Vikan - 17.11.1977, Blaðsíða 54
Santipála
Frá Austur-Afríku kemur hún og
þrífst þar sem skógarplanta.
Hana skal vökva í skálina undir
pottinum. Það geta komið brúnir
blettir á blöðin, ef vatn kemur á
þau. Hún þolir venjulegan stofu-
hita — gjarna rakt loft og það
þarf að gefa henni áburð
vikulega útsumarið. Hennar tími
er naestum allt árið.
MAÐUR VERÐUR EKKI RÍKUR
AF MIKLUM TEKJUM -
AÐEINS AF LITLUM
ÚTGJÖLDUM!
Kínverskt máltæki
★ Mérfinnst alls ekki fallegt, aö
karlmaður sé með loðna
bringu.
★ Mér er alveg sama, þó ég sitji
í hellirigningu og horfi á fót-
boltann, bara ef ég er með
þér.
★ Ég veit ekki, — en mér finnst
einhvern veginn þú minna mig
á Nureyev í þessum buxum.
★ Aðrir menn? Kemur ekki til
mála.
★ Ég er þér alveg sammála.
Sonur þinn er sannarlega
sérstakasta barn landsins,
enda sonur þinn.
★ Sjáðu til, ég vil miklu heldur
tala um þig, ástin... Ég veit
þegar allt um mig.
★ Hvað sem kemur fyrir —
hvernig gæti ég nokkru sinni
gleymt ÞÉR.
10 stk. hvítlygi
(sem flestir karlmenn vildu trúa)!
★ Nei, mér leiðist þú alls ekki,
ástin.
* En dásamlegt, að mamma
þín ætlar að vera hjá okkur i
heila viku.
★ Auðvitað fannst mér allt í
lagi, að þú og Helga stunguð
saman nefjum allt kvöldið í
partíinu hjá Baldri og Ingu —
Helga er jú vinkona mín — af
hverju ekki þín líka, elskan.
Prjónabókin Eiín
2. töiubiað komið
út.
Nýlega er komið út2. tölublað af
prjónabókinni Etínu. i þessu
tölublaði eru 40 litprentaðar
prjónauppskriftir úr samkeppni,
sem fram fór um efni í bókina.
Eru ýmsar fallegar prjónaðar
ftikur í bókinni og birti ég tvær
myndir úr þessari bók. Önnurer
afpeysu með kað/amynstri og
hin af ,,/nka''húfu.
Bókin fæst í flestum bókabúðum
og hannyrðabúðum og kostar
kr. 1500.
4 t
VV V * v * ’ 1 , Vi * W ' ■
4f
Jtif !■
54 VIKAN46. TBL.