Vikan


Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 21

Vikan - 26.01.1978, Blaðsíða 21
hernum. Móðir mín dó einu eða tveimur árum eftir að ég fæddist og þá sendi hann mig til ættingja hennar á Nýja Sjálandi. Hann dó svo sjálfur nokkrum árum síðar.” „Mannstu nokkuð eftir þvi, þegar þú fórst frá Indlandi til Nýja Sjálands?” „Eiginlega ekki. Eg man eins og óljóst eftir að hafa verið um borð í skipi. Kringlóttur gluggi — senni- lega kýrauga. Og maður í hvítum fötum, rauður í framan og með blá augu, — og með ör á hökunni, held ég. Ég man, að hann henti mér oft upp í loftið og að mér fannst það bæði gaman og frekar skelfilegt. En það er allt mjög ógreinilegt.” „Manstu nokkuð eftir hjúkrunar- konu — eða indverskri barnfóstru?” „Ekki indverskri barnfóstru, — en barnfóstru samt. Ég man vel eftir fóstru, sem annaðist mig, þangað til ég var eitthvað svona fimm ára. Hún klippti út dúkku- lísur. Já, hún var með skipinu. Hún skammaði mig, þegar ég fór að gráta, af því að skipstjórinn kyssti mig og ég var svo hrædd við skeggið á honum.” „Kæra barn, þarna fáum við strax eitthvað til að athuga nánar, því, sjáðu til, þú ert að rugla saman tveimur sjóferðum. I annarri var skipstjórinn með skegg og i hinni var hann rauður i framan og með ör á hökunni.” „Já,” sagði Gwenda hugsandi,” það hlýtur eiginlega að vera.” „Mér virðist, sem það gæti verið,” sagði ungfrú Marple, „að ef til vill, hafi faðir þinn fyrst farið með þig til Englands þegar móðir þin dó, og þú hafir i rauninni búið í þessu húsi, Hillside. Þú manst, að þú sagðir mér, að þú hefðir strax kunnað vel við þig, þegar þú komst i húsið i fyrsta skipti. Og herbergið, sem þú valdir fyrir svefnherbergi þitt, hefur sennilega verið gamla barnaherbergið þitt — ” „Það hefur verið barnaherbergi. Það eru rimlar fyrir glugganum.” „Þarna sérðu. Veggfóðrið var glaðlegt og fallegt. Börn muna slikt vel. Ég hef aldrei gleymt veggfóðr- inu í mínu barnaherbergi, en samt held ég að því hafi verið breytt, þegar ég var ekki nema þriggja ára.” „Og að það sé þess vegna, sem mér duttu strax í hug þessi leik- föng, — dúkkuhúsið og dótaskáp- urinn?” „Já,og baðherbergið. Þú sagðir mér, að strax og þú sást það, hafi þér dottið í hug endur í baðkerinu.” „Það er rétt, að mér fannst ég strax vita hvar allt væri,” sagði Gwenda. „Til dæmis eldhúsið, og línskápurinn. Og mér fannst alltaf að það ættu að vera dyr á milli dagstofunnar og borðstofunnar. En það getur ekki verið, að ég hafi komið til Englands eftir allan þennani tíma og keypt einmitt sama húsið og ég átti heima í?” „Það er engan veginn óhugsandi, vina mín. Það er að vísu furðuleg tilviljun, — en þannig er um svo margt. Maðurinn þinn vildi helst kaupa hús á suðurströnd England, þú varst að leita að slíku húsi, fórst framhjá þessu, og það vakti upp einhverjar minningar og dró þig að sér. Það var hæfilega stórt og á sanngjörnu verði, svo þú keyptir það. Nei, það er engan veginn neitt ósennilegt, að þannig hafi þetta einmitt verið. Ef það hefði verið, það. sem sumir kalla, (og kannski réttilega) reimt í húsinu, þá hefðir þú brugðist allt öðru vísi við, hugsa ég. En þú fannst aldrei fyrir neinum óhugnaði, að því er þú sagðir mér, nema á einu ákveðnu augnabliki, og það var þegar þú varst að koma niður stigann og þú leist niður i holið.” Gwenda varð aftur skelfd á svip. „Þú átt við — að — að Helen — að það sé líka satt?” sagði hún. ' Ungfrú Marple svaraði mjög varfærnislega: „Ég held það, vina mín... Ég held að við verðum að gera okkur það ljóst, að ef allt hitt eru minningar, þá ljóti þetta að vera það líka...” „Að ég hafi raunverulega séð einhvem drepinn, — kyrktan — og liggjandi þarna dáinn?” „Ég hugsa nú, að þú hafir ekki gert þér grein fyrir þvi þá, að hún hafi verið kyrkt. Það hefur senni- lega verið leikritið í gærkvöldi, sem gerði þér það ljóst, og eins hitt, að þú sem fullorðin manneskja veist, hvað blái liturinn á andlitinu þýðir. Framhald í næsta blaði. Timi Þöglu myndanna er liöinn! leumiq EUMIG 30 XL Kvikmyndatökuvél meó hljóótöku. ÞÓ fyrst er kvikmyndin fullkomin þegar hljóóió fylgir meó. EUMiG VEKUR ATHYGLI £ SPORTVAL LAUGAVEGI 116 - SIMAR 14390 & 26690 4. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.