Vikan - 11.08.1977, Page 14
Vanc/amálin /eysast ekki með einni eða annarri
hugmyndafræði, þau leysast eingöngu með
þviaö gjörbreyta hugsunarhætti fó/ksins."
Það er skrítið með breytingar. Við höfum
gert stórkostlega hluti, þegar eitthvað hefur
þurft að breytast, en annars stendur allt í stað.
Það er hægt að finna líffræðilegar forsendur
fyrir þessu. Aðalmunurinn á okkur og öpum er
sá, að apinn getur ekki gefið. Hann getur ekki
sleppt banana, sem hann einu sinni hefur náð
taki á. Það hefur verið sannað sálfræðilega að
þetta er aðalmunurinn og gerðar hafa verið
margar tilraunir með apa á þessu sviði.
Því miður er kerfið í okkur ekki nema
nokkurra milljóna ára gamalt. Við getum gefið
eitthvert smáræði eins og banana, en við
finnum litla hvöt hjá okkur til þess að gefa
meira. Til þess að við getum haldið áfram,
þurfum við að geta þróað eiginleikann til að
gefa. Við höfum þann eiginleika í okkur og ef
við flytjum þetta af persónulegu sviði yfir á
veraldarsviðið, þá eru lönd, sem hafa mikiö, og
önnur, sem hafa lítið. Þau lönd, sem hafa
mikið, vilja ekki gefa neitt frá sér að ráði til
fátæku landanna. Innanlands eru yfirstéttir,
sem hafa mjög mikið, en gefa lítið af sínu.
Þetta er ekki vandamál í sambandi við
stefnur. Auðvitað er sósíalismi miklu þróaðri
stefna en kapítalismi. Það er miklu þróaðra að
hugsa þannig, að fólk hafi nokkurn veginn
jafna möguleika og að þjóðfélagið sjái um þá,
sem eiga við erfiðleika að stríða. Auðvitaö er
það miklu gáfulegra frá sjónarmiði lífsins. Við
getum litið á þetta allt saman og gleymt því aö
við erum hluti af lífinu. Frá sjónarmiöið lifsins
er þjáning, hvort sem um er að ræða
einstaklingsþjáningu eða þjóðfélagsþjáningu,
fáránleg. Það er léleg nýting á starfsorku.
Sósíalismi er frá sjónarmiði lífsins betri
hagnýting. Náttúran reynir líka alltaf sjálf að
nota sem minnst afl og gera allt á sem bestan
hátt.
HUGSUNARHÁTTUR OKKAR DÁLÍTIÐ
Á APASTIGINU__________________________
Við gleymum því alltof oft að við erum hluti
af lífinu sjálfu. Við gleymum þvi, þegar okkur
finnst mikilvægt, hvort við reykjum Camel eða
Chesterfield. Frá sjónarmiði lífsins skiptir það
engu máli. Menn hugsa: ,,Ég verð að fá mér
nýjan bíl. Hann verður að vera rauður, en ekki
blár." Frá sjónarmiði lífsins kiptir það engu
máli. Það skiptir kannski máli að maöur hafi bfl,
því það er bara þróun. Bíllinn er eins konar
framlenging á fótum mannsins, eins og talvan
er framlenging á heilanum.
Við erum á þeim tímamótum núna, að þessi
litla pláneta okkar er að verða mjög samtengd.
Hugsunarháttur okkar er hins vegar ennþá
dálítiö á apastiginu. Við höfum þó möguleika á
að beyta þessu og það verðum við aö gera. Ef
það gerist ekki á næstu 10 árum, þá er allt búið
að vera. Þessi breyting á hugsunarhætti er
fólgin í því að byrja á einhverju án þess aðj
einhver segir manni að gera það. Ekki vegna
þess að ríkisstjórnin segi: „Þú verður að breyta
hugsunarhætti þínum," heldur vegna þess
að það sé eðlilegt. Það þýðir ekkert aö segja
14 VIKAN 32. TBL.
við fólk. ,,Þú verður að elska náungann," ef
fólkinu líður illa. Hver fer að elska einhvern,
þegar honum líður illa? Ekki nokkur maður.
Það væri miklu skynsamlegra að reyna að fá
fólk til þess aö skilja orsök persónugæða sinna.
Það er bara eðlileg tilfinning gagnvart
náunganurr, að elska hann ekki, þegar manni
líður illa, og elska hann, þegar maður er kátur
og líður vel.
Það er hægt að segja: ,,Þú átt að gera þetta
eða hitt. Þetta er hin eða þessi stefna." En
þetta eru bara dæmi. Þessi sami hugsunar-
háttur hefur alltaf ríkt. Áður voru guð og
skrattinn, nú eru það kapítalismi og sósíalismi.
Þetta er sami hugsunarháttur. Fólk er sett í
hópa og það gleymist oft innan þeirra. Þessir
hópar mótast t.d. af þjóðerni, aldri, kynferði,
klæðnaði eða hugsjónum, en þetta skiptir
engu máli. Það sem skiptir máli er að við erum
hluti af stórum lífsþræði, sem nær miklu lengra
en allar þessar stefnur.
Sumir eru undrandi á því, að menn eins og
Nixon skuli hafa getaö stjórnað Bandaríkjunum
og staðreyndin er sú, að það er fullt af fólki út
um allan heim, sem hefur völd, og er dálítið
brenglað.
Mér finnst merkilegast að við skulum hafa
búið við atómsprengjur í 30 ár og með alls
konar vitleysinga, sem hafa getað stutt á
takkann, en ekki gert það ennþá. Það finnst
mér miklu merkilegra en það, að þjóðum sé
stjórnað af vitleysingum. Það gefur mér líka
góða von um, að lífsneistinn sé miklu sterkari
en hvort þessi eða hinn náunginn sé vitlaus.
Ég veit að það eru mjög margir svartsýnir á
framtíðina og það er ekki vafi á því, að við
verðum að taka stór stökk í framtíðinni. Hjá því
verður ekki komist. Alls konar breytingar munu
eiga sér stað. Það verða kreppur og annað
slíkt. Það er óhjákvæmilegt. Hins vegar held ég
að það sé nauðsynlegt að hugsa og hegða sér
sem mannkyn,sem heild, og það er auðvitað
ekki auðvelt, ef menn eru að burðast með
hreppapólitik alla sína ævi. Það getur orðið
erfitt, aö þurfa allt í einu að hugsa um
alheiminn.
ÞEGAR DAVlÐ HITTI GOLlAT
— Þú fórst til Kúbu eftir dvölina í Chile. Hver
voru tildrög þess?
— Það var dálítið merkilegt, því eins og svo
margt annað var það hreinasta tilviljun. Til
þess að skýra það, sem á undan hafði gerst, þá
var Castró forsætisráðherra Kúbu, búinn að
vera í Chile í tvo mánuði og hafði gert þar allt,
sem honum hafði dottið í hug. Castró er
afskaplega leiðinlegur við blaðamenn, fer oft
mjög illa með þá, hlær að þeim og kemur þeim
í vandræði hvað eftir annað. Hann var semsagt
búinn að vera þarna I tvo mánuði og á þeim
tíma var Chile aö lagfæra áfskaplega margt hjá
sér. Vinstri menn litu auðvitað á Castró sem
skurðgoð, en aðrir litu á hann sem djöfulinn.
Ég lenti svo í þvi að tala við hann á blaða-
mannafundi sem var sjónvarpað og hljóðvarp-
að út um alla Suður-Ameríku, og þetta var að
miklu leyti eins og getraun. Þarna var þessi
stóri og mikli karl, ( grænum skæruliöaklæön-
aði en ég lítill, brosandi, Ijóshærður og á
stutterma skyrtu. Þetta var eins og þegar
Davíð hitti Golíat. Við töluðum saman í
hálftíma eða klukkutfma og þvældum fram og
4