Vikan - 17.11.1977, Blaðsíða 39
vandamálum lands síns, sem hann
unni svo mjög.
Ég hlustaði og svaraði og spurði
ýmissa spurninga, meðan ég beið
eftir að þessi gáfaði og snjalli maður
kæmi að því, sem honum lá á
hjarta. Seinna, þegar ég virkilega
gat farið að hugsa skýrt, fannst mér
ótrúlegt, að þegar hann loksins
minntist á það, var ég ekki einu
sinni nálægt þvi að skilja mikilvægi
þess. Ég bara hélt að ég væri það.
M’pandu tók upp tómt glas mitt
og leit spyrjandi á mig. Þegar ég
hristi ákveðin höfuðið, setti hann
það við hliðina á kaffibollanum
sinum og ýtti bakkanum yfir
borðið. Um leið leit hann aðeins á
klukkuna og sennilega hefði ég
ekkert tekið eftir þvi, ef ég hefði
ekki einmitt verið að virða hann
fyrir mér.
Því var það, að ég stóð upp um
leið og hann sagði, svo hversdags-
lega, að ég mundi ekki eftir þvi fyrr
en löngu seinna: ,,Ég ætla að taka
þrihyrning úr landi Mabata, sem
Iiggur meðfram ánni, og bæta því
við Kamenidýragarðinn. Það eru
um það bil sextíu borholur víðs
vegar á búgarðinum og vatnsyfir-
borðið er yfirleitt frekar hátt,
jafnvel á þurrkatímum. Bakkar
árinnar eru heldur ekki það háir
áður en kemur að gljúfrinu, svo að
dýrin geta komist þar í vatn. Ég hef
þegar talað um allt þetta við
Wentworth.”
Eftir þessa tilkynningu þagnaði
hann og horfði rannsakandi á mig,
eins og hann byggist við svari, en
hann hafði skipt svo snögglega um
umræðuefni, að það eina, sem ég
gat stamað upp, var: ,,Ö, — já?”
Hann brosti til mín. ,,Þú hefur
líka hitt Christopher Wentworth, er
það ekki Katharine?”
Ég vissi ekki, hvað hann var að
fara, en eitthvað kom mér til að
svara kalt og ákveðið: ,,Jú, hann
var á flugvellinum.”
,,Á flugvellinum?” Eins og herra
M’pandu hafi nú ekki vitað það.
,,Hvaða erindi skyldi hann hafa átt
þangað? Hann kom fyrir nokkrum
dögum, og að því er ég best veit, þá
fer hann ekki fyrr en eftir nokkrar
vikur.”
Ég fer líka eftir nokkrar vikur,
hugsaði ég, en þorði ekki að segja
það. Mig hefði líka langað að vita,
hvaða erindi leynilögreglumaðurinn
frá London átti út á flugvöll
morguninn, sem ég kom. En ennþá
meira langar mig samt að vita,
hversvegna þú hefur áhuga á því,
kæri Simba frændi.
Brátt tók M’pandu undir hand-
legg mér, og leiddi mig fram að
dyrum. Hann var mjög blátt áfram
og elskulegur í allri framkomu.
„Þessir náungar frá Scotland
Yard, eins og Wentworth til dæmis,
eru mjög færir i sínu starfi,” sagðþi
hann, ,,en þeim hættir til að finna
helst til mikið til sín.”
Hann opnaði fyrir mig dyrnar
fram í forstofuna. Aðeins eitt litið
ljós hékk niður úr loftinu. I einu
horninu var uppsloppaður filsfótur,
sem notaður var sem geymsla fyrir
regnhlifar og stafi. Þar upp við
vegginn var líka lítið borð, sem á
var simi og símaskrá.
Þegar ég kom hafði ég verið of
taugaóstyrk til að taka eftir því,
sem ég nú aftur á móti gerði mér
grein fyrir, að hús M’pandu var illa,
eða jafnvel fátæklega búið hús-
gögnum, enda þótt hann væri einn
af ríkustu mönnum Nakadiu.
„Löndum þínum finnst að þeir
þurfi alltaf að vera að kenna okkur
eitthvað,” sagði hann, en brosti um
leið.
Ég hló. „Þú veist hverju pabbi
hefði svarað þér.”
„Já, það veit ég reyndar.” Hann
hló líka. „Hann hefði sagt að það
væri engin ástæða fyrir okkur að
bera kala til okkar íyrrverandi
nýlendustjóra, og að meira að segja
ég hafi hlotið menntun mina i
Englandi. En pabbi þinn var lika
stórkostlegur maður, Katharine.
Og veistu það, að enda þótt hann
hafi alltaf sagt mér sitt álit og við
oft verið á öndverðum meiði, þá
rifumst við aldrei?”
Ég kinkaði kolli, tárvotum aug-
um.
„En Christopher Wentworth
kom hingað til að selja ríkisstjórn-
inni búgarð sinn,” hélt hann áfram.
„Hann á ekki að vera að skipta sér
af því, sem honum kemur ekki við.”
„Var maðurinn, sem féll í
gljúfrið, enskur?” spurði ég.
„Hefurðu heyrt um hann? Já, og
hann var með tveimur öðrum
ferðamönnum og leiðsögumanni,
þegar þetta gerðist. Það virðist
leika einhver vafi á því, hvernig
hann féll fram af, og breska
sendiráðið vill fá nánari vitneskju
um málið.”
„Já, auðvitað."
„Wentworth er leynilögreglu-
maður í Englandi og á að sinna
skyldustörfum sínum þar, en ekki
hér, nema ef ég hefði beðið Scotland
Yard um aðstoð, en það hef ég ekki
gert. Ég sagði bróður þinum —”
M’pandu þagnaði snögglega, eins
og hann hefði sagt meira en hann
ætlaði sér.
„Hvar var það, sem veslings
maðurinn féll fram af?” óræddi ég
að spyrja.
„Lengst í burtu, þar sem gljúfrið
byrjar. Það hefur aldrei orðið slys
svona langt niðurfrá fyrr. Það er
yfirleitt litli höfðinn, rétt fyrir ofan
fossinn, sem laðar að sér ferða-
menn. Þeir ætla að horfa niður, en
fara of nálægt brúninni.”
Þegar ég kinkaði kolli, hélt
M’pandu áfram: „Ég hef skiljan-
lega engan áhuga á að fólk drepi sig
á ferðalögum í mínu landi. Ég vil að
það njóti dvalarinnar, komi aftur og
þá með fleiri með sér.”
„Og þú segir að Christopher
Wentworth hafi áhuga?”
M'pandu yppti öxlum, en ein-
46. TBL. VIKAN 39