Vikan


Vikan - 11.08.1977, Síða 19

Vikan - 11.08.1977, Síða 19
6. HLUTI og sneri henni milli handa sér. Hún hafði ekkert talað um, að hann mætti ekki opna hana, og honum fannst það ekki nema rétt og sanngjarnt, að hann fengi að minnsta kosti einhverja hugmynd um það, hvað samningurinn milli Rodriguez hershöfðingja og Pan rákust hér og þar á skiljanleg orð innanum þetta völundarhús úr línum og myndum eins og til dæmis hringsj ár-sjónauki, miðunarskífa, sprengipinni, öryggi, o .fl. Larkin hafði ekki mikla þekkingu á stórskotaliðsútbúnaði, en hver leik- maður í þeim fræðum gat séð, að Það gat ekki verið þessvegna. Þetta var þá ekki í fyrsta sinn, sem hún var kysst. Hún hafði svo oft verið kysst og við hinar margvislegustu aðstæður. Á sjófefðum, í leigu- vögnum, á dansleikjum og á mána- björtum nóttum heima á plant- ekrum föður síns. Hún hafði verið kysst af margskonar mönnum, en hún hafði alltaf vitað fyrirfram, hvernig henni myndi verða við kossinn. Hún hafði þegið kossa sem hluta af þvi skjalli, sem ung tískumær verður nú á dögum að þola. Henni hafði stundum verið skemmt af þessu, einstöku sinnum hafði hún kennt nokkurrar ástríðu, American Vanadiumfélagsins fjall- aði um. Og það þvi fremur sem útlit var fyrir að verða myndu blóðugar deilur um þennan samning. Með mikill varkárni opnaði hann möppuna. Hann hrökk við, er pakki af myndum féll úr henni og niður í kjöltu hans. Hann tók myndirnar upp og leit nánar á þær. Það kom í ljós, að það voru ekki venjulegar ljósmyndir, þótt þær væru prent- aðar á þykkan ljósmyndapappír, heldur svartir ferningar þaktir neti af fíngerðum, hvítum línum, sem allar voru dregnar af nákvæmni hins lærða teiknara. Larkin fann til talsverðrar geðshræringar, á meðan hann fletti hratt þessum teikning- um, og hin undrandi augu hans þetta var ljósprentun af teikningum á loftvarnabyssu. Og hvernig gat hann vitað nema hér væri um að ræða nýja uppfinningu, sem mark- aði tímamót í framleiðslu þessara vopna? Minningin um koss Dorothy Bonners hafði skyndilega glatað yndisleik sínum. Hafði það verið Júdasarkoss? Dorothy Bonner nam staðar fyrir utan klefadyr sýnar. Hún leit niður á hönd sina, sem hún rétti að hurð- arhúninum og varð undrandi yfir því, að hún skalf ekkert. Hún hafði búist við, að höndin skylfi, því hún fann, að hún var öll óstyrk. Hún vissi eiginlega ekki af hverju það var. Það var ekki vegna þess að Glen Larkin hafði kysst hana. — en oftast hafði hún sætt sig við að þola þetta, þótt henni væri það að- eins til ama. Óþolinmóð hafði hún aðeins verið gagnvart þeim, sem sögðust elska hana. Hún hataði yfirdrepsskap, og hún vissi að flestir aðdáendur hennar voru ekki hrifnir af henni, heldur milljónum föður hennar. Henni hafði ætíð virst það vera glampinn af spegilfögrum dollur- um, sem lýsti úr augum þeirra, er þeir reyndu að kyssa hana. Þeir voru allir eins. Og þó ekki — ekki Charles Frayle. Þegar Frayle sagð- ist elska hana, hafði hún trúað honum Jíinkum vegna þess að hann annars fyrirleit allt, sem hún virti. Hann hafði lag á að styðja hana án þess að smjaðra fyrir henni. Hann verndaði hana án þess að vernd j hans gengi út í öfgar. Hann bjó yfir persónuleika og í návist hans fannst henni, að hún öðlaðist brot af persónuleika hans. Þegar hann kyssti hana, fannst henni hún vera svo dásamlega örugg og róleg. Hversu frábrugðið hafði það ekki verið áðan, þegar Glen Larkin kyssti hana! Það fór hrollur um hana við tilhugsunina um vitfirr- ingu þessa augnabliks, sem hún hafði lifað rétt í þessu. Það hafði aðeins verið augnablik, og þó hafði það haft meiri áhrif á hana en nokkuð annað í lífi hennar, ef undan var skilinn hinn hræðilegi dauði föður hennar. Nei, hún vildi ekki hugsa meira um það. Hún vildi gleyma því eins og það var — augnabliks örvit. hámark fjölmargra geðshræringa. sem hun hafði orðið fyrir að undanförnu. Hún opnaði dyrnar. Það var enginn í klefanum. Hún lofaði guð fyrir það. að Millicent Greeve var ekki komin niður. Hún hafði enga löngun til þess að hlusta meira á glymjandann í henni í kvöld. Hún lét sloppinn falla af öxlum sér á gólfið og sparkaði hinum hælaháu morgunskóm af grönnum fótunum. Þegar hún beygði sig niður til þess að fara úr sokkunum. kom hún auga á lítinn pappírsmiða. sem lá á gólfinu úti við klefadyrnar. Það leit helst út fyrir að honum hefði verið smeygt inn með hurðinni. Hún tók miðann upp. Það var eitthvað skrifað á hann. Skriftin var barnaleg og eins og skrifað með óstyrkri hönd. ,,Dot. — Ég bíð við björgunar- bátinn lengst afturá. Það er mjög mikilvægt. Bregstu mér ekki!" Það var engin undirskrift — það var heldur ekki nauðsynlegt. Hún þekkti þessa skrift — þekkti hana alltof vel. Hún hnoðaði miðann saman í smákúlu og kreisti hana svo fast. að hnúarnir hvítnuðu. Lamandi, óljós ótti greip hana. Hún hafði búist við þessu — óttast þetta allan daginn. Nú var það komið fram og hún gat ekki sloppið við það. Þegar öllu var á botninn hvolft, hafði hún lika skapað sér þetta sjálf. Ef til vill myndi það heldur ekki verða nærri eins slæmt og Charlie áleit. Hún smeygði sér i skó, opnaði dyrnar á hinum þrönga klæðaskáp og hrifsaði bláan ullar- kjól niður af herðatré... Skutur skipsins hristist i hvert sinn sem hin gamaldags skrúfa ,,Kumu-maru ” snerist- í hinum slitna skrúfugangi og titringur 32.TBL. VIKAN19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.