Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 41
— Ég er búin að eyða öllu
verðlaunafénu. Hvaðverðurnú
um mig?
c
'.JSr
, '/< n • »■ ■ — I'1
— Þú hefðir ekki átt að vera
svona naumur á þjórfé við
dyravörðinn.
Mama, Papa, Cassandra og
Stephanos eru líka ánægð, því
margt fólk hefur komið í veitinga-
söluna, það er mikið drukkið, og
peningakassinn gleypir í sig pen-
inga fólksins.
Þau eru öll hamingjusöm. Og ég?
Ég hjúfra mig niður i stórt rúmið.
Barnið er í örmum minum. Á
morgun fer Josef með hann til
kirkju, og hann verður skírður
Georgio í höfuðið á Papa, sem hefur
verið mér góður. En i nótt er hann
minn, eingöngu minn. Ég þrýsti
vörum mínum að smurðum hýj-
ungnum, sem er hár hans. Það er
ljóst, eins og grískur morgunn.
..Aimilious,” hvísla ég, „Airni-
lious,” og i fyrsta sinn er ég
hamingjusöm á þessum stað.
Stjörnuspá
ástarinnar
Fyrir nokkrum árum birtist hér í
blaðinu STJÖRNUSPÁ
ÁSTARINNAR, sem er eftir kunnan,
sænskan stjörnuspeking.
Þessi stjörnuspá virðist nú lesin og
nýtt upp til agna, þvi upp á síðkastið
hefur ekki linnt fyrirspurnum til okkar
um, hvernig þessi og hin merkin eigi
saman, og er greinilega mikill áhugi
fyrir hendi. Þar sem erfitt er að svara
öllum þeim fyrirspurnum, sem berast,
auk þess sem það er heldur einhæft
lestrarefni, birtum við spána hér
aftur. Notkun hennar er einföld: Leitið
uppi merki HENNAR i láréttu
stöðunni og merki HANS í þeirri
lóðréttu. Þar sem merkin skerast,
sjáið þið svar stjarnanna.
43. TBL. VIKAN 41