Vikan


Vikan - 09.03.1978, Blaðsíða 18

Vikan - 09.03.1978, Blaðsíða 18
8. HLUTI FRAMHALDSSAGA EFTIR Gwenda Reed er nýkomin til Englands og hefur keypt þar gamalt hús í nágrenni Dillmouth. Hillside fellur henni strax vel i geð og hún lætur lagfæra húsið á meðan hún bíður komu Giles, eiginmanns síns. Brátt verður hún þess áþreifanlega vör, að ýmislegt í Hillside kemur henni kunnuglega fyrir sjónir. Undarlegir atburðir og skynjanir verða þess valdandi, að hún fer til London og biður þar eftir Giles, en þá hittir hún ungrú Marple, sem hefur óstjórnlegan áhuga á öllum dularfullum at- burðum. Giles kemur til Englands og Gwenda fær vitneskju um að hún hefur dvalist í Englandi, þegar hún hún var á barnsaldri. Var þá morðið í Hilldide alls engin ímyndun, heldur atburður, sem hún endurlifði nú? Faðir hennar hafði búið í Hillside fyrir nítján árum, þótt það væri æsta ótruleg tilviljun. Seinni kona hans hét Helen, Helen Spenlove Kennedy. Það er gátan um þessa konu, sem þau verða að ráða, og ungfrú Marple er komin til Dillmouth til þess að fylgjast með gangi mála. Hafði Faðir Gwendu drepið konu sína? Þau hafa upp á bróður Helenar, Kennedy lækni, sem lætur þeim té nýjar upplýsingar. Kelvin, faðir Gwendu, hafði látist á geðveikrahæli nokkru eftir að kona hans hljóps á brott frá honum með öðrum manni. Hann hélt því þó fram við Kennedy lækni, að hann hefði sjálfur kyrkt konu sína. En voru það þá einungis hugarórar? Hafði Helen hlaupist á brott eða var það allt tilbúningur? „Aðalatriðið er, að hún er ekki dáin. Hann heldur, að hún sé dáin — en hún er aðeins hálf-köfnuð. Ef til vill kemur elskhugi hennar, — eftir að eiginmaðurinn er þotinn yfir til læknisins, sem býr hinum megin í borginni, eða kannski kemst hún sjálf til meðvitundar. Hvað um það, um leið og hún rankar við sér, fer hún. Fer eins fljótt og hún getur. Og það útskýrir þetta allt. Þess vegna trúði Kelvin því, að hann hefði drepið hana. Og það útskýrir líka fötin, sem hurfu. Og bréfin þau eru þá ófölsuð. Þarna sérðu — þetta stenst allt.” „Það skýrir þó ekki hvers vegna Kelvin sagðist hafa kyrkt hana í svefnherberginu,” sagði Gwenda hægt. „Hann var í svo miklu upp- námi, að hann hefur bara ekki munað hvar þetta gerðist.” Gwenda svaraði: „Ég vildi, að ég gæti trúað þér. Mig langar mikið til að trúa þessu.... en ég er samt ennþá viss um — ég er alveg viss um — þegar ég leit niður, þá var hún dáin — alveg dáin.” „En hvernig ættir þú að vita það? Þú varst ekki nema þriggja ára.” Hún leit á hann, annarleg á svip. „Ég held að það sé jafnvel einfaldara að segja til um það, heldur en ef ég hefði verið eldri. Það er eins og með hunda — þeir kasta aftur hausnum og ýlfra. Ég held að börn — þekki dauðann...” „Það er vitleysa. Það er fárán- legt.” Dyrabjallan truflaði hann. „Hver skyldi þetta vera?” sagði hann. Gwenda leit á hann, skelfd á svip. ,Ó, ég var alveg búin að gleyma því. Þetta er ungfrú Marple. Ég bauð henni í te í dag. Við skulum ekki segja henni neitt frá þessu.” Gwenda óttaðist, að þessi te- drykkja yrði þeim erfið — en ungfrú Marple virtist sem betur fer ekkert taka eftir, að húsfreyjan talaði bæði of hratt og of mikið og að glaðværð hennar var uppgerð ein. Ungfrú Marple var sjálf þægilega málgefin — hún naut þess svo að vera hér í Dillmouth. — Og var það ekki spennandi? — vinir vina hennar höfðu skrifað vinum sínum í Dillmouth, og afleiðingin varð sú, að ýmsir íbúar staðarins höfðu boðið henni heim. „Mér finnst ég vera svo miklu minna utangátta, ef þú skilur hvað ég á við, min kæra, ef ég get kynnst einhverju af því fólki, sem hefur búið hér árum saman. Mér er til dæmis boðið til tedrykkju hjá frú Fane — hún er ekkja, maðurinn hennar var annar eigandi bestu lög- fræðiskrifstofu hér í bæ. Þetta er gamaldags fjölskyldufyrirtæki. Sonur hennar starfar þar núna.” Hún hélt áfram að segja þeim frá ýmsu úr bæjarlífinu. Konan, sem hún bjó hjá, var svo elskuleg — og lét henni líða svo vel — og maturinn var alveg dásamlegur. Hún vann i nokkur ár hjá gamalli vinkonu minni, frú Bantry — og þó hún sé reyndar ekki héðan sjálf, þá bjó gömul frænka hennar hér lengi, og hún og maðurinn hennar komu oft til hennar í frítímum sínum — svo hún veit heilmikið af því, sem slúðrað er í bænum. Eruð þið annars ánægð með garðyrkjumann- inn ykkar? Ég heyri sagt, að hann sé almennt álitinn hálfgerður iðju- leysingi — hann talar víst meira en hann vinnur.” „Að tala og drekka te eru hans sérgreinar,” sagði Giles. „Hann fær sér að minnsta kosti fimm sinnum te á dag. En hann vinnur ágætlega, þegar við erum að horfa á hann.” „Komdu út og skoðaðu garðinn,” sagði Gwenda. Þau sýndu henni húsið og garðinn og ungfrú Marple kom með viðeigandi athugasemdir. Énda þótt Gwenda hefði óttast, að hún tæki eftir að eitthvað væri að, þá var ótti hennar greinilega ástæðu- laus. Þvi ungfrú Marple virtist ekki taka eftir neinu óvenjulegu. Þótt undarlegt megi virðast, þá var það samt Gwenda, sem allt í einu fór að haga sér undarlega. Hún truflaði ungfrú Marple í miðri frásögn af litlu barni og skeljum, og sagði andstutt við Giles: „Mér er alveg sama, — ég segi henni bara frá þessu...” Ungfrú Marple sneri sér spyrj- andi að henni. Giles opnaði munninn, eins og til að segja eitthvað, en hætti við það. Loks sagði hann: „Já, þú ræður því, Gwenda.” Gwenda hóf frásögn sína og dró ekkert undan. Hún sagði frá heimsókn þeirra til Kennedy og svo frá því, þegar hann kom til þeirra, og frá öllu, sem hann sagði þeim. „Það var þetta, sem þú áttir við í London, er það ekki?” spurði Gwenda andstutt. „Þú hélst þá, að — að faðir minn ætti hlut að máli?” „Jú, mér datt í hug, að sá möguleiki væri fyrir hendi,” sagði ungfrú Marple varlega. „Helen gat allt eins verið stjúpmóðir þín — og þegar um er að ræða — hérna — mál, eins og þetta, er það oft eigin- maðurinn, sem er sá seki.” „Nú skil ég af hverju þú varst að hvetja okkur til að láta þetta eiga mmmmm Örugg og nýtískuleg kven- og karlmannsúr á mjög hagstæðu verði. Kynnið yður CAMYY GENEVE 18 VIKAN 10. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.