Vikan


Vikan - 26.01.1978, Síða 17

Vikan - 26.01.1978, Síða 17
 ng og Pekingönd Norður-Kína íLondon Reyndust þeir síðar hafa orðið efstirá vinsældalista sumra veislu- gestanna. Nú var skammt stórra högga á milli. Á borðinu birtust snögg- steiktir smábitar af kjöti og fiski, „Quick Fried Dices of Seafood & Meat," og reyndust þeir vera lægð milli hæða í veislunni. Ennfremur komu blandaðar, þunnar kjötflögur með grænum og rauðum pipar, „Mixed Beef With Green Pepper & Chili," og voru þær prýðilegar. Um leið kom á borðiö saxaður koli í sæt-súrri sósu, „Minced Sole in Sweet-Sour Sauce," góður á bragðið. Hið milda sætsúra bragð kolans var nokkuð dæmigert fyrir þá útgáfu Peking-matreiðslu, sem þarna var kynnt. Borðgestum fannst þetta bragð of áberandi til að þeir gætu fallist á, að Peking-matreiðslajafnaðistá við franska, en voru þó sammála um, að allur þessi matur væri einstaklega góður. PEKINGÖND KOM SÍÐUST Hápunkturinn var svo partur af Peking-önd, sem þjónninn kom með á borðið og krafsaði síðan í litlar tægjur með gaffli sínum. Með öndinni bar hann fram lauk-, gúrku- og andakjötssósu og pönnukökur, hvítleitar að kín- verskum hætti. Við opnuðum pönnukökurnar og helltum sósunni á þær. Síðan hrúguðum við andakjötstægjun- um á þær og rúlluðum pönnukök- unum saman. Stýfðum við þær síðan úr hnefa, svo sem við sáum Kínverja við næsta borð gera. Ekki fannst okkur öndin eins góð og sumir aðrir réttir, sem fyrr komu í röðinni,, svo sem svína- rifjuendarnir og þunnu kjötflög- urnar. Matarsyrpa átta rétta kostaði 5 pund á mann. Veislugestirnir fjórir drukku með þessu tvær flöskur af víni hússins, og kom það reikn- ingnum með þjórfé upp í 30 pund fyrir fjóra. Að öllu samanlögðu kostaði því sú veisla, sem hér hefur verið lýst, ekki nema 2900 krónur á mann að þjórfé með- töldg. Þrátt fyrir alla inntökuna voru veislugestir léttir í spori, þegar þeir yfirgáfu matstofuna. Kominn var tími til að hugsa til næsta áfanga í heimsreisunni miklu. Við ætlum að gera það á viku, sem Phileas Fogg gerði á áttatíu dögum, enda höfum við uppgötvað, að það er hægt að gera, án þess að fara frá London. Næsti áfangastaður í hádeginu á morgun er ítalskur. Sú matar- gerðarlist hefur löngum verið van- metin vegna reisnar nágrannans, hinnar frönsku. Við segjum frá þeirri veislu í næsta tölublaöi Vikunnar. (Soho Rendezvous, 21 Romilly Street, W 1, sími 437-1486. Aðrir góðir Pekingstaðir í borgarmiðju eru Peking, 3 Westbourne Grove, W 2, sími 727-4328 og Gallery Rendezvous, 53 Beak Street, W 1, sími 734-0445). Jónas Kristjánsson I

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.