Vikan


Vikan - 09.03.1978, Blaðsíða 46

Vikan - 09.03.1978, Blaðsíða 46
að hún gekk að leigubil á bakkan- um. Hann horfði lengi hugsi á eftir bílnum. Hve gömul ætli hún geti verið? Þrjátíu og fimm? Svo ung og yfirþyrmd af sorg, hugsaði hann og reyndi að muna, hvar hann hefði lagt bílnum. NhíSTA DAG fór Lísbet í búðina sína. Sveinn sló blettinn. Það var heitt í veðri. Glampandi sól og logn. Hann svitnaði ærlega. Hann tók upp ölflösku og settist undir eplatré. Og það var þá, sem hann kom auga á hana. Hann sá höfuð hennar bera yfir runnana. Hann stóð letiiega upp og gekk að hliðinu. Þarna kom hún. Hún hrökk við, þegar hún kom auga á hann, það var eins og hún væri skömmustuleg. En svo nálg- aðist hún hægt og hikandi. — Halló, sagði hann. — Svo að þú snýrð aftur á fornar slóðir. — Já, það má segja svo kannski. Ég fór í gönguferð og lenti hingað... •— Já, mikil ósköp, bara átján kílómetra leið frá Limhamn....! Hún andvarpaði. — Mig langaði að sjá þann stað, þar sem við bjuggum áður, áður en helvítið byrjaði. Þegar okkur leið vel. Og svo langaði mig til að hitta þig. Ég held, að ég skuldi þér skýringu. — Þú skuldar mér ekkert. — Þú vildir mér bara vel. Ég hefi hugsað til þín... — Ef satt skal segja, hefi ég líka verið að hugsa til þín. Komdu... Hann hélt hliðinu opnu. Skömmu síðar sátu þau undir eplatrénu með öl. Hún var í stuttu pilsi. Sveini fannst hún hafa fallega fótleggi. Gamli skarfur, hugsaði hann með sjálfum sér. — Það gekk allt svo vel, meðan við bjuggum hér, sagði hún. — Við vorum hamingjusöm og lifðuro áhyggjulausu lífi. En svo.... — Þú þarft ekki að segja neitt frekar en þú vilt. — Ég reikna með að þú hafir heyrt margvíslegar frásagnir í starfi þínu sem lögreglumaður.... — Stundum var maður reyndar eins og skriftafaðir... Það tilheyrir starfinu. Má annars bjóða þér koníak? — Ég veit ekki... — Þú þiggur það áreiðanlega. — Fyrst þú býður svo vel, þá... Hann hafði svolítið slæma sam- visku, þegar hann sötti flöskuna. Það sást greinilega, að hún átti viði áfengisvandamál að stríða. En hann sá lika, að hún þarfnaðist sopa núna. Það leit út fyrir, að lífið hefði leikið hana hart. I}aÐ VAE mánudagur. Berg tók á móti Dahl, sem var syfjaður 46 VIKAN 10. TBL. og geispandi. Hann kom með fyrstu ferð, og Berg dreif hann strax upp i bílinn og setti á fulla ferð. — Bölvuð vitleysa, sagði Dahl. — Hvernig gast þú lofað.... — Ég hef engu lofað. Þetta er bara skylda við meðbræður okkar. — Humm.... — Skelfing ertu fúll. — Ég er með timburmenn. Strákurinn kom heim frá fran um helgina. Getur þú nú hugsað þér annað eins, þarna býr haim í fran, og svo þegar hann loksins kemur í heimsókn til pabba gamla, þá getur hann bar staðið við í tvo daga! Ungdómurinn nú til dags... — Ég vildi bara óska, að ég hefði átt einhver börn, sagði hinn barn- lausi Berg. — Liggur svona skelfilega mikið á? Þú ekur, eins og fjandinn væri á eftir okkur. — Já, hann fer rétt strax í vinnuna. — Jæja... Heyrðu, viltu vera svo vænn að fara yfir þetta einu sinni fyrir mig. Ég hlustaði bara með öðru eyranu, þegar þú hringdir. Strákurinn var nú heima og... — Já, já. Já, hún sat sem sagt í garðinum hjá mér og sagði mér frá, hvílíkum vandræðum Nissi... — Nissi — er það maðurinn hennar? — Hver annar ætti það að vera? Jæja, sem sagt, hvílík vandræði hann hafði ratað í fjárhagslega. Hann hefur sautján starfsmenn, framleiðslan gengur ekki nógu vel, og hann fær endana ekki til að ná saman. Hann hefur ekki fengið stórar pantanir s.l. ár, og það lítur ekki björgulega út. Hann hefur orðið að segja fimm manns upp vinnu, og allt útlit virðist fyrir, að fyrirtækið verði gjaldþrota. En þó er það ekki það versta. — Nei, mér skildist það. — Hún er hrædd um, að hann geri eitthvað... — Grípi til örþrifaráða, sagðir þú í samann. — Já. Og, eins og hún sagði, um helgar getur hún fylgst með honum, en þegar hann er að heiman virka daga, er hún hrædd um, að hann finni upp á einhverju skelfilegu. — Sjálfsmorði? — Einhverju álíka. — Svo þú hefur hugsað þér, að við tveir þjónuðum sem einskonar varðmenn. - Já. — Mér er hulin ráðgáta, hvemig þér hefur tekist að fá mig með. — Þú hættir ekki við núna. — Þá hefði ég ekki sagt þér-, að ég kæmi. En reyndu nú að hugsa skynsamlega. Hve lengi eigum við að gæta hans. Hefur þú hugleitt það? Hafði hún einhverjar hug- mynd um það, hvenær hann fram- kvæmdi þessi heimskupör sín? Ég á við það, að við gætum átt það á hættu að þurfa að vakta hann í daga, vikur, mánuði... kannski ár. — Svo lengi getum við ekki haldið áfram. — Hve lengi þá? — Við... við sjáum til. Við getum þó verið einhverja daga... — Humm, þrumaði Dahl. Þeir óku áfram og voru þögulir. — Eigum við að byrja svona snemma á hverjum morgni? spurði Dahl. - Já. — Þetta verður bölvaður flæk- ingur á mér fram og aftur! Og ÞAÐ varð það. Þetta var sönnun fyrir þolinmæði lögreglu- mannsins og hæfileikum hans til að bíða og vera þrjóskur. Um helgar er ég með honum og held vakandi auga með honum, hafði hún sagt. Og í fyrirtækinu eru alltaf einhverjir viðlátnir. Það sem ég óttast mest, er að hann grípi til óyndisúrræða, þegar hann er al- einn. Það er þá, sem ég er hrædd um, að eitthvað gerist. Hann er svo ólíkur sjálfum sér, hafði hún sagt. Svo breyttur. Áður var hann svo opinn, glaður og vingjamlegur. Nú er hann innilok- aður, bitur og þver. Vill ekkert tala um, hve vonlaust þetta er. Hann ásakar stjómina, kvartar yfir sköttunum og ósanngjömum álög- um af ýmsu tagi. Það eina, sem hann gerir, er að ganga um og skammast og rífast út í allt og alla. Hún hafði grátið við bam hans. Og hann hugsaði lengi um hana, eftir að hún var farin. Síðar um daginn hafði hann svo hringt í vin sinn Dahl. Og á mánudag hófu þeir vaktina. Stóra spumingin var svo, hvaða tilgangi þetta ætti að þjóna. Hvað gátu þeir svo sem gert? Hvað annað en að bíða? Og svo sannarlega fengu þeir að bíða. Dag eftir dag sátu þeir í bílnum hans Bergs utan við fyrirtækið. Þeir hófu daginn með því að aka til Limhamn og vom viðbúnir, þegar hann kom út og ók bil sínum til vinnu. Þeir eltu. Svo sátu þeir og biðu. Um leið og hann yfirgaf fyrirtækið eltu þeir hann. Fyrstu tvær vikumar eltu þeir hann í sjö banka, til tveggja okrara, í áfengið, á fjögur hótel í Malmö og eitt í Lundi, á vændishús í Malmö, í bókaverslun, á póstinn, í Náttúm- lækningafélagsbúðina, sjö tóbaks- verslanir, þijár nýlendurvömversl- anir og útibú Norræna samvinnu- félagsins. — Þetta getur nú gert vesaling- inn geggjaðan, sagði Dahl. Hann var þreyttur og argur yfir þessum eilífu ferðum á milli dag eftir dag. En sakir góðrar vináttu við Berg brást hann ekki og hélt áfram að mæta árla hvern morgun. Vinátta þeirra styrktist með hverjum degi, sem leið. Þeir höfðu góðan tíma til að spjalla, meðan þeir biðu. Þeir sátu þama í bílnum og sögðu hvor öðmm frá lífi sínu, rifjuðu upp gamlar minningar og liðna tíð. Skrýtið, en þeir þreyttust ekki á félagsskap hvors annars. Á miðvikudegi í þriðju viku sagði Dahl: — Nú verðum við bráðum að hætta þessu. Þetta gerir ekkert gagn. Þú verður bara að segja henni, að þetta sé tóm ímyndun allt saman. Hún hefur bara verið yfirspennt. Kannski er hún móður- sjúk? — Ekki virtist mér það, sagði Berg. — En þú hefur rétt fyrir þér. Við getum ekki endalaust haldið svona áfram. Það er miðvikudagur í dag. Eigum við að halda út fram á föstúdag? Á fimmtudag yfirgaf Nissi Linder fyrirtæki sitt klukkan hálf fjögur. Þeir eltu á bíl Bergs. Hann ók inn til Malmö, en síðan í gegnum borgina og beygði inn á hraðbrautina til Lundar. Hann beygði út á afleggj- arann að Staffanstorp og ók þangað. Þar lagði hann framan við banka. Krykklanga stund sat hann í bílnum. Svo opnaði hann loksins hurðina, stansaði við hlið bílsins, en svo var eins og hann tæki á sig rögg, og hann gekk inn í bankann. Klukkan átti nú eftir tvær minútur í fjögur. — Hann ætlar liklega að reyna að fá lán, sagði Berg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.