Vikan


Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 54

Vikan - 27.10.1977, Blaðsíða 54
Gerið leyst upp í volgum vökvan- um og brætt smjör sett út i. Sláið eggin í sundur og takið dál. frá til að pensla með á eftir. Öllu blandað saman og deigið hnoðað saman. Látið lyfta sér um helming. Hnoðið síðan aftur, mótið lengju og lagið sem kringlu á plötunni. Látið lyfta sér og penslið með egginu, stráið perlu- sykri og möndlum ofan á, þá er bakað við 225° í ca. 1/2 klst. DÖNSK PRINSESSUKAKA 50 gr pressuger (5 tsk. þurrger) 2 1/2 dl mjólk 1 egg 1 msk sykur ca. 8-9 dl hveiti 250 gr smjör eða smjörlíki 100 gr marsipan. Gerið hrært út í volgri mjólkinni. Eggið slegið sundur og dál. tekið frá til að pensla með. Setjið egg og sykur saman við ásamt hveiti og hnoðið saman. Fletjið út í ca. 1 sm þykkan hleif, ferkantaðan. Skerið kalt smjörið í þunnar sneiðar með ostaskera og leggið ofan á 2/3 deigsins. Brjótið hleifinn í þrennt og byrjið með því að setja smjörlausa hlutann fyrst fyrir. Snúið þá hleifnum 1/4 úr hring og fletjið út í ferkant aftur. Endurtakið þetta 2-3 sinnum, þ. e. að brjóta deigið saman á þennan hátt og fletja út aftur. 1 /3 hluti deigsins er þá flattur út í kringlótta köku og setjið í hringform ca. 25 sm í þvermál. Afgangurinn er þá flattur út í ca. 35x35 sm fer- kantaðan hleif. Marsipanið er þá skorið með ostaspaða. Deigið skorið í 5 sm breiðar ræmur og rúllað saman og sett ofan á deigið í forminu. Látið lyfta sér og penslið með eggi og bakið við 200° í ca. 1/2 klst. Skreytið með flórsykursbráð. FRANSKT BONDABRAUÐ 50 gr pressuger (5 tsk þurrger) 1 msk smjörlíki 5 dl mjólk, vatn eða súrmjólk 1 tsk. salt 7-8 dl hveiti 6 dl sammalað hveiti, gróft eða fínt. 54VIKAN 43. TBl Ilmandi gerbakstur í verslununum hefur fjölgað veru- lega mismunandi korntegundum til brauðbaksturs og á mismun- andi mölunarstigum. Fátt er lystugra en nýbakað ilmandi ger- brauð, heimabakað. Vandinn er lítill, aðeins ef fólk gefur sér tíma. Úr pressugeri má baka brauð og kökur af ótal gerðum, og er yfirleitt sameiginlegt með kökun- um, að þæreru lítið sætar, og það er nú einmitt sykurinn, sem margir vilja sneiða hjá um þessar mundir. HEILKORNSBRAUÐ 2 dl heilt hveitikorn 50 gr pressuger (5 tsk. þurrger) 1 I undanrenna, gjarnan súr 3-4 tsk. salt 2 msk sojaolía 1,4 I sammalað hveiti ca. 1,4 I hveiti. Hveitikornin látin liggja í bleyti í vatni yfir nótt. Gerið hrært út í volgri undanrennunni, salt og olía sett samanvið. Helmingi mjölsins hrært saman við og látið lyfta sér um helming. Hellið vatni frá hveitikorninu, ef eitthvað er eftir, og hnoðið saman við ásamt því, sem eftir er af mjölinu og það miklu af hveitinu, að deigið verði hæfilega þétt. Mótið í 2 brauð, sem síðan er velt upp úr gróf- möluðum hveitikornunum. Setjið í smurð form og látið lyfta sér I ca. 1/2 klst. Hafið tímann ekki lengri, þegar heilt korn er í brauöinu. Bakið við góðan hita, 225° í 3/4 klst. GAMALDAGS KARDIMOMMU- ILMANDI KRINGLA 50 gr pressuger (5 tsk. þurrger) 100 gr smjör eða smjörlíki 2 1 /2 dl mjólk _2_e99 1 1/2 dl sykur 1 pk. sultað appelsínuhýði 1 pk. súkkat 1 tsk. kardimommur ca. 12 dl hveiti perlusykur og gróftsaxaðar möndlur. Gerið leyst upp í volgum vökvan- um, smjörlíkið brætt og öllu blandað saman. Hnoðið vel. Látið lyfta sér í ca. 1/2 klst. Hnoðið síðan aftur, og mótið 2 kringlótt brauð og setjið á bökunarplötu. Látið lyfta sér á ný í ca. 30 mín. Penslið með vatni og bakið í ca. 40 mín. við 225°. Penslið síðan aftur með vatni, þegar þau koma úr ofninum og kælið á grind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.