Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 13
deildarliðs FH í handknattleik. Yngsti bróðirinn
er Heimir, bráðefnilegur í handknattleik og
knattspyrnu.og lék í sumar með drengjalands-
liðinu í knattspyrnu.
Ef við lítum á fjölskyldu Jóns sjálfs, þá er
kona hans eins og áður sagði Erla Valsdóttir,
og búa þau í glæsilegri íbúð í Breiðholti. Elsta
dóttir þeirra er Tinna, sem er sex ára, Sif er 5
ára, og Þóra Dögg eryngst, 2 ára. Við spyrjum
Jón að lokum, hvort eiginkonan sé ekki fyrir
löngu orðin þreytt á íþróttaiðkunum hans.
— Hún tekur þessu með ró er kannski orðin
vön þessu og búin að sætta sig við, að kallinn er
aldrei heima. Það er verst, hve lítinn tíma
maður hefur til að vera með litlu stelpunum, og
langar keppnisferðir erlendis geta verið erfiðar
fyrir fjölskylduna, segir Jón H. Karlsson,
fyrirliði landsliðsins í handknattleik, að lokum.
Ágúst Ingi Jónsson.
Jón hefur viðskiptafræðimenntun og er fram-
kvæmdastjóri hjá versluninni Teppaiandi.
Á fundimeð landsliðsnefnd snemma íjanúar.
F. v.: Einar Magnússon, Ólafur Einarsson, Jón
Kar/sson, Guðmundur Skú/i Stefánsson,
(nuddari liðsins), Gunnlaugur Hjálmarsson og
Gunnar Einarsson. Það er aug/jóst, að hér er
alvörumál á ferð, þótt Gunnlaugur látiþað ekki
aftra sér frá þvíað Hta á íþróttasíðuna í
Dagblaðinu.