Vikan


Vikan - 17.11.1977, Blaðsíða 46

Vikan - 17.11.1977, Blaðsíða 46
Míg dreymdi BÓKABÚÐIN SELDI BARA VIKUNA Kæri draumráðandi, Mig langar til, að þú ráðir fyrir mig heldur furbulegan draum, sem mig dreymdi þann 20. september s.l. (nóttina þá), ef draum skyldi kalla að þínu mati. Hvað um það, hér er hann: Mér fannst ég vera á gangi í góðu veðri, sól og blíöu á einhverri götu, sem ég hef ekki séð áður og var mér algjörlega ókunnug og framandi. Einnig.fannst mér erlent yfirbragð yfir þessu umhverfi (en þetta atriði var mjög óljóst). Þá kom ég auga á bókgbúð, eða einhverskonar blaðasölu, sem stóð handan við götuna beint á móti mér (gatan var frekar mjó). Búðin sjálf stóð í einhverskonar skugga af öðrum húsum, en ég tók ekkert eftir þeim (það voru bara hús hægra megin við þetta hús, en vinstra megin var autt svæði). Búðin var frekar lítil á þverveginn, en svolítið há. Mér fannst þetta mjög fallegt og sérstakt hús, og ég man, hvað ég varð hugfangin af því, þó sérstaklega af þakinu, það sem ég sá af því að framanverðu. Hurðin var svört og einnig gluggakarm- arnir í kringum sýningargluggann, sem var frekar stór. Glugginn var til hægri, en dyrnar til vinstri, og lágu nokkrar tröppur upp að þeim, og mig minnir, að þær hafi líka verið svartmálaðar, en búðin sjálf var hvít að lit. Ég ákvað nú að ganga yfir götuna og skoða í sýningargluggann, því mér leist svo vel á þessa búð. Ég var komin yfir götuna og var farin að skoða\í gluggann og sá, að mörgum, eintökum af Vikunni var stillt út í'. gluggann og engu öðru. Ekki man' ég eftir því að hafa farið inn í búðina og keypt eitthvað það, nema það að allt í einu var ég komin með Vikuna í hendurnar fyrir utan búðina og var byrjuð að glugga í blaðið. Blaðið sjálft var dökklitað, annaðhvort svart eða dökkbrúnt á litinn (ég man þó ekki alveg) með gulum aðalstöfum og rósbleikum og Ijósbláum smá- letursstöfum. Ekki man ég fleira utan á Vikunni, nema meðalstóra mynd af einhverri ungri konu með frekar mjóslegið andlit, stór augu (blá að lit), og hún var með skollitað, liðað hár, tekiö saman í hnakkanum. Ekki man ég neitt úr Vikunni, nema grein, sem ég fjalla um á eftir og kom fram seinna í draumnum. Jæja, ég leit nú í kringum mig og sá ýmiskonar fólk fara inn og út úr búðinni, og einnig sá ég fólk á gangi. Þá byrjaði ég að labba af stað, en man þó ekkert frá þeirri göngu minni (mjög óljóst, eins og í móðu eða þoku). Allt í einu var ég farin að labba upp stétt, sem liggur upp að húsi vinkonu minnar, sem við skulum kalla X. Hlutinn, sem ég sá og man eftir af húsinu, var svolítið breyttur (það er í rauninni blóm, bekkur, stórt og vel laufgað tré fyrir aftan bekkinn og blómagarö- ur fyrir aftan stóra blómið.) Allt þetta var í draumnum, þegar ég kom þangað, og var allt þar í fullum blóma, eins og um hásumar (enda eins og það væri hásumar). Tré og gras var gænt og sól og blíða. Blómið stóra og blómagarðurinn var mjög lit- skrúðugt, sérstaklega blómagarð- urinn. Þá hallaði ég mér upp að dökkbláum húsvegg (nálægt úti- dyrunum, en hann er blár í raunveruleikanum), og byrjaði ég þá að lesa Vikuna aftur. Ekkert í henni vakti verulega athygli mína, fyrr en ég rakst á grein um fjóra unga menn, sem ég kæri mig ekki um að segja, hverjir eru (ég tek það fram, að ég þekkti þá ekki neitt, hef bara séð þá á myndum). Ekki man ég neitt úr þessari grein, því hún var svo löng, nema seinustu orðin í greininni, og einnig man ég eftir myndum af tveimur mannanna, sérstaklega man ég eftir mynd af manni, sem við skulum kalla Z. Hann var ber að ofan og bleikt (appelsínugult) fyrir aftan hann, eins og baksvið, en myndin var svona miðlungs stór. Ekki man ég eins vel eftir mynd af manni, sem við skulum kalla 0, nema aðeins óljóst. Seinustu orðin, sem ég man svo vel úr greininni voru á þessa leið: ,, — að hann (O) ætti tvær dætur, 8 og 5 ára." (Hann á engin börn í rauninni). Einnig stóð, að hann ætlaði að lifa kyrrlátu og friðsömu lífi eftir það sem á undan væri gengið. Ég man þetta nú ekki alveg orðrétt, en eitthvað í þessum dúr var þetta. Þó svo að þessi maður (O), kæmi mér á engan hátt við og ég þekkti hann ekki neitt, varð ég bæði hrygg og niðurbrotin, eftir að hafa lesið þessa grein mörgum sinnum yfir, því ég trúði þessu ekki, og ég fann líka, að stór kökkur myndaðist í hálsinum á mér. Þetta fékk mjög svo á mig, og því meira sem ég hugsaði út í þetta, þá sagði ég við sjálfa mig: ,,En þetta getur bara ekki átt sér stað, hann á engin börn." Einnig gat ég ekki látið vera, að ég fann til svolítillar afbrýöisemi til stúlkunnar, sem ég taldi, að hann væri giftur, og ég hugsaði með mér: „Aldrei fær maður óskir sínar uppfylltar, þær láta mig alveg vera, þær koma bara til annarra, þetta er alltaf svona," og ég var mjög bitur og hrY99. þegar ég hugsaði þetta, og þá í sambandi við O. Ég var þarna í smástund, hrygg, döpur og niðurdregin og sífellt að hugsa um þetta. Þá fór ég að veita smá athygli þremur stúlkum, sem voru nálægt, eða við blómagarðinn. Ég hafði séð þær aðeins áður, en ekki veitt þeim neina athygli. Þær voru eitthvað flissandi, masandi og hvíslandi sín á milli, en voru samt að horfa á mig. Þegar ég fór að horfa aðeins á þær, komu þær til mín, en hættu svo þessu fjasi, þegar þær sáu, hvað ég var niðurdregin og sorgmædd, og reyndu allt hvað þær gátu að fá mig með í samræðurnar, en mér fannst þær mala óvenju mikið, og þótti mér það heldur leiðigjarnt. Þá fannst mér X vinkona mín reyna að gleðja mig, en það tókst ekki hjá henni. Ég varð bara ennþá hryggari og daprari, þegar á leið, og ég talaði pínulítió sem ekkert við þær, og ég tók ekkert eftir því, hvað þær sögðu, því ég var alltaf að hugsa um þetta í sambandi við 0 (en ég tek það fram, að ég trúði þessu naumast í draumnum). Draumurinn endaði svo eitthvað á þá leið, að ég og hinar stóðum þarna í smástund, en svo gengum við stelpurnar eitthvað niður stéttina, og svo hurfu þær allt í einu, og ég varð aftur ein og labbaði aftur upp stéttina og stóð þarna fyrir framan hús vinkonu minnar og var sífellt að hugsa þetta um manninn 0, og ég gleymi ekki, hvað ég var hrygg og mjög niðurdregin. Jæja, draumráðandi góður, ég vona bara, að þú getir eitthvað ráðið úr þessum draumi. Mig langar að minnast á í sambandi við þessa hugsun um manninn 0, að hún sótti svo á mig á milli svefns og vöku, og ég var alltaf að hugsa um þetta, en var alltaf neikvæð. Þegar ég var nývöknuð, fannst mér eins og einhver segði: ,,Þú hafðir rétt fyrir þér, þú gerðir rétt". Þetta var svolítið undarleg tilfinning, og ég vona, að þessi draumur verði því ekki of torskil- inn til að ráða úr honum. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna og ráðninguna. Bláa eikin. Táknin i þessum draumi eru þér öll til góðs. Snögg umskipti verða í lífi þínu innan tíðar og verða þér til happs. Þú munt afla þér virðingar góðra manna, og upp- hefð biður þln. Þér býðst gott tækifæri, sem þú ættir þó að huga vel að, áður en þú tekur því. Þín biður stöðuhækkun og fjárgróði. Sértu ógift, muntu giftast fyrr en þig varir, og verður hjónaband þitt mjög farsælt. heilsa þln mun verða góð, og þú lendir brátt / skemmtilegu ævintýri. Einhver þér hjartfólginn verður fyrir mik/u happi, að öllum llkindum er það vinkona þin, sem um er að ræða i þessu ti/viki. Þér mun ganga vel i öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur, og þarft enga aðstoð við fyrirhugaðar framkvæmdir. Blómagarðurinn boðar þér trygga vini, hagsæld, hei/brigði og ham- ingju.' __ Röddin er þér þó aðvörunarmerki aö fara þér hægt. 46 VIKAN46. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.