Vikan


Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 48

Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 48
MORÐ í KJALLARA Kæri draumráðandi! Mig langar mikið til að fá ráðningu á eftirfarandi draumi, sem mig dreymdi fyrir stuttu, og finnst heldur óhugnanlegur. Draumurinn var á þessa leið: Mér fannst ég vera stödd í kjallara í gömlu húsi. Kjallarinn var fullur af vínbirgðum og matarbirgðum, og fannst mér eins og það ætti að fara að halda einhverja veislu í þessu húsi. Mér fannst það þó skrýtið, þar sem húsið var að hruni komið. Mér fannst ég ætla að hitta þarna strák, sem ég er með, og var ég mjög ill út í hann vegna einhvers, sem hann hafði gert mér. Allt í einu sá ég stóra köngurló, sem var að spinna vef yfir einum vínkassanum, og brá mér þá mjög mikið. Svo heyrði ég að það var gengið niður stigann, og hélt þá að það væri strákurinn, sem væri að koma. Ég var með flösku í hendinni, og ætlaði að láta sem ég ætlaði að rota hann, bara til að hræða hann, svo ég faldi mig á bak við dyrnar. Þegar þær opnuðust, sló ég flöskunni út í loftið, en hún lenti óvart á höfði þess, sem kom inn. Sá ég þá að þetta var ekki strákurinn, heldur einhver maður, sem ég hef aldrei séð fyrr. Ætlaði ég þá að biðja hann afsökunar, en sá þá að hann var dáinn. Ég var alveg dauð- skelkuð, þegar ég sá að ég var búin að myrða bláókunnugan mann, og hljóp út úr húsinu. Hljóo ég þá þeint i fangið á manni, sem er rithöfundur, og rétti hann mér fallegar rósir, nýútsprungnar og óskaði mér til hamingju og við það vaknaði ég. Ég vonast til að fá ráðningu á þessum draumi, hið allra fyrsta. Með fyrirfram þakk- læti. Drauma. Þótt þessi draumur líti ekki vei út, er hann þér fyrirboði mikillar hamingju. Þú sigrar í einhverjum deiium, sem þú stendur í og auðgast á skjótan hátt. Þú giftist innan skamms og átt í vændum mjög gott heimi/is/íf. fíósir i Mig dreymdi draumi eru ætíð heillaboði, og þú verður einnig fyrir óvæntu á- nægjuefni. VERKAMAÐUR VELDUR HNEYKSLI Kæri draumráðandi! I nótt sem leið, dreymdi mig draum, sem veldur mér miklum heilabrotum. Mér fannst ég vera orðinn verkamaður og stóð niðri í miðbæ og var með stóran vindil í munninum (í rauninni reyki ég ekki). Ég var eitthvað leiður, og langaði til að breyta öllu í kringum mig, svo ég fór inn í eitthvert stórt hús og fór þar upp með lyftu. Lyftan var full af fólki, og ein kona, sem í henni var, sagði við mig hneyksluð á svipinn: ,,Það er nú ekki vani að reykja í lyftu góði minn." Þá litu allir á mig, og fannst mér fólkið allt vera mjög hneykslað. Þá varð ég svo reiður, að ég tók upp sprengju og sprengdi allt í loft upp. Ég vona að þú getir lesið eitthvað úr þessum draumi. Með fyrirfram þakklæti fyrir birtinguna. dreymt. Mér fannst ég vera orðin ung aftur, og það átti að fara að ferma mig. Ég var að fara út í kirkju, þegar ég uppgötvaði að ég ætti ekkert til að bjóða fólkinu, sem kæmi með mér heim eftir athöfnina. Ég fór því inn í eldhús og byrjaði að brugga vín, og hugsaði með mér að það mundi enginn vita af því að það væri óáfengt. — Svo var ég allt í einu komin inn í stofu, og var að biðja mann, sem ég þekki svolítið, um að giftast mér, en hann sagði að ég væri alltof ung til að giftast, ég yrði að láta ferma mig fyrst. Svo tók hann upp fiðlu og fór að spila eitthvað leiðinlegt lag og sagði mér að líta út um gluggann um leið. Það gerði ég, en þar var ekkert að sjá, nema hvað himininn var óeðlilega heiður. Þetta er í þriðja skipti, sem mig dreymir draum af svona tagi, og langar mig því mikið til að vita hvort þetta táknar eitthvað sérstakt. Þakka ráðninguna, ef hún verður ein- hver. Kær kveðja, Jóna. Þessi draumur er þér fyrirboði ánægju og heppni, og jafnve/ giftingar, ef þú ert þá ekki þegar gift. Þú færð heimsókn gama/s vinar, sem þú hefur ekki séð lengi, og verður þessi heimsókn þér til mikillar gleði. Fermingin boðar óvænta peninga og gleði, og himininn er mikið hamingjutákn, þannig að allt ætti að ganga þér i haginn. G.L. Þú munt verða í áliti hjá almenningi, og þin bíður mikil upphefð. Þú munt koma áformum þínum í framkvæmd, og þér fylgir mikil velgengni. Sprengingin er þér aðvörunarmerki um þýðingar- mik/a breytingu, sem verður á llfi þínu innan skamms. FERMINGARBARN AÐ BRUGGA Sæll draumráðandi! Enn einu sinni sendi ég þér merkilegan draum, sem mig hefur BÖRN í NUNNUKLÆÐUM OG BÍLSLYS Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig tvo drauma, sem mig dreymdi nýlega. Fyrri draum- urinn var á þessa leið: Mér fannst sem einhver kona er ég þekkti (í draumnum), hefði misst nýfætt barn sitt og að ég væri stödd á einhverju sjúkrahúsi og biði eftir að fá að sjá börn á barnadeildinni. Kona kom til mín og fylgdi mér að stóru herbergi. Þar inni voru nokkur ungbarnarúm og fannst mér eins og að ég mætti velja úr eitt barn til að fara með, til að hugga móðurina, sem hafði misst sitt ungbarn. Ég gekk að, þar sem fjögur eða fimm rúm stóðu saman, en varð skyndilega undr- andi, því börnin í rúmunum voru öll klædd eins og nunnur og það var einhver Ijómi sem stafaði frá þeim. Hvert um sig hafði kross ofinn í fataefnið. Er ég hafði náð mér eftir mestu undrunina, tók ég upp eitt barnið, það var stúlka. Hinn draumurinn var svona: Ég var stödd við mikla umferðargötu og sá skyndilega að við gang- stéttina hafði orðið slys. Tveir bílar, báðir svartir að lit og rykugir, höfðu skollið saman, líklega aftanákeyrsla. Aftan á aftari bílinn hafði skollið svart reiðhjól. Bílarnir litu út eins og á árunum 1940-50. Ég hafði það á tilfinningunni að fólkið í bílunum væri látið, en ég sá ekkert af því í bílunum. Hins vegar sá ég piltinn á reiðhjólinu, en hann sat stirðnaður á því, og var augljóslega dáinn. Þar sem ég stóð þarna, varð mér litið -niður fyrir mig, og sá þá að gangstéttin í kringum mig, og vinstri fótur, var alþakinn blóði, alveg eins og því hefði verið úðað yfir allt, því það var allt í smádropum (Ijósrauðum). Allt í einu sá ég lögregluþjón koma á harðahlaupum, og benti ég honum á slysið. Það sem vakti furðu mína, var að hann var í enskum einkennisbúningi. Táknin i þessum draumi eru mörg og bæði góð og iH. Þú verður fyrir einhverju mótlæti eða áfalli innan há/fs árs og einhver vinur þinn svíkur þig í tryggðum. Þú færð slæmar fréttir og ættir að varast að hefjast handa um nokkuð fyrst um sinn. Þú verður fyrir einhverjum óþægindum i fjármátum, og munt tapa miklu fé. Þú ættir að varast að tefla i tvísýnu í nokkru, og hætt er við, að þú verðir fyrir einhverjum vonbrigðum. Sjúkrahúsið boðar þér þó bætta stöðu, og rúmin eru góðs viti, þannig að erfiðleikar þinir ættu að ganga fljótt yfir. 48 VIKAN 43. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.