Vikan - 17.11.1977, Blaðsíða 49
I
honum. Síðan gleymdi hann
loforðinu og vonaði, að svo væri
einnig um hinn aðilann.
MEÐ EIGIN VINNUSTOFU
15 ÁRA
Það var um að gera að minna
Picasso á loforð sín. Áhyggjur
lýðveldissinna jukust. i apríllok
hafði Picasso ekki gert neina
skissu, og sýninguna átti að opna í
júní. Hann hafði lofað listaverki
upp á 8x3 metra, og plássið var
frátekið. Spænska sýningar-
nefndin var algjörlega miður sín.
Listamaðurinn hafði bara rúman
mánuð til stefnu til að fullgera 24
fermetra málverk. Hvernig átti það
að lánast?
Pablo Picasso var fæddur á
Malaga 1881. Faðir hans var
teiknikennari. Pablo erfði hæfi-
leika föður síns. Hann var aðeins
15 ára, þegar hann var kominn
með vinnustofu í Barselona. 16
ára vann hann til sinna fyrstu
verðlauna og flutti þremur árum
síðar til Parísar.
Picasso fékk brátt orð fyrir að
vera einn af þeim fremstu meðal
ungu listamannanna, og ,,undar-
legar" myndir hans vöktu bæði
hrifningu og gremju. 1937 var
hann orðinn heimsfrægur og
margmilljónamæringur. Málverk
hans voru seld fyrir himinháar
upphæðir.
En hann bar auðæfin ekki utan
á sér. Hann leit út eins og hálf-
gerður förumaður. Hann átti aldrei
meira en tvenn föt samtímis. Og
hann gekk í þeim, þangað til
olnbogar og hné stóðu út úr.
Hann hataði að fara til klæðskera,
og tilbúin föt gat hann ekki notað,
vegna þess að hann var fótstuttur,
en búkurinn var eins og á boxara í
þungavigt. Höndur hans voru
grófar með stuttum sverum
fingrum — sannarlega engar
listamannshendur að sjá....
Allir sem kynntust honum
fundu, að þeir stóðu frammi fyrir
snillingi. Persónutöfrar Picassos
voru einstakir. Konur féllu eins og
flugur fyrir þessum lágvaxna
manni, sem var tröllslegur ásýnd-
um. Ástarævintýri hans voru
óteljandi — og stóðu yfirleitt stutt.
Hann átti þó reyndar líka lengri
sambönd. Hann bjó með Fern-
ande Olivier í átta ár. Svo hitti
hann rússnesku dansmeyna Olgu
Khoklowa og kvæntist henni
1918. Þau eignuðust soninn Paul.
En nokkrum árum síðar var
Picasso orðinn leiður á Olgu og
dýrkaði nú aðra konu — Maríu-
Thérése Walter. Með henni átti
hann dótturina Mayu. 1935 sótti
hann um skilnað frá Olgu, en
hætti við það, þegar lögfræðing-
urinn tjáði honum, að við skilnað-
inn yrði hann að eftirláta Olgu
helming auðæfa sinna og helm-
inginn af málverkunum.
Hann var því áfram giftur Olgu á
pappírunum. Hún var afskaplega
afbrýðisöm og fylgdi honum eftir
hvert sem hann fór. Hún móðgaði
allar konur, sem hann var í tygjum
við, eins gróflega og henni var
unnt. Olga lést 1955, og fyrst þá
var Picasso frjáls að stofna til nýs
hjónabands.
TVÆR ÁSTKONUR
Þegar hann skapaði „Guern-
ica," árið 1937, átti hann í erfið-
leikum með ástamálin. Hann var í
tygjum við Marie-Thérése Walter
og einnig Ijósmyndarann Doru
Maar. Báðar voru afskaplega af-
brýðisamar, og það varð að gæta
þess, að þær rækjust ekki hvor á
aðra, — en það lánaðist ekki
alltaf.
Ekki bætti úr skák, að hann
notaði þær báðar sem fyrirsætur
— stundum við sama málverkið.
Þær eru báðar á „Guernica."
Marie-Thérése er konan, sem
horfir skelfingu lostin út um
glugga, og Dora Maar er konan,
sem grætur yfir látnu barni sínu.
Báðar konurnar sáu, að það
sem Picasso var að skapa, yrði
stórkostlegt og einstakt listaverk.
Þær voru afar stoltar yfir því að
vera með í þessu listaverki og
komu oft í heimsókn til að fylgjast
með gangi verksins. Það var því
ómögulegt að komast hjá því, að
þær hittust einhvern tímann. Einn
daginn þegar Marie-Thérése kom,
var Dora þar fyrir. Seinna sagði
Picasso einni af konum sínum —
Francoise Gilot — frá því sem
gerðist. Hún endurtekur frásögn-
ina í bókinni „Líf með Picasso."
„Þegar Marie-Thérése sá Dóru,
varð hún æfareið og sagði: Ég á
barn með þessum manni. Ég hefi
rétt til að vera hjá honum.
Hypjaðu þig samstundis! Dora
svaraði: Ég á jafn mikinn rétt á
að vera hér og þér. Ég hefi ekki
46. TBL. VIKAN 49