Vikan


Vikan - 09.03.1978, Blaðsíða 45

Vikan - 09.03.1978, Blaðsíða 45
eftir K. Arne Blom. Vinirnir Berg og Dahl voru vanir að hittast tvisvar í viku, þeir voru fyrr- verandi lögregluþjónar á eftirlaunum. Atvikin haga því svo, að þeir taka til starfa á eigin vegu', en ekki virðast þeir hafa árangur, sem erfiði. — Hún hlýtur að vera drukkin, sagði Dahl. — Hver er hún. — Sonja Linder. Hún var nágranni okkar um tíma. Síðan keyptu þau hjónin hús í Limhamn. Maður hennar á litla húgagna- verksmiðju einhvers staðar utan við Malmö. Hún var falleg og vel til höfð. Ljóst hárið var stuttklippt. Hún var í þröngri peysu, og jakkinn lá yfir axlimar. Hún bar giftingar- hring og auk þess íburðarmikinn hring. Hún var nokkuð mikið máluð, og augnsvertan hafði smit- ast út kringum augun. Hún beit stöðugt í neðri vörina og fiktaði við eldlausan vindling. — Kannski er hún veik, sagði Dahl. — Humm. — Fyrst þú þekkir hana, því ferðu þá ekki og spyrð, hvað ami að? — Ég vil ekki vera uppáþrengj- andi. Á ég leik? — Já, og ef þú gætir þín ekki, þá máta ég þig. — Það er víst rétt hjá þér... Berg veifaði til vinar síns í Kaup- mannahöfn og horfði á eftir honum, þangað til hann hvarf. Svo fór hann með sömu ferju heim til Malmö. Hann keypti vindlinga í sölubúðinni og stóran konfektkassa. Hann vildi blíðka Lísbet. Svo settist hann við gluggaborð í salnum. Hann litaðist um. Hún sat þama ennþá og grét. Hann nuddaði á sér hökuna vandræðalega, svo yppti hann öxlum og stóð upp. Hann hikaði aðeins og gekk svo að borðinu hennar. Hann kingdi og ræskti sig vandræðalega. — Halló, sagði hann. — Má ég tylla mér niður? Hún leit undrandi upp, reyndi að koma honum fyrir sig. — Fyrirgefðu, ég... — Ég sagði bara halló. — Þekkjumst við? — Er þetta ekki Sonja? — Jú.... — Sveinn.... Sveinn Berg. Við vomm grannar, áður en þið hjónin.... — Sveinn! Já, auðvitað, nei sæll og blessaður! Hún virtist sannarlega glaðlegri núna. — Tylltu þér! Hann kinkaði kolli og settist. Hann vissi ekki, hvað hann átti að segja og fannst hann hálfgerður klaufi. — Og... og... hvernig gengur lífið, hvemig er í Limhamn? — Jú.....jú takk. Það gengur... ÞáU SPJÖLLUÐU saman góða stund. Fyrir utanaðkomandi gat allt virst eðlilegt, en hann fann, að eitthvað var öðmvísi en áður. Meðan þau vom nágrannar, höfðu þau oft spjallað saman, og hún hafði alltaf verið svo hress og kát. En nú var hún þvinguð og fáorð og vantaði alveg glettnina i svipinn. í rauninni höfðu þau ekki þekkst mjög náið. En þau Lísbet höfðu af og til boðið upp á kaffi og koniaks- glas í garðinum og Sonja og maður hennar endurgoldið það. Þau höfðu verið góðir nágrannar, nágrannar, sem umgengust svolítið við og við. En eiginlega vissu þau ekki mikið hvert um annað. Að vísu vissu allir í hverfinu, að Berg var lögreglu- þjónn. — Jæja, svo þú hefur verið að skreppa til Kaupmannahafnar, sagði hún allt i einu. — í embættis- erindum kannski? Hann hristi höfuðið og andvarp- aði. — Nei, sagði hann. — Ég er kominn yfir aldursmörkin. Það er allt búið núna. - Hvað? — Eg er kominn á eftirlaun. — Vesalings þú, sagði hún. — Hvemig er það? Hann talaði um það — í tuttugu minútur. — En þú þá? spurði hann síðan. - Ja... — Já, þú verður að fyrirgefa... ég fór yfir með ferjunni áðan. Ég sat þama fyrir handan og komst ekki hjá því að sjá, að þú... Og nú rann það upp fyrir honum, að konan var dmkkin, fyrst núna. Samhengislaust tal hennar helgað- ist af þvi að hún var drakkin, flöktandi augnaráð, fliss og vand- ræðaleg viðbrögð. En nú var eins og hún hefði hamskipti. Skyndilega varð hún óeðlilega allsgáð! — Sást hvað, spurði hún hörku- lega. — Að þú grést, sagði hann lágt. Hún kipptist til, kerrti hnakkann og setti upp svip. — Vitleysa! — Já, en ég... — Það kemur mér alla vega einni við ef svo var. — Já, en ég vildi bara.... — Það kemur a.m.k. ekki lög- reglunni við — Ég er ekki lögreglumaður lengur. — Þá hefur þú alls ekkert með þetta að gera! — En ég... — Hafðu mig afsakaða. Hún stóð upp. Hann horfði á eftir henni, hún gekk reikul í spori út úr salnum. Tíu mínútum siðar sá hann hana aftur. Þá sat hún hinum megin í salnum með öl og snaps. Hann lét hana í friði. En hann hafði auga með henni, þegar hún fór í land, og sá, 10. TBL.VIKAN 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.