Vikan - 17.11.1977, Blaðsíða 10
RICK DEES
Sæll alltaf háttvirti Póstur,
Takk fyrir síðast, þar á ég við
takk fyrir öll góðu og gáfulegu
svörin, sem ég fékk hjá þér, síðast
þegar ég skrifaði þér. Þar af
leiöandi vona ég, að þú getir
svaraö þessum spurningum eins
vel. En svo ég sleppi öllum óþarfa
málalengingum, þá kannast þú
eflaust við hljómsveitina Rick
Dees and his cast of idiots. Sú
sem fleygði laginu fræga Disco
Duck hæst á stjörnyhimininn á
sínum tíma. Svo er nefnilega
komið, að mig vantar alveg
endilega allar þær upplýsingar,
sem þú getur veitt mér um
aðalsöngvarann og forráðamann
hljómsveitarinnar, hann Rick
Dees. Ég vona, að þú getir hjálpað
mér í þessu efni. En nóg um það.
Kanntu ekki eitthvert gott ráð við
feitu hári? Ég er búin að vera með
feitt hár frá því ég fyrst man eftir
mér, eða því sem næst. Þó ég sé
alveg örugglega búin að prófa nær
öll sjampó, sem fyrirfinnast á
markaðinum (og þau eru æði
mörg), þá hefur háriö á mér ekki
svo mikið sem lagast aðeins. Ég er
barasta að hugsa um að labba inn
á næstu rakarastofu og láta
krúnuraka mig. Takk. Jæja, en
elsku besti Póstur, ég hefði átt að
vera hætt þessu fjasi fyrir löngu,
en ég má til að vorkenna þér
aöeins. Mikið hlýtur það að vera
ömurlega leiðinlegt að hafa öll
heimsins vandamál yfir sér (t.d.
eins og mín og fleiri). A.m.k. vildi
ég ekki vera í þínum sporum. Nú
er ég alveg aö hætta, en aðeins í
lokin: Hvað lestu úr skriftinni? Ég
veit sjálf, hvernig skriftin og
stafsetningin er og hvað ég er
gömul, en reyndu að giska. Bið þá
bara að heilsa þér og þínum
nánustu og öllum hjá Vikunni.
Frábært blað. Blessaður alltaf.
Ég!
POSTIRIW
Mín kærasta Ég! — Pósturinn
var allur af vilja geröur aö hjálpa
þér meö upplýsingar um Rick
Dees — en allar tilraunir í þá áttina
voru því miöur árangurslausar. Ég
haföi meira aö segja samband viö
eitt,,poppséní" — en hann vissi
ekkert um Rick Dees, sagöi mér
bara, aö þetta væri einhver
,,stúdíóhljómsveit" og svo til
ógerningur aö fá frekari upplýs-
ingar um einstaka meölimi hljóm-
sveitarinnar. Varöahdi hár þitt,
skaltu reyna að sjóða grænsápu,
blanda hana til helminga með
vatni og þvo hárið upp úr henni.
Þetta er gamalt og gott ráð, sem
reynst hefur mörgum ve/. Einnig
getur verið, aö þú borðir of mik/ð
af sætindum eöa drekkir of mikið
af gosdrykkjum, og ef svo er,
skaltu a/veg endilega reyna aö
minnka það, því þaö veldur
yfirleitt feitu hári. Síðan ska/tu
labba þig inn á hárgreiöslustofu
og bera vandkvæöi þín upp við
hárgreiðsludömu og fá háriö klippt
þannig, aö þú eigir auðvelt með
að þvo þaö og blása sjátf, jafnvel
annan hvern dag, ef því er aö
skipta. En blessuð faröu ekki að
krúnuraka þig. Takk. — Veistu, að
það er bara a/ls ekki svo leiðinlegt
að hafa ÖH heimsins vandamá/ á
herðum sér, þá sé ég bara, hvaö
ég á sjá/fur gott/ Skriftin ber vott
um mikinn viljastyrk og skapfestu,
og ég giska á, að þú sért 14 ára.
DÝRKEYPT ÁST
Kæri Póstur!
Mig langar til að biðja þig að
hjálpa mér, því ég er í svo miklum
vandræðum. Þannig er mál með
vexti, að ég er svo ofsalega hrifin
NAFN
HEIMILI
★
★
*
★-------
★
i SÍMI
*
★
★
★ NAFNIÐ Á
Í HESTINUM ER:
+*+***■**■ G E Y M I Ð
*********
S E Ð I L I
af strák, sem vinnur í búð hérna í
Reykjavík. Ég fer ofsalega oft í
þessa búð að kaupa mér föt, og
hann er alltaf ofsalega almenni-
legur við mig. Ég veit ekki, hvað
hann er gamall og ekki heldur,
hvað hann heitir, en hann er
ábyggilega ekki trúlofaður eða
giftur, því hann er ekki með hring.
Fyrst þegar ég fór í búðina, fór ég
bara til að skoða,en svo endaði
með því, að ég keypti mér blússu.
Síðan fer ég aldrei út úr þessari
búð án þess að kaupa eitthvað,
því mér finnst svo hallærislegt að
vera svona oft þarna og kaupai
aldrei neitt, því ég er viss um, að
þá mundi hann fatta, að ég er
hrifin af honum. Hvað get ég gert?
Ég hef reynt að vera fyrir framan
skemmtistaðina, þegar þeir eru
búnir á nóttunni, en ég hef aldrei
séð hann koma út neins staðar. Ég
er of ung til að fara sjálf á böll,
nema í Tónabæ. Svo hef ég
stundum séð hann niðri í bæ í
hádeginu og svoleiðis og stundum
á kvöldin, en þá er hann alltaf með
stelpunni, sem vinnur með honum
í búðinni. Samt eru þau ekki
saman, af því að hún er með
trúlofunarhring, en hann ekki, og
svo tala þau ekki svoleiðis saman í
búðinni, að það getur ekki verið,
að þau séu gift hvort öðru. Nú
finnst mér svolítið dýrt að vera
alltaf að kaupa mér föt, bara til að
sjá hann, en ég get ekki hugsað
mér að sjá hann ekki. Elsku
Póstur, ég vona, að þú getir
hjálpað mér eitthvað. Hvernig eiga
saman Ijónsstelpa og meyjar-
strákur? Hvað lestu úr skriftinni,
og hvað heldurðu, að ég sé
gömul? Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna. Ég vonast eftir góðu
svari, því mér er alvara.
Bless 007
Já, þetta er heldur en ekki
dýrkeypt ást! Ég held ég verði nú
bara að ráðleggja þér að hætta að
kaupa þér föt þarna, það eru svo
margir, sem eru alltaf í verslunum
að skoða, svo það er ekkert
skrýtið, að þú komir þarna inn
öðru hverju að líta á föt. Geturðu
ekki bara verið svolítið alúðleg og
reynt að fara að ta/a við hann um
daginn og veginn, mi/li þess sem
þú spyrð hann um föt, og þá
kemstu kannski að því hvort hann
er ekki bara /aus og tiðugur. En
vina mín, fyrst þú ert of ung til aö
fara sjálf á dansleiki, ertu þá ekki
líka of ung til að standa fyrir utan
skemmtistaöi kl. 1 og 2 á
nóttunni?? Og hvað ætlarðu svo
að gera, ef þú sérð hann koma út?
Rjúka á hann og spyrja, hvaða
hvíta peysan íglugganum kosti og
hvort hún sé til í þinni stærð??
Nei, taktu þessu nú bara með ró,
og hættu endilega að eyöa
peningunum svona í föt, sem þú
hefur ekkert meö aö gera!
Ljónsstelpa og meyjarstrákur eiga
ekki mjög vel saman, líklegast
verða þau óvinir við fyrstu sýn, en
ástandið ætti að geta batnað viö
nánari kynni. Skriftin ber vott um
óþolinmæði, og þú ert 14 ára.
HJÖSKAPARAFMÆLI
Kæri Póstur!
Þannig er mál með vexti, að í
nóvembermánuði n.k. eigum við
hjónin 10 ára brúðkaupsafmæli,
og í því sambandi langar mig að
spyrja þig, hvort það sé ekki rétt
hjá mér, að slík brúðkaupsafmæli
heiti einhverju sérstöku nafni, sbr.
silfurbrúðkaup og gullbrúðkaup.
Ég man nefnilega eftir því, þegar
við höfðum verið gift í fimrti ár, að
einhver sagði mér, að fimm ára
hjúskaparafmæli héti einhverju
nafni, en ég man ekki lengur,
hvað það var. Mig langar mikið til
að fá upplýsingar um þetta,
aðallega um 10 ára hjúskapar-
afmæli, en eins væri gaman að
vita, ef það eru til fleiri svona
nöfn.
Með kæru þakklæti.
Hulda
Það var reglulega gaman að fá eitt
svona bréf til tilbreytingar! Það er
rétt hjá þér, aö hjúskaparafmæh
heita sinum nöfnum, og skal nú
hér talið upp hvert fyrir sig: 1 ár —
pappírsbrúðkaup, 2 ár — bómull-
arbrúðkaup, 4 ár — blóma- og
ávaxtabrúðkaup, 5 ár — tré-
brúökaup, 10 ár — tinbrúðkaup,
12 ár — silkibrúðkaup, 15 ár —
kristalsbrúðkaup, 20 ár — postu-
llnsbrúðkaup, 25 ár — silfur-
brúðkaup, 30 ár — per/ubrúð-
kaup, 40 ár — rúbinbrúðkaup, 50
10 VIKAN 46. TBL.