henni?" Það neituðu margir aö svara þessu, fannst spurningin heimskuleg, en einn svaraði eitthvað á þessa leið: ,,Nei-hei, það vildi ég alls ekki. Ef hún væri hrein mey, þegar hún giftist, þýddi það bara að hún hefði verið svo vitlaus að sleppa góðum tækifærum, eða þá að hún væri svo Ijót, að enginn hefði viljaö líta við henni. MAÐUR LEITAR AÐ EINHVERJU — Þú laukst svo námi í Harvard og fórst á eftir til Chile. Hvernig stóð á því? — Ég veit ekki vel hvers vegna. Það lágu margar orsakir að baki. Ég hafði virkilegan áhuga á því, hvernig hægt væri að breyta þjóðfélagi, þ.e.a.s. ekki með kenningum heldur í raunveruleikanum. Chile var á sínum tíma í rauninni eins og rannsóknarstofa fyrir félagsfræðinga, hagfræðinga og þess háttar, því að þar voru allar stefnur ríkjandi, sem til höfðu verið. Þar voru flokkar lengst til vinstri, þar voru anarkistar, hægrisinnaðir, fasistar og allt þar á milli. Chile var búið að reyna allar lausnir, sem til voru. Þetta var í raun og veru skemmtilegur jarðvegur til þess að sjá, hvernig hægt er að breyta þjóðfélagi. Þetta var ein ástæöan fyrir því aö ég fór þangað. Ég hugsa samt að aðalástæðan hafi verið sú, að ég var búinn með háskólann, átti peninga, átti fyrirtæki, var búinn að ná mér í konu og þá veröur maður að gera eitthvaö annað. Þetta var svona afsökun til að gera eitthvað annað, til þess að leita að einhverju. Maður er alltaf aö leita að einhverju nýju. Kannski er maður að leita að sjálfum sér. Það er möguleiki. Einn góðan veðurdag las ég Time og á forsíðunni var Allende. Tveimur vikum síðar skelltum við okkur inn í bílinn okkar og ókum niður eftir, til Chile. — Hvað gerðirðu í Chile? — Ég var í háskóla þar og lagði stund á hagfræði, skrifaði m.a. ritgerð. Svo var ég blaðamaður. Ég skrifaði mikið sjálfstætt fyrir bandarísk tímarit t.d. Miami Herald. Auk þess vann ég á vegum kanadíska útvarpsins og hljóp þá oft út á götur, þegar eitthvað var um að vera, og talaði beint til Kanada sem fréttaritari. Aðallega var ég samt að athuga, hvernig hægt væri að breyta þjóðfélagi. Hvort það væri nokkur leið til þess. — Að hvaða niðurstöðu komstu í þeim efnum? — Sú niðurstaða er ósköp einföld. Það er engin leiö að breyta þjóðfélagi meðan mannskepnan breytist ekki. sjálf. Menn geta verið meö afbragös kenningar, mjög góðar kenningar, en ef þær ganga ekki í fólkiö eru þær tilgangslausar. 12 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.