Vikan


Vikan - 17.11.1977, Blaðsíða 17

Vikan - 17.11.1977, Blaðsíða 17
ing án misþyrmingar Hleypidómamir em lífseigir Hulda Jensdóttir forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkur- borgar og Guðjón Guðnason yfirlæknir kynntust kenningum Leboyers sitt í hvoru lagi, en um svipað leyti á árinu '74. Þau hrifust bæði þegar af kenningum hans og fengu áhuga á að reyna þær í starfi hér heima. Það hafa þau líka gert, þó ekki eins mikið og oft og þau hefðu viljaö. Veldur þar mestu, hversu lítt þekkt þessi aðferö er, þótt þau hafi talsvert reynt að koma henni á framfæri. Að þeirra sögn er starfsliöið á Fæðingarheimilinu yfirleitt mjög opið og jákvætt og hlynnt þessari aðferö. En hún krefst þjálfunar, sem ef til vill skortir enn nokkuð á, og hún krefst meiri tíma en venjuleg fæðing. Og það er algjört skilyrði, að móöirin sé vel undir búin og viti, um hvað er aö ræða, Mörgum hrýs til dæmis hugur við því að fá barnið ókarað og í sumum tilfellum mjög blóðugt beint upp á magann á sér. Það tekur alltaf langan tíma að vinna gegn ríkjandi hugmyndum, eins og t.d. þeim atriðum að hafa sem bjartast og ennfremur þv(, hvernig skilið er á milli. Þau Hulda og Guðjón hafa orðiö vör við talsverða andstöðu, hvað þetta snertir, en telja bæði um hleypi- dóma að ræða. Hulda brosir reyndar að öllu saman, hún fékk að reyna svipað fyrir u.þ.b. 20 árum, þegar hún byrjaði með afslöppunarnámskeið sín. Þau mættu talsverðri gagn- rýni, og svo langt var gengið, að hún var kærð fyrir landlækni. Vilmundur Jónsson landlæknir var hins vegar víðsýnn og skynsamur maðurog hvatti Huldu til að halda ótrauð áfram á sinni braut.Nú er afslöppunartæknin löngu búin að öðlast viðurkenningu, og prófess- orarnir senda læknastúdenta til hennar að fylgjast með því, hvernig hún hagar þessari fræðslu. — Ætli þaö verði ekki eins með frönsku fæöinguna, sagði Hulda bjartsýn. það, hvernig Hulda og Guðjón telja æskilegast, að fæðing nýs borgara beri að: Móðirin vel undir- búin, óhrædd og afslöppuð, faðirinn við hlið hennar, Ijósin dempuð, hávaði í algjöru lágmarki og ailt gert til þess að milda þær ástandsbreytingar, sem barnið verður fyrir. Það er auðvelt að sannfærast um ágæti þessarar aðferðar, svo einföld og manneskjuleg sem hún virðist, þegar rætt er við jafn hamingjusama móður og Sigrúnu Davíðsdóttur og jafn áhugasamt og þekkingarauðugt fólk og þau Huldu og Guðjón. Ég vil eindregið hvetja fólk til að kynna sér þessi mál hleypidóma- laust og tek undir þau orð Leboyers, að það er ekki nóg, áð foreldrarnir séu ánægðir með sinn hlut og þeir, sem taka á móti, telji sig hafa gert, eins og vera bar. Barnið sjálft á rétt á því, að það sé meðhöndlað á manneskjulegan hátt og fái meðbyr út í lífið. K.H. Guðjón Guðnason og Hulda Jensdóttir. Guðjón kvaðst hafa orðið fyrir talsverðri andspyrnu starfsbræðra sinna, og einn þeirra hefði raunar verið meira en lítið stórorður og spurt, hvort hann væri alveg orðinn vitlaus. Einkum var það birtan, sem hann gagnrýndi, og ennfremur, hvernig skilið væri á milli. Í franskri fæðingu er barnið þegar látið upp á kvið móður sinnar og ekki skilið á milli, fyrr en eftiru.þ.b. 10 mínútur, þegartalið er, að lungun séu búin að taka við hlutverki öndunarkerfisins í nafla- strengnum. Andmælendur þess- arar aðferðar telja, að við þetta renni blóðið aftur inn í móðurina og álíta það hið mesta glapræöi. Hulda og Guðjón voru sammála um, að engin minnsta hætta væri samfara frönsku aðferðinni, þegar um eðlilega fæðingu er að ræða. Flestar fæðingar eru sem betur fer eðlifegar, en sé einhver hætta á ferðum er það oftast vitað fyrirfram. Auk þess er ekkert því til fyrirstöðu, ef eitthvað óeðlilegt kemur upp á, að mæta því á réttan hátt, því vitanlega er allt slíkt til staðar eftirsem áður, öll nauðsyn- leg áhöld, lífgunarborð, súrefnis- kassi og meiri birta. Hulda gat ekki stillt sig um að minnast með ánægju þeirra daga fyrir u.þ.b. 25 árum, þegar hún gegndi Ijósmóðurstörfum í heima- húsum. — Það eru yndislegustu fæðingar, sem ég hef verið viðstödd, allt miklu rólegra og af- slappaðra, mildari birta og elsku- legt andrúmsloft. Þó var eitt, sem ég furðaði mig alltaf á, að venjulega forðaði eiginmaðurinn sér um leið og ég birtist. Mér fannst eitthvað óeðlilegt við þetta, og þegar ég fór að spyrjast fyrir um þetta, uröu menn undrandi og spurðu á móti, hvort þetta væri ekki venjan, hvort þetta ætti ekki að vera svona. Af sögn Huldu og Guðjóns heyrir það nú fremur til undan- tekninga, ef faðirinn er ekki viðstaddur, sé hann yfirleitt fyrir hendi. Og það þarf ekki mörg orð um 46. TBL.VIKAN 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.