Vikan - 11.08.1977, Síða 48
— Svo reiknaði ég sem svo,
Hannon, að ef ég dræpi Trask, gæti
ég kúgað fé út úr þér. Biddu við, þá
skal ég skýra þetta nénar, — Trask
sagði, að þú hefiðir tekið fimm
þúsund út úr bankanum og borgað
honum fyrir að halda sig frá
konunni þinni. Ég vissi, hver þú
varst, ungur maður á uppleið, og ég
vissi ýmislegt. sem þú myndir ekki
vilja, að vitnaðist. Ef ég hefði
komið til þín og sagt þér, að ég
vissi, að þú hefðir borgað Trask,
hefðir þú bara sparkað mér út úr
skrifstofunni. Og engir hefðu trúað
mér. þó svo að ég hefði reynt að
breiða söguna út. Þess vegna varð
ég að fá betra tak á þér, Hannon.
Ég hafði »11 spilin á hendi mér.
Setjum nú svo. að þú hefðir gefið
mér peningana til að ég dræpi Trask
fvrir þig? Það hefði verið all mikið
mál. ekki satt? Og það er einmitt
það, sem ég get sagt fólki núna,
Hannon. Að þú hafir greitt mér
fimm þúsund dollara fyrir að drepa
Trask. af þvi að hann ásótti konu
þína, og að þú hafir lofað að verja
mig. ef ég yrði handtekinn. Og ég
var sem sagt handtekinn.
H ANNON stóð til hálfs upp úr
stólnum. — Ég get tilkynnt
lögreglunni. að þú hafir játað á þig
morð. sagði hann.
Cooley seig neðar í hægindin og
brosti breitt. — Já, auðvitað getur
þú það. sagði hann. — En þeirgeta
ekki ákært mig aftur fyrir morðið á
Trask.
— Heldurðu, að einhver trúi þér?
hrópaði Hannon.
Cooley geiflaði munninn. — Það
leiddi kannski ekki til réttarhalda.
Þín orð á móti mínum. En það er nú
nokkuð spaugilegt, ekki satt, að þú
skulir hafa haldið uppi vörnum fyrir
manninn, sem drap þorparann, sem
spilaði með konuna þína? En svo
mikið veit ég — það yrði út um þig
sem lögfræðing og stjórnmála-
mann.
Cooley reis letilega upp úr
stólnum. — Þetta er áætlunin, sem
ég hafði í huga, þegar ég skaut
Trask. Ég tók áhættu. En ég vissi,
að ég gæti fengið þig sem verjanda,
ég var nokkurn veginn öruggur um
það. Þú hefur mjög góða dóm-
greind.
Hannon stóð á fætur til að mæta
óvini sínum en hann hefði engin
vopn.
— Má ég spyrja af hreinni
forvitni, Cooley, sagði hann, hvað
setur þú upp?
Litli maðurinn tók brúna umslag-
ið af skrifborðinu og setti það aftur í
innri jakkavasann. — Fimm þús-
und i fyrstu afborgun, svaraði
hann. Síðan meira svona af og til.
Eins konar afborgunarsamningur.
Þú hefur hæfileika og menntun til
að framfleyta okkur báðum, geri ég
ráð fyrir.
Svo yfirgaf Cooley skrifstofuna,
án þess að Hannon reyndi að
stöðva hann.
HaNNON vildi færa Alix frétt-
irnar. Hann beið við dyrnar á
íbúðinni hennar, þegar hún kom
heim. Hann fór inn með henni og
sagði henni allt af létta.
— Ég vissi, að ég var að gera
rangt, sagði hann að lokum, þegar
ég greiddi Trask peningana. Og ég
vissi, að ég var að gera rangt, þegar
ég tók að mér að verja Cooley.
Hvort tveggja var rangt, af þvi að
það var heimskulegt og óheiðar-
legt. Ég hefi gengið i gildru, og nú
situr þú í gildrunni með mér.
— Ég á það skilið.
Hún settist á sófann og grét. Hún
hvíldi andlitið í höndum sér, og
axlir hennar skulfu af ekka. Hann
langaði til að hughreysta hana, en
hann hafði ekkert til að hugga hana
með.
— Ég ætlaði að biðja um að fá að
koma til þín aftur, sagði hann bitur,
og ég ætlaði að biðja þig enn einu
sinni fyrirgefningar á þessu með
hana Chrys, og svo ætlaði ég að
biðja þín á ný. En núna hefi ég
ekkert að bjóða þér. Líf mitt verður
martröð, fjárkúgari er á hælunum á
mér. Maður veit aldrei, hvað næsti
dagur býður, veit ekki, hvort maður
getur uppfyllt kröfur fjárkúgarans.
Það yrði ömurlegt líf, sem við
fengjum saman, alltaf við ógn og
kúgun.
Allt í einu leit hú' upp til hans.
Andlit hennar var tárvott, en í
augum hennar var sterk glóð. — Þú
neyðist til að binda endi á þetta nú
þegar, Hugh, sagði hún.
— Þú borgaði Trask. Nú hefur þú
borgað Cooley. En það getur ekki
gengið svona um alla framtíð. Þú
getur eins vel stöðvað þetta núna,
eins og á morgun eða í næsta
mánuði, eða á næsta ári.
— En hvað á ég að gera? Skýra
lögreglunni frá því, sem Cooley
sagði mér? Cooley hafði á réttu að
standa. Það er ekki hægt að ákæra
hann tvisvar fyrir sama afbrot.
— En þú þarft ekki að borga
honum. Ekki borga, Hugh. Segðu,
að þú ætlir þér ekki að borga. Láttu
hann segja sína sögu. Þeir draga
þig ekki fyrir rétt, en það verða
endalok á frama þínum. Við yrðum
að byrja frá grunni aftur. En það er
betra að byrja frá byrjun núna
heldur en síðar.
Hún sagði ,,við”. Kannski mis-
mælti hún sig, en þegar hann leit í
augu hennar, sá hann, að hún
meinti það, sem hún hafði sagt. Þau
voru bæði um þetta. Það eitt skipti
máli núna, allt annað, sem gerst
hafði, var vondur draumur.
H ANN var fullur eftirvæntingar
og óþreyju eftir að fá að hitta
Cooley og gera upp við hann sakir.
Hann ætlaði ekki að bíða þess, að
Cooley kæmi til hans, hann ætlaði
að hafa upp á honum strax.
Hann byrjaði leitina um miðjan
dag, og um miðnætti var hann enn
að leita Cooleys. Einhvers staðar
var Cooley, hann varð að finna
hann.
Hann vissi ekki nafnið á síðasta
barnum. Kannski hafði hann gengið
í hringi og heimsótt suma staðina
tvisvar sinnum. Þeir voru hver
öðrum líkir þessir staðir.
Cooley sat með tveimur stúlkum
við borð. önnur þeirra var dökk-
hærð, hin var með rautt, litað hár.
Skrýtin tilviljun. Cooley hafði Mel
Trask með tveimur stúlkum kvöld-
ið, sem hann drap hann. Trask var
dauður, og stúlkurnar voru Cooleys
núna. Og nú myndi hann hafa nóg
af stúlkum með fimm þúsundin í
jakkavasanum og von um meira í
næstu viku, næsta mánuði, á næsta
ári... já, um alla framtíð hefði hann
úr nógu að spila.
Hannon gekk að borðinu. Hann
settist ekki. Það, sem hann sagði,
var stutt og ákveðið. Hann ætlaði
ekki að rökræða neitt núna. Cooley
tók ekki eftir honum, fyrr en hann
var alveg kominn að borðinu. Þá
leit hann upp og sleikti varirnar.
— Cooley, sagði Hannon, það
verður ekkert af því, að ég borgi
meira.
ElTT augnablik virtist Cooley
brugðið. En svo gneistuðu augu
hans af hatri og hefndarhug. — Ég
fer til saksóknarans, sagði hann
frekjulega.
— Farðu bara, „ugði Hannon.
Hann skalf, ekki af hræðslu, en af
einhverri óútskýranlegri tilfinn-
ingu, vissunni um, að nú loksins
gerði hann rétt. Ródd hans var
óeðlilega há.
— Ég geri það. Ég sver, að ég
geri það, sagði Cooley.
Hannon starði á andstæðing
sinn, síðan snérist hann á hæli.
Hann hafði aðeins gengið fá skref,
þegar Cooley hrópaði. — Halló,
komdu aftur!
Hannon stansaði og snéri sér við,
en hann gerði ekki, eins og Cooley
bað. Hann sá, að Cooley hafði
staðið upp og starði á hann tryll-
ingslegu augnaráði.
— Þú mátt halda fimm þúsund-
unum, Cooley, sagði hann. — Ég
vil ekki sjá þá fyrir augum mínum
aftur. Þessum peningum fylgir
ógæfa, Cooley.
Cooley þreifaði eftir umslaginu og
ýtti þvi niður í vasann. Það leit út
fyrir, að hann væri búinn að gleyma
Hannon. Hann leit flóttalega í
kringum sig á barnum og hélt hægri
hendinni um umslagið í vasanum.
Hannon yfirgaf staðinn.
Dagblaðið lá opið á borðinu
og hrópaði á hann. Fyrirsögnin
fylgdi honum, hvar sem hann stóð í
herberginu, hann hafði enga ró í
sinum beinum og gekk eirðarlaus
farm og aftur um herbergið. Alix
sat róleg, en stíf á sófanum.
Augnaráð hennar flutti sig frá
blaðinu til hans, það var eins og
blaðið væri lifandi, ógnvekjandi
hlutur,
— Það þýðir ekkert að berjast
gegn staðreyndum núna, sagði
hann loks. — Ég hefi neitað hinu
rétta alltof lengi. Ég drap hann, af
því að ég fór þarna inn og sagði
öllum, sem heyra vildu, að Cooley
hefði fimm þúsund i jakkavasanum.
Hann hjálpaði svo til, þegar hann
greip um peningana i vasanum. En
það var min sök. Einhver elti hann,
þegar hann fór af barnum og króaði
hann af inni i skoti í hliðargötu. Ég
veit, að þannig var það. Lítill,
varnarlaus karl eins og Cooley með
umslag fullt af peningum í vasanum
á stað eins og þessum var sjálfsagt
fórnarlamb einhvers óþokka, sem
þarna hefur verið. Þarna var
óreiðanlega fólk, sem hefði framið
morð fyrir lægri upphæð en þarna
var um að ræða. Drottinn minn
dýri, þetta var fullkomin gildra. Ef
ég hefði af ráðnum hug ætlað að
gera eitthvað til að losna við hann,
gat ég ekki fundið neitt betra. Ég
drap hann.
Alix kinkaði kolli. — Þú gerðir
það vist, sagði hún. — Við lögðum
bæði hönd að verki. Þú mátt ekki
taka alla sökina á þig. Hvað eigum
við nú að gera?
— Þú veist, hvað ég vil gera.
— Ég held það.
— Ég verð að segja lögreglunni
allt, sem ég veit. Kannski get ég
þekkt aftur stúlkurnar, sem hann
var með. Þær kynnu að vita
eitthvað. En ég verð að vinna með
lögreglunni. Staðreyndin er sú, að
ég mun segja þeim alla söguna frá
byrjun.
.HaNN horfði á hana og leitaði
svars. — Það þýðir, að þér verður
blandað í málið hélt hann áfram. —
— Það, sem ég reyndi að hindra að
kæmi fram, mun vitnast. Þitt góða
nafn....
Hún stóð á fætur og greip fram í
fyrir honum. Hún gekk í kringum
borðið, þar sem blaðið lá. Hún
nálgaðist hann feimnislega, og svo
lá hún allt i einu í örmum hans. Hún
grét og kyssti hann og hvíslaði í
eyra hans.
— Ég hefi bara eitt nafn, gott eða
slæmt ...frú Hugh Hannon... og ég
vil vera með þér, þegar þú segir
þeim það.
48 VIKAN 32. TBL.