Vikan


Vikan - 26.10.1978, Page 44

Vikan - 26.10.1978, Page 44
Smjörsteiktir vínakrasniglar á franska vísu — í íslensku eldhúsi Vínakrasnigla má borða á íslandi eins og í öðrum löndum. Þeir eru að visu ekki ferskir, heldur niðurlagðir í dósum, en eru samt mjög góðir á bragðið, næstum eins og ferskir sniglar. Sem sérfræðingur í alls kyns útlendu óæti var höfundur þessa pisíils fenginn til að matreiða þessa snigla að hefð- bundnum, frönskum Búrgundarhætti. Dós með 24 niðurlögðum sniglum kostaði 1946 krónur í Sláturfélaginu. í fyrstu atrennu verða menn þó að kaupa til viðbótar 24 kuðunga, sem siðan má þvo og nota aftur og aftur. Staukur með 24 kuðungum og 24 snigla dós kostaði 4237 krónur. Á dósinni er þessi uppskrift: Þurrkið sniglana á eldhúspappír og setjið þá inn í kuðungana. Setjið þar ofan á krydd- smjör samkvæmt formúlunni: 100 g smjör, 10 g finsöxuð steinselja (parsley), 4 g hvítlauksduft, 4 g finsaxaður skal- ottulaukur, 4 g pipar, 2 tsk salt og múskathnetuduft. Hitið singlana síðan í ofni og berið á borð. Ég kaus að víkja örlítið frá þessari uppskrift, enda var um þessar mundir útsala á smjöri. Notuð voru 130 g af smjöri í stað 100 g, en óbreytt magn af kryddttegundunum. í stað þess að setja sniglana fyrst inn í kuðungana setti ég fyrst dálítið af krydd- po CCP h iii < oc (D 00 MAÐURINN BAK VIÐ SNILUNGINN (lhto SAGAN AF KAREN ANN QUINLAN Þetta er frásögn foreldra hennar af þeim erfiðleikum sem fylgdu ákvörðun þeirra að leyfá henni að deyja — að Ijúka því lífi sem var ekkert annað en hörmungar. BÓK f BLAÐFORMI 44VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.