Vikan


Vikan - 11.08.1977, Side 22

Vikan - 11.08.1977, Side 22
„Svo að hann lánaði þér bátinn og þú fórst einn að sigla?” Ég sá hann allt i einu fyrir hugskotsjónum í fullbúnum báti, beijast hraustlega aleinn við öldur hafsins. „Nei. það er ekkert gaman að sigla einn.” „Með hverjum fórstu þá?" „Ég sigldi með Bernadettu í staðinn." „Fallegu Bernadettu? Eiginkonu Doughs, vinkonu minni?” Hann sötraði og kinkaði kolli. „Dough átti hugmyndina. Henni leiddist að mála." Ég setti forréttinn frá mér og leit á Mick. ..Hvað kemur þér til að halda, að þú kunnir að búa til túnfisksalat?” sagði ég. „í morgunskímunni er grámusk- an mest,” sló ég á ritvélina daginn eftir, er ég sat við skrifborðið mitt. „Nema þú sért sofandi. Hefurðu reynt að taka „Sofnið-strax töfl- urnar" fyrir svefninn?" Ég leit upp og sá Maggard stefna á kvennaklósettið í miðmorguns- andlitssnyrtinguna. Siðasta vonin, ég elti. „Cindv” sagði ég, „mér datt í hug. hvort þú gætir komið að vinna á föstudaginn. svo að ég geti tekið mér fri. Þá gætir þú tekið annan föstudag frían i lok sumarsins eða hvenær sem er. Þú mundir gera mér mikinn greiða. Mér þætti mjög vænt um..„” „Sjáðu til,” sagði Cindy. Húr. myndaði stórt O með munninum og setti hvert lagið af varalit yfir annað. Hún vildi ekki hreyfa munninn og eyðileggja O-ið, þess vegna var erfitt að skilja það sem hún sagði. „Ég vildi, að ég gæti það,” sagði hún glansandi munni, „en ég er upptekin um helgina.” Hún sá andlit mitt. „En” sagði hún og birti yfir henni, „fáðu þér af ilmvatninu mínu?” Þegar ég kom heim, var Mick ekki þar. Hve lengi hélt hann, að ég mundi sætta mig við, að hann skemmti sér svona stórkostlega? Ég settist í sófann með krosslagðar hendur og leit út eins og eiginkonan í skrýtlunum með kökukeflið. „Hvar hefurðu verið?” var komið fram á varir minar, og ég var reiðubúin að sveifla keflinu í áttina að honum. „Hæ”, sagði Mick, þegar hann kom inn með þvottakörfuna fulla af þvotti, sem hann huldi með handklæði. „Ég gat ekki beðið þig um að vinna allan daginn og koma síðan heim og fara með tennisbún- inginn í þvott.” Ég varð auðvitað að fyrirgefa honum strax — ekki það að hann hefði gert eitthvað af sér, svo sem. Við áttum með okkur fimm sekúndna ástaratriði, sem endaði nokkuð skyndilega, þegar Mick sagði: „Hvern heldurðu, að ég hafi hitt í þvottahúsinu?” „Hvem?” sagði ég og dró mig til baka. „Manstu eftir Wally og Jill?” Ég mundi eftir Wally og Jill, fyrrverandi nágrönnum okkar, sem höfðu auðgast á arfi. „Þau buðu mér í sund í lauginni sinni á morgun. Finnst þér þau ekki almennileg?” „Er Wally líka í fríi?” Mick tók upp þvottinn, tafði fyrir á annan hátt eins og að ræskja sig og róta til með fætinum, og ég endurtók: „Er Wally í fríi?” „Það er nú eiginlega Jill, sem er í fríi,” sagði Mick. „Wally tekur sér frí um jólin. Ég hefði getað notast við eina eða tvær „Sofnið-fljótt” töflur þetta kvöld. Mick fór með mig í ítalskan veitingastað til að reyna að friðmælast. Hann hélt í höndina á mér milli kjöt- og hveitiflögurétt- arins og salatsins og aftur meðan við borðuðum ostakökuna. En mér kom varla dúr á auga. Allar tilraunir til að lífga mig upp voru árangurslausar, og nú þegar ég var aftur sest við skrifborðið mitt á föstudagsmrgni, þá leið mér ekki bara illa í maganum eftir hveitiflöguátið, heldur voru ein- hverjar meltingartruflanir í hausn- um á mér líka. Þar til Cindy kom. „Ég reyndi að hringja í þig í gærkvöldi. Hvar varstu?” sagði hún. Hún var skrýtin á svipinn, eins og meltingartruflanir hrjáðu hana líka. „Úti að borða. Ég hélt þú ætlaðir í burtu yfir helgina.” „Það breyttist,” sagði hún, og i ljósinu virtist hún rauðeygð. „Ég kom, svo að þú gætir tekið þér frí. Farðu bara. Ég tek við,” Ég hikaði. Hún' virtist ætla að bresta i grát. Og það var einmitt það sem hún gerði. Hún slengdi handleggjunum um hálsinn á mér og kjökraði. „Cindy! Hvað gerðist?” /■'l. INDY dró út skrifborðs- skúffuna sina, náði í snyrti- öskjuna sína og gramsaði i gegnum flöskur, krukkur og bursta eftir snýtibréfi. „Hann ætlar með konuna sina í staðinn. Ég held hún hafi komist að sambandi okkar,” kjökraði hún. Hún blés i snýti- bréfið, snýtti sér og hikstaði. „Hver hefur svo sem áhuga á að fara til Wight-eyjar.” „Wight-eyjar?” „Wight-eyjar?” „Þessi lostafulli hr. Lloyd. Ég hefði átt að sjá við skrattanum strax.” „Cindy, mér þykir þetta leitt,” sagði ég. Ég faðmaði hana að mér, sagði henni, að ég væri henni þakklát fyrir frídaginn og sannfærði hana um, að hún yrði búin að gleyma hr. Lloyd fyrir verslunar- mannahelgina. Ég tók sprettinn heim til Micks. Þetta eina og hálfa ár, sem við Mick höfðum verið gift, hafði hann verið umkringdur kynþokkafullum síma- dömum, vingjarnlegum afleysinga- dömum, einkaritara með kílóin á réttum stöðum og kvenkyns félaga með ljóst hár, sem alltaf hékk utan í honum, og ég hafði varla hugsað út í það. Og ef Mick vildi vera laus í rásinni, hefði hann ekki beðið með það, þar til hann fékk sumarleyfi. En Mick kærði sig ekki um að vera laus í rásinni, ekki einu sinni á seglbát. Ég kom að honum heima. Hann var að gera við baðherbergisvegg- inn. Sólin skein, sundlaugin hennar Jill beið kristalstær, og netin voru strengd á tennisvellinum. Einhvers staðar þarna úti voru þær allar, Sally, Ruth og Barbara, en engin þeirra vakti áhuga Micks. „Hvemig stendur á því, að þú ert ekki úti í góða veðrinu?” spurði ég. „Ég var orðinn leiður á að skemmta mér,” sagði hann. Og hjartað í mér tók viðbragð, því að hann meinti án mín. Endir. 22 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.