Vikan


Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 44

Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 44
<7 SKUGGA %TÖNSINS „Sagði Filomena þér að hveriu hún komst í Róm? Já, ég sé á svip þínum, að hún hefur gert það. Þú vissir að þú varst að tapa öllu, ekki satt?" Augu Beppos glóðu, en hann þagði áfram. „Svo skemmdu þessir kjánapilt- ar nokkur dekk á verkstæðinu.” Um leið og Edward hélt áfram, mjakaðist mannfjöldinn nær, fullur áhuga. ,,Ég hefði gaman af að vita, hve mikið þeir skemmdu í raun og veru. Bættir þú ekki einhverju við, svo að þetta liti enn alvarlegar út? Þú vissir vel, að þeir myndu aldrei mótmæla, þótt þú ýktir svolítið frásögnina af skemmdarverkum þeirra.” Giuliano horfði ólundarlega á Edward. ,,Það var líka ósköp auðvelt fyrir þig að fá þér sams konar búnað og mótorhjólaklíkan var alltaf í. Og svo var ónotaða herbergið við borgarhliðið alveg i leiðinni fyrir þig, þegar þú komst frá bílaverkstæðinu. Ágætis staður tii að fela dulargerfið. Enginn var líklegur til að sjá þig. En Rósa gerði það nú samt.” Aftur þagnaði Edward, en Beppo gerði engar athugasemdir. „AumingjaRósagamla. Þarna sá hún opna leið til að öðlast það, sem hún viíkilega þráði: Litla húsið bak við verkstæðið. En landspildan, sem húsið stend- ur á, sker i sundur jarðeignina. Þú fengir ekki eins gott verð, ef þessi spilda værí ekki með. Þú fengir ekki nóg til að geta greitt fyrir verkstæðið í Genoa. Svo þú lofaðir Rósu, að hún fengi húsið, en ákvaðst um leið að drepa hana. Hvað skyldu margir hafa vitað, hvar Rósa geymdi þessa stolnu muni sína?” „Spurðu mig ekki að því.” Það var eins og orðin væru neydd út úr Beppo. „Matteo fann staðinn, þegar hann var lítill drengur,” sagði Edward, „og sagði þér frá því.” „Fyrir mörgum árum,” tautaði Beppo. „Konur eins og Rósa breyta ekki venjum sínum. Og þú vissir að hún myndi fara þangað, af því að það var nýr hlutur á felustaðnum. Hún var með eina af nælum Filomenu.” Beppo yppti öxlum. „Getgátur. Ekkert nema getgátur, Edward. Þú hefur engar sannanir. Ef þú heldur að þú getir þvingað fram jatningu frá mér, þá eyðir þú tímanum til einskis. Þú ættir að vita betur.” ,, Það geri ég lika. Þú gerðir slæm mistök, gamli félagi. Það var ekki þér líkt að berjast ekki gegn Giuliano og klíku hans, þegar Filomena dó. Það voru ekki þín réttu viðbrögð. Þú varst alltaf baráttumaður. Þú hefðir átt að vera æstur i að ná þér niðri á þeim. Og ég hef sannanir. Sumar hef ég þegar, en aðrar eiga eftir að koma. Einmitt núna er lögreglan að yfirheyra alla viðkomandi versl- unarmenn í La Spezia og Genoa, til að komast að, hvar þú keyptir mótorhjólabúninginn. Þeir sýna þeim mynd af þér. Heldurðu ekki að einhver þeirra þekki þig aftur? Og fötin eru á rannsóknarstofu lögreglunnar. Þeir finna áreiðanlega einhver ummerki eftir þig á þessum fötum, hár eða fingraför á leðrinu, eitthvað sem tengir þau við þig. Fasteignasalinn er lika vitni gegn þér. Þú lofaðir Rósu að hún fengi húsið, sama dag og Filomena dó. Samt hringdirðu í hann um kvöldið og talaðir um að selja, en minntist ekkert á að húsið fylgdi ekki með. Og enn eitt atriði. Hvar varst þú, þegar Filomena var myrt?” „Á bílaverkstæðinu.” „Var það? Systurdóttir mín og ég ókum á borgarvegginn nokkrum augnablikum áður en hún dó. Þú varst sá fyrsti, sem kom á slysstaðinn. En þú komst ekki gangandi í átt frá bilaverkstðinu. Þú komst út um borgarhliöiö.” Mannfjöldinn kom enn nær. Beppo opnaði nokkrum sinnum munninn, en ekkert hljóð kom fram yfir varir hans. Einhver hrópaði: „Þú ert tekinn fastur, Beppo Tebaldi. Hleypið mér í gegn.” Ungi lögregluþjónninn reyndi að brjóta sér leið gegnum mannfjöldann. Beppo starði á ákæranda sinn. „Því í fjáranum varstu að koma aftur hingað, Edward?” sagði hann þunglega. „Herra borgarstjóri,” kallaði lögregluþjónninn, „haltu mannin- um.” Beppo stundi þungan. „Allt í lagi, Edward. Þú vinnur. En leyfðu mér heldur að gefa mig fram við lögregluna í La Spezia, heldur en að fara með þessum unga manni. Billinn þinn er við hliðið. Ég kom með hann fyrir þig. Lánaðu mér hann. Vegna gamallar vináttu,” bætti hann við og horfðist í augu við Edward. „Taktu hann,” svaraði Edward og sneri sér undan. Lögregluþjónninn var enn að hrópa á fólkið að hleypa sér að. „Edward,” kallaði Beppo. „Viltu ekki láta einhvern fylgja mér?” Edward sneri sér við. „Fylgja þér?” „Til að vera viss um að ég framselji mig. Það ætti einhver að fara með mér,” Hann teygði fram hendina og reif í öxl Giulianos. „Ég tek hann. Hann gætir mín vel.” Markgreifinn og Carla voru staðin upp úr sætum sínum og gengu nú fram á pallinn til Edwards. „Nei,” sagði Edward ákveðinn. Markgreifinn lagði höndina á handlegg hans. „Nei, Edward. Láttu Giuliano fara með honum. Það hæfir vel.” „En -.” Framhaldssaga eftir Isobel Lambot Beppo starði á ákæranda sinn. , ,Því í fjáranum varstu að koma aftur hingað, Edward?” sagði hann þunglega. 44VIKAN 43. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.