Vikan


Vikan - 11.08.1977, Side 44

Vikan - 11.08.1977, Side 44
Sakamálasaga eftir C.B. Gilford. Sér grefur gröf Netið var svo kænlega spunnið, að jafnvel hinn snjalli lögfræðingur, Hugh Hannon, sá það ekki fyrr en of seint. Netið átti að veiða hann sjálfan, og ef hann léki ekki með, var bæði frami hans og heiður konu hans i veði. HaNN hefði átt að vita betur, og hann var sannarlega áhyggjufullur. hann varlögfræðingur.oghann hefði átt að vita. að þegar farið var fram á peninga til að gera upp gamalt mál, er fyrsta skrefið tekið. án þess að hafa nokkra hugmynd um. hvert næsta skref liggur. Ef viðskiptavinur hefði spurt hann. hvortþaðværi viturlegt, sem hann gerði nú. hefði hann sennilega ráðið honum frá því. En það er svo einfalt að sitja bak við skrifborðið og gefa góð ráð. þegar maðurerekki í beinum tengslum við málið. Það er allt annað og alls ekki svo einfalt. þegar málið snertir mann sjálfan. þegar maður vill vernda einhvern. sem skiptir mann miklu máli. — Fimm þúsund í hundrað dollara seðlum. var ekki svo? spurði gjaldkerinn. Það var ekki öllu meira í bnkinni. Þetta var umtalsverð upphæð. D OMINIC Bar var innréttaður með dökkum viðarþiljum, þarna var skuggsýnt. og verslunarmenn hitt- ust þarna gjarna fyrrihluta dags. Maðurinn. sem hann ætlaði að hitta. beið hans í innsta básnum. Hannon gekk til hans og stakk hendinni í innri jakkavasann, án þess að setjast. — Ég er með peningana, Trask, sagði hann. Mel Trask var dökkur yfirlitum með brún hundsaugu, hrokkið hár, og þegar hann brosti, skein í mjalla- hvítar tennur. Hann var í meðallagi hár. grannur og spengilegur. Vafa- laust kvenhollur. Smásvindlari, hæfileikalítill og vitgrannur, en þó ekki vitlausari en það, að hann vissi. að einu hæfileikar hans voru aðdráttarafl hans á konur. — Jæja, herra Hannon. Þér hafið komist að þeirri niðurstöðu, að ást yðar til konu yðar sé fimm þúsund dollara virði. Röddin var jafn slétt og felld og útlitið. — En ég vona, að þér gerið yður grein fyrir einu mikilvægu í þessu máli. Þessi fimm þúsund tryggja aðeins, að ég hverfi úr Iífi Alix. Þeir tryggja ekki, að hún komi aftur til yðar. Þegar mér hefur verið rutt úr vegi, reynið þér að fá Alix til yðar aftur. En setjum svo, að yður mistakist? Setjum svo, að hún vilji ekki koma til yðar aftur? Við skulum segja, að ég gefi yður þrjá mánuði og að ekkert gangi, þér hafið fengið tækifærið, sem þér borguðuð fyrir, og ég ætti þá að hafa rétt til að koma fram aftur. Hannon reyndi að hafa hemil á sér. — Þér hafið víst misskilið mig, Trask. Ég kaupi ekki Alix fyrir fimm þúsund. Ég borga fimm þúsund, svo hún geti verið laus við yður. Eins og tannpínu, ég borga tannlækninum, svo hún losni við kvalirnar. Trask yppti öxlum, tæmdi glasið i botn og lagði báðar hendur fram á borðið. — Látið mig hafa peningana, Hannon sagði hann bara. n ANNON sat eftir með reikn- inginn, reiði sína og þá óþægilegu tilfinningu, sem hann hafði fundið áður fyrir — að kannski hefði verið viturlegra að láta hlutina eiga sig og að hann .vissi ekki, hvað hann hafði látið hafa sig út í, eða hvernig þetta myndi enda. Það hafði auðvitað bara verið hans sök. Hann var bitur og eyðilagður, þegar hann vaknaði næsta dag. Herbergið —• öll íbúðin— var ennþá, eins og Alix væri nýgengin út. Þegar hún fór burtu, hafði hann ekki breytt neinu eða hreyft nokkurn hlut. Fyrst og fremst vegna þess að hann vonaði, að hún myndi sjá að sér og snúa heim á ný. Hann saknaði hennar. Hann elskaði hana ennþá. Hann vildi fá hana aftur. Hann hlaut að hafa verið vitlaus. Afsakanir höfðu ekkert að segja. Alix hafði farið úr bænum, þegar hann og Chrys Waring voru önnum kafin við McCalmon málið. Gott og vel, honum hafði frá fyrstu verið það ljóst, að Chrys væri ástfangin af honum. Hún var afbragðs góður einkaritari, og hún hafði svo sannarlega lagt sig alla fram í McCalmon málinu. Svo féll dómur- inn, og McCalmon var fundinn saklaus, og þá hafði hann boðið Charys með sér út að borða í tilefni dagsins. Chrys var afar aðlaðandi. Þau fengu sér nokkur glös af víni, og hann fór með hana i ökuferð. öllu meira var það nú ekki. Kannski ekki alveg laust við daður og smáatlot, en alls ekki eins slæmt og fólk gæti ímyndað sér. En hann hafði verið vitlaus að ganga svona langt. Nei, það var ekki nóg að losna við Mel Trask, það eitt gat ekki breytt því, sem áður hafði átt sér stað. Allt þetta með Mel Trask var hans sök lika. Óbeint, en samt hans sök. Ef Alix hefði ekki farið ein út, hefði hún aldrei orðið hrifin af öðrum manni. Ef hún hefði ekki verið svona áköf í að niðurlægja mann sinn, hefði hún aldrei lent í höndunum á jafn hættulegum manni og Mel Trask. Alix var einmitt sú kona, sem Mel Trask hreifst af, hún var falleg kona, eiginkona, sem vildi vera frjáls og auk þess gift lögræðingi á uppleið. Jf þetta var algjörlega hans sök. Nú reyndi hann bara að greiða flækjuna og vinda upp það, sem var orðið svona þvælt. ■A. skrifstofunni sá hann morgun- blöðin. Þar stóð, að Mel Trask, þekktur þorpari með langan af- brotaferil að baki, hefði verið skotinn til bana. Hugh Hannon las blöðin ná- kvæmlega næstu daga. Á vissan hátt var honum léttir að frétta dauða Trasks. Dauður maður kæmi ekki aftur til að heimta nýja summu. Honum var líka alveg sama um það, hver hefði framið morðið. Hann var að hugsa um Alix. En blöðin nefndu hana ekki á nafn. Þau birtu nokkuð fullkomna frásögn um Trask, að hann hefði þrisvar verið tekinn fastur, fengið dóm fyrir fjárkúgun, samband hans við Rossiter-flokkinn, kunnings- skap hans við listamenn í nætur- klúbbunum, eins og Gale Gray og Lísu Norman. Hann var viss um, að ef einhver blaðamaður hefði upp- götvað samband hans við Alix Hannon, hefði sá hinn sami ekki legið í fréttinni. Þeir hefðu notið þess að birta hana. Það hefði verið efni í pólitíska frétt, sem var uppsláttarefni í sjálfu sér. Kona Hugh Hannon, kannski tilvonandi rikissaksóknara, hafði verið i tygj- um við afbrotamann. Fyrst ekkert stóð í blöðunum um þetta, benti það til þess, að böðin vissu ekkert um málið. Og það var það sama og að Trask hefði ekki gortað við neinn af sambandi sínu við Alix. Þetta ruglaði Hannon dálitið. Það voru auðvitjað mörg svör til við þessu, en það besta var, að Trask hefði trúað á framtíð hans í stjórn- málunum. Ef Hugh Hannon yrði einhverntima skipaður í háttsett embætti, gæti kunningsskapur hans við frúna komið sér vel. En hvar voru dollararnir, þessir fimm þúsund? Þeir voru ekki nefndir einu orði. Það höfðu ekki fundist neinir peningar hjá þeim myrta, svo að lögreglan gekk út frá þi, að rán hefði átt sér stað. 44 VIKAN 32. TBL.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.