Vikan


Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 14

Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 14
PÓSTURIM Sveik mann og börn Góði Póstur! Ég hef séð í dálkum þínum, að fólk leitar til þín með ýmis konar vandamál, og þar sem ég hef engan, sem ég get snúið mér til, afréð ég að skrifa þér og biðja þig ráða. Ég er 32 ára, gift og móðir tveggja barna, fjögurra og sex ára. Fyrir hálfu ári kynntist ég manni, sem ég vann með, og heillaðist svo gjörsamlega af honum, að eftir tveggja mánaða kynni flutti ég tillhans og skildi börnin eftir hjá manninum mínum. Síðan hefur líf mitt verið heil martröð. „Vinur” minn fer með mig eins og gólfklút, hann er sífellt drukkinn og lemur mig, svo stundum stórsér á mér. Lögreglan hefur oft verið kölluð hingað af nágrönnunum, þegar þeir hafa haldið, að hann sé að ganga alveg frá mér. Fjölskylda mín hefur alveg afskrifað mig, nema ein systir mín, sem hringdi til mín um daginn og bað mig að fara aftur heim til mannsins míns, því hann þyrfti á mér að halda. Nú veit ég ekki, hvað ég á að gera, því ég skammast mín svo mikið fyrir að hafa gert svona hræðilega skyssu. Ég þori ekki að horfast í augu við manninn minn aftur. Ég þrái börnin mín óskaplega, en mér finnst ég ekki hafa rétt til að vera móðir lengur, eftir allt, sem ég hef gert. ,,Vinur” minn segir, að ég geti átt mig, hann vilji ekki sjá mig lengur fyrir augum sér, og þar sem ég er svo örvæntingarfull, langar mig að leita hjálpar hjá þér. Hvað finnst þér ég eigi að gera? Eini staðurinn, sem ég gæti farið á, er heim til mannsins míns og barnanna minna, en heldurðu. að þau geti tekið. við manneskju eins og mér? Þakka fyrirfram birtinguna. L Börnin þín verða eflaust hamingjusöm yfir að fá mömmu aftur heim — og að öllum líkindum maðurinn þinn líka, því. það hlýtur að vera fyrir hans orð, sem systir þín hringdi. En þó gleði barnanna verði eflaust ósvikin, verðurðu að reikna með, að þú hefur brotið niður eitthvað milli þín og manns þíns, og það getur tekið tíma að láta sárin gróa. Þú skalt fyrst og fremst hætta að hugsa um sjálfa þig sem „gólfklút" og að þú sért „afskrifuö” því það ertu alls ekki. Þú hefur ekki getað staðist freistingu, ogaðsjálfsögðu er alltaf hægt að segja, að þú hefðirmáttvita beturog hefðirekkiáttaðgera þetta, þár sem þú áttir bæði eiginmann og lítil börn, en gert er gert... Farðu heim til mannsins þíns og barnanna, þar áttu heima, og þar bíða þín þrjár manneskjur, sem þurfa á þér að halda. Vilja þau ekki fá mig aftur? Elsku Póstur! Ég vona, aö þú getir hjálpaö mer i vandræöum minum. Þannig er, aö ígær fór ég ipermanenti hús tii fólks, sem ég kannast vel við. Sko.konan settipermanentið i mig, en maöurinn vinnur á sama staö og ég. Þegar konan var nýbúin aö setja pinnana /mig, þá spuröihún mig, hvort ég viidi kaffi. Ég þáðiþað, og hún fór aö hita vatn. Svo alltí einu sagði hún, aö hún ætti ekkikaffi, og ég gætiþess vegna ekki fengið kaffi hjá sér. Samt sá ég kaffi inni í skápnum. Rétt á eftir kom maöurinn hennar inn til okkar og fór eitthvaö að tala við mig, en allt /einu tók hann upp vatnsbyssu og sprautaöi á mig. Þau h/ógu og hlógu, og ég þorði auövitaö ekki annað en að hlæja /íka, þvíég var gestur þarna. Peysan min blotnaði ÖH, og nú erég komin meö kvef, því ég þurfti að vera i henni blautri í tvo tíma á eftir. Svo spuröi konan mig, hvort ég vi/di djús og gafmér svo djús. Hann varferlega vondur, og vatnið var volgt. Hún fékk sér sjálf kók meö ísmolum útf og sagði, aö hún væri meö svo mikinn brjóstsviöa, aö hún yröi aö drekka kók, en hún ætti ekki handamér. Svo þegar húnvar búin að taka pinnana úr mér, þá kom maöurinn hennar al/t í einu og spurði, hvort ég vi/dispur eða appelsín, og gaf mér appe/sín og var voöa góöur viö mig. Hvernig á égað takaþessu, Póstur minn? Vilja þau ekki fá mig aftur / heimsókn? (Ég hefsko stundum heimsóttþau). Finnstþér ekki dóna/egt að sprauta vatni á gesti? Helduröu, að hann hafi séö eftir þvi, fyrst hann bauö mér appelsín? Segöu méralveg eins og er, ætti ég ekki aö heimsækja þau aftur? Mér finnstþau nefnilega alveg ágæt, nema þegar þau eru svona dóna/eg. Meö fyrirfram þökk fyrir birtinguna, og hvaö heldurðu, aö ég sé gömul Anna Já, Anna mín, það er erfitt þetta líf. Ég held ég myndi ekki fara að heimsaekja svona fólk aftur. Mér finnst þessi framkoma þeirra mjög dónaleg, en kannski meina þau ekkert með þessu, og finnst þetta bara fyndið. Ég gæti trúað, að þú sért svona 14 ára. Meðal annarra orða: Hvernig heppnaðist perm- anentið? Drekk ég of mikið Kæri Póstur! Mig langar til að fá þitt áiit á ákveönu máli. Þannig er mál með , vexti, aö ég er 20 ára, og ég fer yfirleitt á böll um hverja helgi. Mér finnstalveg ómögulegtað vera ,,edrú"á böllum hérna, þvíþaö eru al/ir h vort sem er fullir, og manni er ýtt til og frá, og þegar ég er edrú, þá er ég svo feimin, að ég þori hvorkiaö segja né gera nokkuð. Aftur á móti efég er aðeins íþví, þá þori ég aö ýta á móti, og þá þori ég iíka aö segja fólki til syndanna. Núna nýlega fór besta vinkona mín að tala um það við mig, að ég drykki alltofmikið. Ég er ekki sammála henni, þvi ég drekk ekkimörg glös, þegar ég fer á bal/, en ég fer aftur á móti kannski á ball fimmtudaga, föstu- . daga og /augardaga, og fæ mér þá aö vfsu a/ltafglas, en oft eru þaö þá ekki nema eitt eöa tvö g/ös, sem ég drekk. Mér finnst þaö ekki mikiö, þvíég kannski bara rétt finn á mér. Finnst þér þetta ekki vera afskiptasemi hjá vinkonu minni? Finnstþér tildæmis ekki, aö maðureigi að fara eftirþví, hvað mörg g/ös maöur drekkur, en ekki hversu oft maður drtkkur? Mér þætti gaman að fá þitt álit á þessu málil Með fyrirfram þakklæti fyrir þirtinguna. 789-101112 Ég bara trúi því ekki, að þú sért orðin tvítug og spyrjir svona fárán- legrar spurningar! I fyrsta lagi þá finnst mér þú drekka alltof mikið — og ég meina ALLTOF — mikiö, ef þú drekkur að meðaltali þrjá 14 VIKAN 4. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.