Vikan


Vikan - 09.03.1978, Blaðsíða 22

Vikan - 09.03.1978, Blaðsíða 22
Notuð pylsa í brauði Draumráöandi góður! Mig dreymdi, að ég væri komin á stað, þar sem ég ætlaði að kaupa mér brauð með rækjusaiati. Ég hikaði fyrst við að biöja um brauðið, þarsem ég var ekki viss um, hvort ég hefði peninga á mér. Það kom íljós, að ég var með 500 kall + u.þ.b. tvo eða þrjá hundrað krónu seðla, og létti mér við þaö. Núna fannst mér, að það, sem ég hugðist kaupa, væri pylsubrauð með rækjusalati. Ste/pa, sem afgreiddi, spuröi, hvort ég vildi heldur ódýrara brauð, (sem var ekki eins fullkomið ogþað dýrara á230 kr., en ég man ekki, hvað ódýrara brauðið átti að kosta, 130 eða 170 krónur). Ste/pan fór og kom til baka með pylsubrauð, stærra en ég hugði, og íþví var Ijómandi falleg pylsa, meö eldrauðri tómatsósu ofan á (ekki hef ég hugmynd um, hvort annað fylgdi með, alla vega ef eitthvað var, þá erþað óljóst). Hún sagði mér, aðþað væri ekkert annað til en þetta. Ég sagöist ekki kæra mig um það, þetta væri svo dýrt. Hún fór (að mig minnir) og kom aftur með pylsuna og það og sagðist selja mérþetta ódýrara. Og eitthvað minntist hún á, að þetta væri notað, annað fólk hefðiátt þetta áður. Svo leið einhver tími, og þá fannst mér sem ég hefði keypt pylsuna, en fór nú að rífast yfir því, að ég vildiskila henni, þetta væri ekki það, sem ég hefði beðið um. Stelpan og fleira vinnufó/k á staðnum sagði, að það væri ekki hægt, en loks sagði einhver, að ég gæti fengiö eitthvert merki í stað peninganna, en ég stóð fast á því, að ég vildi bara fá endurgreidda þessa notuðu pylsu, sem ég hafði ekki efni á, og þannig fór að lokum, að ég fékk þúsund krónur. Áður höfðu þau látið mig fá hitt, en létu mig fá afganginn, þegar ég gafekkert eftir. Draumnum lauk með því, aö mér fannst ég eiga þrjú þúsund krónur. Sömu nótt dreymdi mig, aö ég væri að kaupa bækur, keypti a.m.k. tvær skáldsögur, semmér fannst í ódýrara lagi, en nógu góöar samt. I þessu sambandi man ég ekki mikið meira, nema að frænka mín var með mér, og svo fannst mér við eitthvað vera i bókastússi heima hjá henni. Líka fannst mér(óháð hinu, sem á undan erskrifað) ég fara upp stiga íblokk, svipað og ég bý í. Hélt ég á tveimur blómvöndum, sem voru eins (lítil lillablá blóm, fingerð), og ætlaði ég að gefa tvíburum þá í afmælisgjöf (þekki ekki fólkið), en þegar ég var að koma upp, stóð mamma tvíburanna við gangglugga i blokkinni, og tvíburarnir stóðu þar sem gengið er niður stiga, og voru eins og á varðbergi. Þegar þeir uröu mín varir, kölluðu þeir á mömmu sína, og hún rak mig strax útaftur. Meira man ég ekki, a.m.k. Mig dreymdi ekki vel. Þetta er orðið nokkuð langt pár, en styttu það bara eins og þú vilt. Kveðja. S. Fyrsti draumurinn er þér fyrir óvæntri auðlegð. Þú verðurfyrirskyndilegu happi og munt lifa löngu, áhyggjulausu lífi. Annar draumurinn boðar þér, að þú munir fá gott tækifæri, sem þú ættir að grípa greitt. Þriðji draumurinn boðar þér snögg umskipti, sem verða í lífi þínu. Nýjar ástir bíða þín, og hamingjan verður þér hliðholl. Þín bíður björt framtíð. Bjargaði hundi úr partýi Kæriþáttur! Ég sendiþér draum síðan í haust, hann gæti hafa ræst nú, en mig langar mjög að fá ráðningu á honum. Ég skrifa hann hér óbreyttan frá því ég skrifaði hann niður nokkrum dögum eftir tilurö hans. Ég vil taka fram, aöþetta varáöuren Geir forsætis- ráðherra fórí Rússlandsförin, þannig aS sviðið frá Moskvu er ekki vegna áhrifa frá förinni. „Ég var stödd í stóru, gömlu, ókunnu húsi með þröngum stigagöngum (handriðin útskorin), og varléleg birta í húsinu, þrátt fyrir þaö að fótk væri að dansa og skemmta sér í ö/lum herbergjum, með háttstil/ta músik, vín og tilheyrandi. Ég tilheyrði ekki hópnum, var hversdagslega kiædd, talaði ekki við neinn og var ekkií neinu partýstuði. Þá sá ég hund ireiðileysi. og virtist sem einhver gestanna hefði gleymt tilveru hans vegna partýstuðs. Hundurinn varástærð við stóran kött, veiklulegur, búklítill, en höfuðstór, augun stór og biðjandi um hjálp. Litur hundsins var jarpur. Ég tók hundinn i fangið, enda kom í/jós, að húsið var morandi afköttum, sem ásóttu hundgreyið. Ég hörfaði fram á gang með hann, en það dugði ekki til, svo ég hljóp með hann út, en alltaf bættust kettir / hópinn, svo það var orðin hjörð af þessum kvikindum.,,Leikurinn "barst út á Rauöa Torgið (samt var ég ekki IMoskvu áður ídraumnum). Þar stóðu faöir minn og eldrisystir„heiðursvörð", eða gæs/u, þó ekki í neinum búningum, heldur bara hversdagslega k/ædd. Þau stóðuþarna yfir manni, sem tá á viðhafnarbörum. Ég var snögg að /yfta upp holdinu (þaö virtist vera laust, held ég) af brjóstholinu á manninum (sem er mér N. N.) og koma hundinum þar fyrir (hann var samt ekki svo lítill, að hann ætti í rauninni að komastþar fyrir, þó maðurinn væri að hluta til holuraö innan, undir brjóstkassanum). Þetta eyddilyktinni af hundinum fyrir köttunum, þeir h/upu framhjá, án þess að sjá okkur, og þar með var hundinum bjargað í bili." Við þetta vaknaði ég. Ég man ennþá tilfinninguna, þegar ég /yfti holdinu. Var það volgt og „eðlilegt viðkomu", og veit ég ekki, hvort m'aðurinn varnýdauður eða hreinlega Hfandi. Með von um birtingu og sólhækk- unarkveðjur. ,, Bjarnhólm" Fyrri hluti draumsins er þér fyrir góðu, en síðari hlutinn er ekki góður. Innan tíðar verða breytingar á lífi þínu, og verða þær þér til góðs. Þú færð óvænta peninga, sem koma þér vel. Þín bíður mikil hamingja, og innan skamms færðu gleðilegar fréttir. — Þú munt að öllum líkindum fá gesti, sem vilja þér illt, og er þá sennilega um að ræða persónu(r), sem þú treystir mjög á. Þú ættir að gæta þín á rógberum. Að dreyma föður sinn og systur er ávallt fyrir hamingju, þannig að þú ættir að komast vel frá hlutunum, þegar allt kemur til alls. ísland klofnaði Kæri draumráöandi! Mig langar tilað biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. Mér fannst, sem þaö ætti eitthvað að fara aö gerast hjá Kröflu. Við biðum ö/l spennt eftir fréttum. Þegar veðurfréttirnar komu, sagði maöurinn, að nú væriþað að fara að byrja. íþví kom voðalegur hávaði, og á veðurkortinu sást, að /andið hafði fariö í tvennt, en íþvi vaknaði ég. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. E.K.G. Þessi draumur er fyrir ferðalagi, sem þú munt fara í, að öllum líkindum til útlanda. Þú færð freistandi tilboð, sem þú ættir að hugsa vel um, áður en þú tekur ákvörðun í því sambandi. Hávaði í draumi er yfirleitt fyrirboði hvassviðris.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.