Vikan


Vikan - 26.01.1978, Qupperneq 10

Vikan - 26.01.1978, Qupperneq 10
meistaratitlar hafa safnast á undanförnum árum. — Þegar ég kom inn í Valsliðið á sínum tíma var liðið skipað ungum leikmönnum að mestu og talið mjög efnilegt, segir Jón. — Aðalmenn voru þá Bergur Guðnason lögfræðingur og Hermann Gunnarsson íþróttafréttamaður á útvarpinu. Liðið var nýkomið upp í 1. deild, en við grðum þó Reykjavíkurmeistarar 1968 og unnum Fram 11:101 úrslitaleik — Jón Karlsson gerði úrslitamarkið í leiknum. — Lengi vel virtist okkur algjörlega fyrirmunað að sigra í islandsmótinu í handknattleik. Það vantaði alltaf herslumun- inn, og við vorum íslensk útgáfa af enska knattspyrnuliðinu Leeds á þessum tíma. Alltaf númer 2 eða 3 og náðum aldrei að sýna okkar bestu hliðar, þegar virkilega reyndi á. Við vorum farnir að halda, að við gætum ekki unnið islandsmeistaratitilinn, og þetta fór ógurlega í taugarnar á sumum okkar. — Þetta tókst þó loksins vorið 1971, en að baki lá frábær undirbúningur, mikil þjálfun og góð félagsleg samstaða. Þennan vetur varð til hin margrómaða mulningsvél, og einhvern veginn tókst þetta allt saman. Þegar bikarinn var kominn í hús í Valsheimilinu að Hlíðarenda, var ekki sami Ijóminn yfir þessu, þetta var allt svo sjálfsagt. — Árið áður vorum við með islandsmótið í höndunum og áttum aðeins eftir að leika á móti ÍR-ingum, sem ekki hefðu átt að vérða okkur erfiðir. í þessum leik gerðist það, að Guðmundur ÍR-markvörður Gunnarsson varði 9 vítaköst í leiknum — hvorki meira né minna. Við töpuðum leiknum og þurftum að leika úrslitaleik við FH um meistaratitilinn. Sá leikur fór fram í troðfullri Laugardalshöllinni og loftið var hreinlega rafmagnað. Við töpuðum 12:10 og sátum eftir með sárt ennið, ég segi það satt, að mér kom ekki dúr á auga nóttina eftir ÍR-leikinn, ég grenjaði af illsku. Við vorum orðnir alveg vissir um, að við værum bestir, og því fylgdi, að við vorum orðnir alltof miklir á lofti og ofmátum sjálfa okkur einfaldlega. KOM NÝLIÐINN OF SEINT INN Á? — Svo er það landsliðið Jón, hvenær fékkstu fyrst tækifæri með því? — Það var veturinn 1968 hér heima á móti Vestur-Þjóðverjum. Ég og Ólafur H. Jónsson fengum þá báðir okkar fyrstu landsleiki, og Óli var mikið notaður í leiknum og stóð sig vel. Ég var hins vegar ekkert notaður í þeim leik fyrstu 50 mínútur leiksins, og sagði Hilmar Björnsson, sem þá var með landsliðið, eftir leikinn, að hann hefði einfaldlega gleymt að setja mig inn á. Kannski hefur hann ekki treyst mér í leikinn? — En ég fékk sem sagt að koma inn í leikinn, þegar um 10 mínútur voru eftir og gekk bara vel. Átti meðal annarstvær línusendingar, sem gáfu mörk og hressti, að ég held, upp á spilið, sem þá var orðið stirt og þreytt. Við töpuðum þessum leik 21:18, en ég man alltaf eftir fyrirsögn í Moggnaum daginn eftir. Þar sagði ,,Kom nýliðinn of seint inn á." Ég held ég hafi sloppið vel frá þessari frumraun minni. — Síðan vann maður sér smátt og smátt fast sæti í landsliðinu. og ég man, að af fystu 10 landsleikjunum voru 6 þeirra á móti Norð- mönnum. Fljótlega eftir að ég byrjaði með landsliðinu var farið í keppnisferð til Danmerkur og Svíþjóðar. Við vorum 14 í hópnum í þeirri ferð, og ég sat yfir á móti Svíum, en lék 5 síðustu mínútur leiksins við Dani. Það var erfitt að kyngja því, mér fannst ég miklu betri en margir þeir, sem fengu að vera inn á nær allan leikinn. Þetta var eins og hver önnur byrjendavitleysa, því það er nauðsynlegt fyrir hvern og einn íþróttamann að læra að vera þolinmóður, og það er dýrmæt reynsla, sem fæst með því einu að sitja á bekknum. ,, Hleypir í mig eldmóði að horfa í fánann og h/usta á þjóðsönginn" — í þessari ferð til Danmerkur og Svíþjóðar lék Reykjavíkurúrval á móti Kaupmannahafnar- úrvali, og sá leikur verður mér lengi minnisstæður. Þar háðu þeir Jón Hjaltalín Magnússon og sá frægi Palle Nilsen mikið einvígi, sem lauk með því, að þeir skoruðu báðir 10 mörk, þessar miklu fallbyssur hand- k'nattleiksins. Það var ekki nóg með, að þeir skoruðu með þrumuskotum, heldur voru mikil tilþrif í öllum leik þeirra. KVALIRNAR JUKUST MEÐ HVERJU SKREFI - SKEIFUGÖRNIN SPRUNGIN — En svo kom babb í bátinn. Það var 4. júlí 1969, að við vorum að leika á móti Þrótti í útimótinu í handknattleik, og fór mótið fram í Hafnarfirði. Eitt sinn er ég stökk inn í vítateiginn lenti ég á markmanninum og fékk slæmt stuð í magann. Ég hélt þetta væri ekki neitt og myndi lagast, þegar frá liði. Eftir leikinn komum við við á kaffihúsi og fengum okkur brauðsneið, Valsmennirnir, en fórum síðan hver til síns heima. Tóti Eyþórs skutlaði mér heim, og þurfti ég að labba síðustu 100 metrana að húsinu, en ég lýg því ekki, þegar ég segi, að þeir 100 metrar hafi verið þeir lengstu í lífi mínu. Kvalirnar jukust með hverju skrefi, og ég fór beint í rúmið, þegar ég kom inn. — Ég gat þó ekki sofnað, og að lokum urðu kvalirnar óbærilegar. Það var hringt á næturlækni, og hann hringdi í hvelli á sjúkrabíl. Á spítalanum kom strax í Ijós, að skeifugörnin hafði sprungið^ Ég var skorinn upp, og þó ekki liðu nema 3 vikur, þar til ég byrjaði að sprikla með 1. flokki Víkings í knattspyrnu, þá gerði þetta atvik það að verkum, að ég var út úr dæminu sem landsliðsmaður í handknattleik um tíma, og ég hugsaði ekki einu sinni um landsliðið veturinn eftir. Meðan ég átti í þessu, léttist ég um 10 kíló, og var maðurinn þó ekki þungur fyrir. Ég var nánast eins og beinagrind eftir þetta. — Vegna þessa slyss missti ég af undirbúningnumog leikjunum í Heimsmeistara- keppninni í Frakklandi árið 1970, og það má segja, að ég hafi misst um 30 landsleiki vegna þessa slyss. Ef þetta hefði ekki komið fyrir, væri ekki ólíklegt, að ég væri kominn í hinn skemmtilega 100 landsleikja-klúbb, en þar eru þeir Geir Hallsteinsson, Viðar Símonarson, Ólafur H. Jónsson og Björgvin Björgvinsson, allir með á annað hundrað landsleiki. — Eftir 1970 fór ég aftur að fá tækifæri og hef verið meira og minna í landsliðinu síöan. Leikirnir í undankeppni HM í Austurríki á síðasta vetri eru minnisstæðustu landsleikir, sem ég hef tekið þátt í. Sérstaklega leikirnir við Spánverja, þar sem Óli Jóns og Axel Axelsson sýndu allar sínar bestu hliðar, og á móti Tékkum, sem þurfti að framlengja til að fá hrein úrslit. Þetta var stórkostleg ferð í alla staði. ÓTRÚLEGA LÍTIÐ ÞARF TIL AÐ HLEYPA ELDMÓÐI í MANNSKAPINN .— Ertu bjartsýnn á, að ísland nái langt f keppninni í Danmörku? — Ég er bjartsýnn að eðlisfari, og ég vil minna á, að fyrir leikina í Austurríki í fyrra hafði allt gengið á afturfótunum, og við höfðum tapað fyrir miðlungs sterkum félagsliðum. En þegar á hólminn var komið, small allt saman, og því skyldi slíkt ekki geta gerst aftur? Þetta getur ráðist af heppni eða óheppni, og það þarf ótrúlega lítil atvik til að hleypa eldmóði í mannskapinn. — Hópurinn hefur æft gffurlega mikið á undanförnum vikum og lagt á sig mikla vinnu til að reyna að ná upp þeim tíma, sem fór forgörðum í haust. Ég tel okkur eiga möguleika á að komast í átta liða úrslitin, og því skyldi það ekki geta tekist? — Hversu lengi hyggstu gefa kost á þér til að leika í landsliðinu? — Ég tel það mikinn heiður að vera valinn f landslið og fá að leika fyrir íslands hönd. Mér finnst það ákaflega þægileg tilfinning að standa fyrir leik og horfa í fslenska fánann um leið og þjóðsöngurinn er leikinn. Það hleypir í mig eldmóði, og maður verður einhvern vegir.n öðru vísi stemmdur en þegar leikið er með félagsliði. — i landsliði ertu við hliðina á þeim bestu í íþróttinni á hverjum tíma, og ég get t.d. ekki hugsað mér betri mann mér við hlið en Geir Hallsteinsson. Hann er ákaflega fjölhæfur handknattleiksmaður og einn sá besti í heimi. Árni Indriðason, Björgvin Björgvinsson og Óli Jóns eru allir erfiðir andstæðingar, en miklir baráttujaxlar, og það eru hreint og beint jólin að fá að spila með þeim. — Hins vegar er því ekki að neita, að ég er í þannig starfi, að það kallar á sífellt meiri tíma hjá manni. Það er því sennilega óumflýjanlegt fyrir mig að hætta í landsliðinu eftir þetta keppnistímabil. Eins og landsliöið hefur verið rekið tvö síðastliðin ár, hefur sífellt meiri tími farið í æfingar og leiki, og fyrir mann með fjölskyldu og í forsvari hjá ört vaxandi fyrirtæki er ekki verjandi að fara með svo mikinn tíma í íþróttir. — Myndir þú sem framkvæmdastjóri fyrirtækis ráða í vinnu hjá þér landsliðsmann* t.d. í handknattleik? 10 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.