Vikan


Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 16

Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 16
við næsta borð sátu tveir menn og voru eitthvað að tala um plötuna. Svo sagði annar þeirra: „Það væri nú gaman að sjá framan í kellinguna, sem syngur þetta lag um Stínu Stuð." Þá stóð ég upp, gekk að borðinu þeirra og sagði: ,,Er ég svona ansk.... kellingar- eg." Það kom auðvitað flatt upp á þá, þegar ég kynnti mig svona, en ég hafði mikið gaman af. PLATAN ER EIGINLEGA SVONA SPRELL — Hvað er það versta, sem gæti komið fyrir þig, Steinunn? — Það væri að missa manninn minn, því ég á svo góðan mann. Hins vegar væri það besta, sem fyrir mig gæti komið, að mér væri boðið hlutverk í Þjóðleikhúsinu. Ég er eiginlega viss um, að sá draumur minn á eftir að rætast. Ætli það sóu ekki u.þ.b. 15 ár, síöan ég lék þar síðast. — Saknarðu Íslands, þegar þú ert í London? — Landið mitt er fallegasta land í heimi, og ég sakna þess oft á sumrin að geta ekki farið upp í sveit eða komist í berjamó. En ég er ennþá íslenskur ríkisborgari og ætla mér alltaf að vera. Það er líka Íslendingafélag í London, sem ég hef verið virkur félagi í. Ég skemmti alltaf á þorra- blótum og þess háttar hjá því. Þessi félagsskapur finnst mér geysilega góður — Hefur þér ekki dottið í hug að flytja heim til islands? — Nei, aldrei. Það yrði svo erfitt. Maðurinn minn myndi eiga erfitt með að fá góða vinnu hérna. Það er heldur ekkert gaman að vera frægur á islandi. Það er gaman að skreppa hingað heim og gera smá sprell, en ekki að. búa hérna, þar sem allir þekkja alla. — Þá dettur mér í hug, að ég fór á Sögu að skemmta mér með kunningjafólki mínu síðasta laug- ardagskvöld. Á eftir gekk okkur erfiðlega að ná í leigubíl til þess að aka okkur heim, en náðum loksins einum, og ég sat frammí hjá bílstjóranum. Stúlka, sem var með okkur, var eitthvað að raula lagið um Bjössa Bollu, og maður, sem var með, spurði eftir hvern textinn væri. ,,Hann er eftir einhverja kellingu, sem heitir Steinunn Bjarnadóttir," sagði þá leigubíl- stjórinn. ,,Það er nú ég," sagði ég þá og heilsaði honum. Hann varð auðvitað hvumsa við, en þegar ég ætlaði að borga aksturinn vildi hann ekkert taka fyrir. — Hver er tilgangurinn með plötunni, „Steinka á útopnu?" — Ég vil nú fyrst leggja áherslu á það, að ég er engin söngkona, og platan er eiginlega svona sprell. Ég reyni t.d. að herma eftir ýmsum þekktum persónum t.d. Marlene Dietrich, og ég er alls ekki að stefna að neinu ákveðnu marki með þessu. — Þú samdir nokkur lög og texta, sem eru á plötunni? — Já, en textarnir eru náttúr- lega ekkert nema bull, en það eru allir textar bara bull í dag, t.d. enskir dægurlagatextar. Þeir eru bara bull. Það hafa reyndar margir spurt mig, hvort ég eigi við einhvern ákveðinn mann í laginu um Bjössa Bollu, en svo er alls ekki. Textinn varð bara til svona af sjálfu sér. ÖNNUR PLATA í BÍGERÐ — Hvað er svo á döfinni hjá þér í framtíðinni? — Það er önnur plata í bígerö. Hana ætla ég sjálf að gefa úr crg hún verður tekin upp í London. Ég Þangað leita viðskiptin, semúnialið ermest. Smáauglýsingar BIAÐSINS Þverholti11 sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld 16 VIKAN 43. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.