Vikan


Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 37

Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 37
Usa (Taylor) Todd var meðal boðsgesta á hátíðinni. Liza þykir aðlaðandi stúlka, enda hefur hún erft hin fögru augu móður sinnar, Elizabetar Taylor, en skapgerðina hefur hún fengið frá föðursínum, MikeTodd. Þótt Liza sé orðin tvítug, er ekki Ijóst, hvað hún ætlast fyrir í lífinu, nema hvað hún hyggst ekki koma nálægt kvikmyndum. Fylgdarmaður hennar er óþekkt svermirí. John-John er á sautjánda árinu og virðist ætla að verða glæsilegur piltur. Maria Shriver, 19ára dóttir Eunice systur J.F.K., virðist á sama máli, þar sem hún horfir frekar á hann en tennisleikinn. Edward KENNEDY er liðtækur við fleira en þingmennsku og kvennafar, til dæmis tennis og fleiri íþróttir. Tennisleikur var einmitt aðalatriðið á títtnefndri góðgerðahátíð, og Ted stóð sig með prýði. Við sjáum hértvo fræga kappa, þá Ted og Mondale varaforseta, en þeir unnu glæsilega í tvímenningskeppni gegn sendiráðsfulltrúa og lækni nokkrum. Jackie KENNEDY-ONASSIS var nýkomin heim úr sumarleyfi, sem hún eyddi á eynni Skorpios ásamt dóttursinni, og þarna sést hún við afhendingu sigurlaunanna í tenniskeppninni. Jackie á annríkt um þessar mundir, því hún hefur nú hafið ritun endurminninga sinna. Og útgefandi hennar virðist bera til hennar fyllsta traust, því hann hefur greitt henni 5 milljón dollara fyrirfram. Ethel Kennedy ekkja Roberts og móðir ellefu barna hans lætur ekki sitt eftir liggja, þegar góðgerðastarfsemi er annarsvegar. Hún sýndi mikil tilþrif í dansinum um kvöldið og sést hér á gólfinu með ónafngreindum - grínista úr sjónvarpinu. Mohamed Ali vareinn hinna örfáu, sem gátu keppt við Kennedyanna um athygli viðstaddra. Hann kom vitanlega með nýju frúna og spánnýja barnið. Kannski er hann óþarflega upptekinn af þeim tveimur um þessar mundir, að minnsta kosti átti hann í nokkrum erfiðleikum með andstæðing sinn, Bunny Shavers, á dögunum. 43. TBL. VIKAN37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.