Vikan


Vikan - 09.03.1978, Blaðsíða 42

Vikan - 09.03.1978, Blaðsíða 42
WELLÆ _ Hárlagningarvökvinn ' j fyrir blástur: iníbi'iii Inform í litlu, fjólubláu og grænu glösunum.fær hárið til að sitja alveg eins og þú vilt hafa það,- eðlilega og með lyftingu. Inform - fyrir dömur og herra. HALLDÓR JÓNSSON HF. Dugguvogi 8 þegar hún tók eftir tveimur blautum fótsporum á steingólfinu í setustofunni. Hennar? En hún hafði ekkert farið inn á það. Forviða lagði hún frá sér bollann. Það gæti ekki hafa verið Tim. Jafnvel í gegnum storminn hefði hún heyrt í bílnum. Og Tim hefði undir öllum kringum- stæðum kallað á hana um leið og hún opnaði dyrnar, og hann hefði kallað, þar til hún hefði svarað. ,FrÁ DYRUNUM séð virtist setustofan alveg auð, ekkert hljóð fyrir utan snarkandi eldinn i arninum. En fótsporin voru óneit- anlega þarna, ennþá vot, mynduð af manni í stórum stigvélum um leið og hann hafði stigið á óteppalagt steingólfið, milli forstofunnar og gólfábreiðunnar í setustofunni. Frá stóra hægindastólnum, er snéri baki að dyrunum, barst rödd: „Frú Hunt?” Stórvaxinn og ógnvekjandi mað- ur reis upp úr stólnum, færði sig út í miðja stofuna, og gnæfði yfir hana, þar sem hann stóð. ,,Ef til vill,” sagði hann illgimislega „ætti ég að biðjast afsökunar á því að hafa hrætt yður.” Hún fann, hvernig geðshræringin var að ná tökum á henni. Maðurinn á brúnni. Hér stóð hann, í hennar eigin húsnæði, i allri sinni stærð.... eins og hann hefði óumdeilanlegan rétt til þess að vera þarna. Svo þrumu lostin sem hún var, gat Milli vonar og ótta hún ekkert annað gert en að stara á hann. Var þetta sami maðurinn? Skinn- jakki, ryðrauður hálsklútur, galla- buxur girtar ofan í stígvélin... þetta var hann. Og núna stóð hann svo nærri, að hún gat greint óhugnan- lega starandi augun og rauðar varimar, hann hafði auðsjáanlega skemmtun af þessum mddalega leik og í hörkulegum, gráum augum hans sá hún, hve gaman honum fannst að geta skapað aðstæður, sem henni þættu hvað óþægilegast- ar. Hún óttaðist það mest, að hann sæi, hve hana hryllti við öllu ofbeldi, jafnvel aðeins ágengni. Ekkert fannst henni hræðilegra en það. Á brúnni hafði hann fylgst vandlega með henni, reynt að finna eitthvað, sem hann síðan gæti notað gegn henni. Var hann þjófurinn, sem hafði verið að laumast í kringum húsið, og hafði hann heyrt örvæntingarfull hróp hennar út í nóttina? Einu orðin, sem hún gat stunið upp, vom: „Hver ert þú?” Hann svaraði, og hroki hans hræddi hana: „Ertu að segja það satt, að þig gmni ekki, hver ég er?” I stað þess að svara, tók hann að lita i kring um sig og kinkaði kolli i átt að einni myndinni. „Hefur Tim málað þessa?” „Nei.” í örvæntingu hrópaði hún: „Hver ert þú?” Hann grandskoðaði andlit henn- ar. „Veistu hvað, mér finnst stór- furðulegt, að þú skulir ekki vita það, og að þú getir ekki einu sinni reynt að geta upp á því. Hve lengi hefurðu verið gift Tim? Tíu ár?” „Ellefu. Hvernig veistu, hvað maðurinn minn heitir?” „Hvað Tim heitir. Ég þekki nafn hans eins vel og mitt eigið. Ellefu ár. Já, það hlýtur að vera rétt. Svo Tim hefur aldrei minnst á mig við þig? Sinn nánasta ættingja.” „Tim á enga ættingja. Það getur ekki verið rétt, nema ef vera skyldi, að þú sért einhver fjarskyldur frændi, sem hann hefur aldrei heyrt neitt um.” Bros hans varð yfirlætislegt. „Oo, ætli hann hafi ekki heyrt minnst á mig. Við höfum alltaf haft samband, og hist nokkuð oft.” Hlátur hans var með mddalegum ánægjutón. „Sumir telja mig sjálf- sagt svarta sauðinn í fjölskyldunni. en þrátt fyrir það hefði ég haldið, af lýsingu Tims á þér að dæma, sinni vel ættuðu og tilbeðnu eiginkonu, móður sonar hans, að þér hefði verið Endurbyggjum I bílvélar | Við endurbyggjum flestar gerðir benzín- og dieselvéla. Rennum sveifardsa. Plönum hedd og vélarblokkir. Borum vélarblokkir. Rennum ventla og ventilsæti. Eigum dvallt varahluti í flestar gerðir benzín- og dieselvéla. Þ JÓNSSON&CO Skeifan17 s. 84515 — 84516 42 VIKAN 10. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.