Vikan


Vikan - 26.01.1978, Síða 6

Vikan - 26.01.1978, Síða 6
KAUPIÐ ER LÁGT Launakjör eru mjög bágborin á Gran Canaria, og sem dæmi má nefna, að matsveinn, sem vinnur 12 stunda vaktir 6 daga vikunnar, hefur um 47.000 íslenskar krónur í laun á mánuði. Eflaust þætti matsveinum hér heima slík laun ekki sérstaklega há! Að vísu er ódýrara að lifa þar, t.d. eru matvörur ódýrari á Gran Canaria en hér, en þó ekki svo að miklu muni. íbúar á Gran Canaría eru í kringum 600.000, og aðaltekjulind íbúanna er ferðamannaiðnaður- inn. Það fólk, sem við kynntumst þarna, kom flest frá sveitabæjum, þar sem það hafði alist upp við fátækt, og aflar sér tekna með því að starfa á P.d.l. Margir þeirra senda hluta launa sinna heim f foreldrahúsin og hjálpa þannig fjölskyldum sínum. „LASPALMAS" í HÖFUÐBORGINNI Las Palm- as, eru mörg söfn, sem gaman er að skoða. „Pueblo Canario" Það voru ekki aðeins spánskir og breskir listamenn, sem skemmtu á Gran Canaria: Hér er Ómar Valdimarsson blaðamaður að sýna á tískusýningu í fínu pelsafyrirtæki íLas Palmas, og pelsinn, sem hann sýndi, kostaði aðeins 300. OOO krónur, en einhverra hluta vegna keypti Ómar sér hann ekki! — Ómar var valinn úr hópi gesta, til að sýna þennan pe/s — senni/ega sökum g/æsi/eika hans (þ.e. Ómarsl). (Kanaríska þorpið) hefur að geyma verk hins kunna Néstor de la Torre, fallegar hannyrðir, unnar af kanarísku kvenfólki, auk ýmissa annarra fallegra muna. i Kanaríska safninu (Museo Canario) er hægt að sjá marga forna gripi, og er fólki, sem hefur áhuga á að kynnast hinum fornu lifnaðarhátt- um og listum Kanaríeyjabúa, ráðlagt að skoða þetta safn. Þar eru einnig geymdar múmíur frá fyrri öldum. í Las Palmas er einnig safn, sem ber nafnið Hús Kölum- busar, en Kristófer Kólumbus kom við á Gran Canaria á leið sinni til Vestur Indía árið 1492. Mikið er af fallegum skemmtigörðum í Las Palmas, og einnig eru þar margar fallegar kirkjur, sem gaman er áð sjá. FERÐALAG Í FJÖLLUNUM Samvinnuferðir hafa skipulagt skipulagðarferðir upp ífjöllin, og að sjálfsögðu er fararstjóri með í ferðinni, sem lýsir öllu því, sem fyrir augu ber. Þar sem við höfðum fengið heldur hrikalegar lýsingar á fjallvegum á Gran Canaria, var afráðið að fara ekki á eigin vegum upp í fjöllin, heldur treysta rútubílstjóranum fyrir lífi okkar, hann var jú vanur þessum vegum. Við komum fyrst við í þorpinu Ingenio, þar sem við skoðuðum skemmtilegt þjóð- minjasafn, sem hafði að geyma marga forvitnilega muni. Næst lá leiðokkartil Caldera de Bandama, sem er gamalt eldfjall. Þaðan er stórfenglegt — en vægast sagt hrikalegt — útsýni ofan í eldgíg- inn, sem er um 200 metra djúpur, en þar er stundaður búskapur og óneitanlega var furðulegt að sjá sveitabýli þarna niðri á botninum! Á barmi eldgígsins er 5 kílómetra langur golfvöllur, sem er mikið sóttur, jafnt af eyjarbúum sem ferðamönnum. Frá brún eldfjalls- ins sést vel niður til Las Palmas, og þar sést einnig greinilega, hversu þéttbýlt er þarna uppi í fjöllunum. Frá Caldera de Band- ama lá leið okkartil Tejeda, sem er í 1.470 metra hæð yfir sjávarmáli. Þar er hægt að sjá yfir til eyjunnar Tenerife, þegar skyggni er gott — en að sjálfsögðu var það ekki þannig einmitt þennan dag! Við fórum ekki inn í sjálft þorpið, heldur höfðum viðkomu á sér- stökum útsýnisstað, sem eyjar- skeggjar hafa komið upp fyrir ferðamenn. Þar var á boðstólum ýmis konar varningur, sem freist- aði ferðamanna, og að sjálfsögðu voru þar gamlir, góðlegir karlar með asnana sína, ef einhvern skyldi langa á bak. Síðasti viðkomustaður okkar í fjallaferð- inni var þorpið Teror, sem er mjög fallegt, lítið þorp. Þar er hið fræga ! Maríulíkneski, sem margir hafa óbilandi trú á. Líkneskið stendur á 50-60 kg þungum silfurstalli, og er styttan sjálf alsett demöntum, gulli og fleiri verðmætum, sem hafa borist að víðs vegar úr heiminum. Algengt er, að fólk krjúpi fyrirframan altari kirkjunnar, beini augum sínum upp að líkneskinu og biðji Maríu hjálpar og lofi í staðinn að gera e-ð fyrir hana. Meðan við dvöldum í kirkjunni, urðum við einmitt vitni að einum slíkum atburði, er kona skreið á hnjánum inn eftir öllu kirkjugólfinu og muldraði þakkar- gjörð fyrir munni sér. Ekki fékkst leyfi til að mynda líkneskið, nema neðan úr kirkjunni, en þegar komið var upp í herbergið, þar sem líkn- eskið er, varð ekki hjá því komist, að maður fengi ofbirtu í augun af öllum skartgripunum og gullklæð- unum. Þessi fjallaferð var sérstak- lega skemmtileg, og mín skoðun ersú, að þeir, sem ekki hafa notið fjallasýnar á Gran Canaria, geti alls 6 VIKAN 4. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.