Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 11
— Ef hagur fyrirtækisins á að sitja í fyrirrúmi
þá er það mjög tvíeggjað. Sá maður yrði að fá
að vera mikið fjarverandi, og slíkt er alltaf mjög
erfitt og neikvætt, og það þýðir, að samstarfs-
menn hans verða að leggja á sig aukna vinnu.
Við höfum mörg dæmi um þetta, og margur
íþróttamaðurinn verður að treysta á velvilja og
lipurð vinnuveitenda og samstarfsmanna. En
það hefur varla nokkurt fyrirtæki efni á að
halda úti íþóttamönnum á launum.
— Hins vegar ber á það að líta, að það getur
einnig verið jákvætt að hafa mann í vinnu, sem
yfir vötnunum í öllum íþróttum hér á landi, er
góður og gildur í sjáltj sér. Án leikgleði og
ánægju í íþróttum geta þær beinlínis vérið
hættulegar, og þetta tvennt verður alltaf að
sitja í fyrirrúmi. í þjóðfélagi eins og okkar veitir
mönnum þó ekkert af þeim tíma, sem þeir hafa
til að vinna, og þegar menn eru upp á sitt besta
í íþróttum, nota jafnaldrar þeirra tímann til að
koma sér upp þaki yfir höfuðið.
— Þeir handknattleiksmenn, sem leika með
erlendum liðum, þurfa ekki að hafa áhyggjur af
stóra fjölskyldu til að spila handbolta. Ég hef
verið að hugleiða að fara út í framhaldsnám og
nota þá handknattleikinn til að verða mér út
um aðstöðu og einhverja peninga, meðan á því
námi stendur. Þetta er þó allt óákveðið ennþá.
— Handknattleiksmenn ná yfirleitt sínu
besta í kringum þrítugt, það sjáum við á
leikmönnum Austur-Evrópu. Þá er reynsla þeirra
orðin mikil, og þó þeir þurfi þá meiri æfingu en
yngri mennirnir, þá vegur reynslan meira en
nokkuð annað. Eftir þessu að dæma, þá ætti
ég að geta átt 3-4 góð ár enn í handboltanum.
Eria og Jón eiga þrjár dætur, Tinnu 6 ára, Sig 5
ára og Þóru Dögg, sem er tveggja ára. ,,Það er
verst, hve iítinn tima maður hefur til að vera
með iitiu stelpunum," segirJón í viðtaiinu.
getið hefur sér gott orð í íþróttum og er xjrðið
þekkt nafn. Ég get nefnt að það er fullt af fólki,
sem kemur hingað í Teppaland vegna
kunningsskapar við mig og gerir sín viðskipti
hér. Ég held ég sé búinn að selja flestum
félögum mínum í Val og landsliðinu teppi á
íbúðir sínar — einnig kunningjum í öðrum
félögum og öðrum íþróttagreinum.
UNGMENNAFÉLAGSANDINN GÓÐUR OG
GILDUR, EN....
— Hvað með atvinnumennsku í íþróttum?
— Ungmennafélagsandinn, sem svifið hefur
sínu lifibrauði eða afkomu, og stutt er við bak
þeirra í hvívetna. Við verðum að taka upp
atvinnumennsku í einhverri mynd, því við
náum aldrei árangri í neinni íþróttagrein, nema
nægur tími sé til æfinga. Þann tíma verður að
meta eins og hverja aðra vinnu og greiða
íþróttamönnum fyrir æfingar. Atvinnu-
mennska í fyllstu merkingu þess orðs getur
hins vegar leitt til þess, að menn missa sjónar á
hugsjón íþóttanna. Slíkt má aldrei gerast hér á
landi, leikgleði og ánægja þurfa alltaf að vera í
fyrirrúmi.
— Hvað með sjálfan þig, hefur þú nokkurn
tíma hugleitt að fara erlendis til að stunda
íþrótt þína?
— Satt best að segja, þá hefur Ólafur
Benediktsson verið að athuga með slíkt fyrir
mig. Það er þó hægara sagt en gert að rífa sig
upp, hætta í góðu starfi og fara erlendis með
HAFÐI ALDREI MIKLA KNATTMEÐFERÐ
í FÓTBOLTANUM
Jón H. Karlsson var á sínum tíma mjög
frambærilegur knattspyrnumaður og lék með
Víkingi í 1. og 2. deild á sínum tíma.
Knattspyrnuferil sinn byrjaði hann þó með
Fram. — Æfði með „ruslinu" þar eitt sumar í
5. flokki, segir Jón sjálfur. Dvöl í sveit á sumrin
kom í veg fyrir, að Jón léki mikið með yngri
flokkunum, en fyrst á vorin eða seint á haustin
komst hann þó alltaf í a-lið í sínum aldursflokki.
Fjögur sumur dvaldist hann í sveit í Fljótum
hjá Sveini föður þeirra fræknu göngumanna
Guðmundar og Trausta. Þar voru íþróttir mikið
stundaðar, ekki aðeins skíðaganga að vetrin-
um.
Jón var á sínum tíma valinn til æfinga með
4. TBL. VIKAN 11