Vikan


Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 17

Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 17
 ng og Pekingönd Norður-Kína íLondon Reyndust þeir síðar hafa orðið efstirá vinsældalista sumra veislu- gestanna. Nú var skammt stórra högga á milli. Á borðinu birtust snögg- steiktir smábitar af kjöti og fiski, „Quick Fried Dices of Seafood & Meat," og reyndust þeir vera lægð milli hæða í veislunni. Ennfremur komu blandaðar, þunnar kjötflögur með grænum og rauðum pipar, „Mixed Beef With Green Pepper & Chili," og voru þær prýðilegar. Um leið kom á borðiö saxaður koli í sæt-súrri sósu, „Minced Sole in Sweet-Sour Sauce," góður á bragðið. Hið milda sætsúra bragð kolans var nokkuð dæmigert fyrir þá útgáfu Peking-matreiðslu, sem þarna var kynnt. Borðgestum fannst þetta bragð of áberandi til að þeir gætu fallist á, að Peking-matreiðslajafnaðistá við franska, en voru þó sammála um, að allur þessi matur væri einstaklega góður. PEKINGÖND KOM SÍÐUST Hápunkturinn var svo partur af Peking-önd, sem þjónninn kom með á borðið og krafsaði síðan í litlar tægjur með gaffli sínum. Með öndinni bar hann fram lauk-, gúrku- og andakjötssósu og pönnukökur, hvítleitar að kín- verskum hætti. Við opnuðum pönnukökurnar og helltum sósunni á þær. Síðan hrúguðum við andakjötstægjun- um á þær og rúlluðum pönnukök- unum saman. Stýfðum við þær síðan úr hnefa, svo sem við sáum Kínverja við næsta borð gera. Ekki fannst okkur öndin eins góð og sumir aðrir réttir, sem fyrr komu í röðinni,, svo sem svína- rifjuendarnir og þunnu kjötflög- urnar. Matarsyrpa átta rétta kostaði 5 pund á mann. Veislugestirnir fjórir drukku með þessu tvær flöskur af víni hússins, og kom það reikn- ingnum með þjórfé upp í 30 pund fyrir fjóra. Að öllu samanlögðu kostaði því sú veisla, sem hér hefur verið lýst, ekki nema 2900 krónur á mann að þjórfé með- töldg. Þrátt fyrir alla inntökuna voru veislugestir léttir í spori, þegar þeir yfirgáfu matstofuna. Kominn var tími til að hugsa til næsta áfanga í heimsreisunni miklu. Við ætlum að gera það á viku, sem Phileas Fogg gerði á áttatíu dögum, enda höfum við uppgötvað, að það er hægt að gera, án þess að fara frá London. Næsti áfangastaður í hádeginu á morgun er ítalskur. Sú matar- gerðarlist hefur löngum verið van- metin vegna reisnar nágrannans, hinnar frönsku. Við segjum frá þeirri veislu í næsta tölublaöi Vikunnar. (Soho Rendezvous, 21 Romilly Street, W 1, sími 437-1486. Aðrir góðir Pekingstaðir í borgarmiðju eru Peking, 3 Westbourne Grove, W 2, sími 727-4328 og Gallery Rendezvous, 53 Beak Street, W 1, sími 734-0445). Jónas Kristjánsson I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.