Vikan - 17.11.1977, Blaðsíða 47
Nýja bíó mun einhverntíma á
næstunni sýna myndina ,,Alex
and the Gypsy," sem fjallar á
rómantískan en gamansaman hátt
unn ástarævintýri sígaunastúlku
og fahgavarðar í smábæ í Kali-
forníu. Sígaunastúlkan, Maritza,
er ekkert lamb að leika sér við og
Alexander Main verður að leggja
hart að sér til þess að halda henni
hjá sér. Hún hefur lent í fangelsi
og hann gengur í ábyrgð fyrir
hana til þess að fá hana lausa í fjóra
daga. Hún lætur þó ekki stjórna
sér og reynir hvað eftir annað að
komast í burtu frá honum, en
hann nær henni oftast fljótlega.
Þannig gengur á ýmsu þar til
Maritza sleppur á endanum í flugvél
en Alexander fær ekkert að gert.
Með aðalhlutverk í myndinni fer
hinn kunni gamanleikari Jack
Lemmon, sem er m.a. þekktur
fyrir leik sinn í myndunum ,,Some
Like It Hot” (1959), ,,The
Apartment" (1960) og ,,Days of
Wine and Roses" (1963). Maritza
er hins vegar leikin af Genevieve
Bujold, sem hefur t.d. leikið í
,,AnneoftheThousand Days" og
,,Earthquake." Leikstjóri er John
Korty, en framleiðandi Richard
Shepherd. Tónlist er eftir Henry
Manchini.
46. TBL. VIKAN 47